Sveitarstjórn

584. fundur 24. mars 2022 kl. 08:00 - 10:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð frá 117. fundi framkvæmdaráð. Var það samþykkt samhljóða og verður 7. liður dagskrár. Aðrir liðir dagskrár breytast í samræmi við það.
Dagskrá:

Forgangserindi
1. 2203016 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2021, fyrri umræða
Á fundinn mætti Jón Ari Stefánsson frá KPMG og fór yfir reikninginn. Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.

Fundargerð
2. 2203004F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Fundargerð 259. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2203006 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2022-2023

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Hrafnagilsskóla.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt samhljóða.

2.2 2203007 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2022-2023

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal leikskólans Krummakots.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt samhljóða.

2.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 2203008 - Framtíðarskólastarf í nýju húsnæði

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Lagt er til að sveitarstjórn hefji sem fyrst formlegan undirbúning skólastarfs að loknum endurbótum og viðbyggingu. Við undirbúning verði meðal annars horft til þátta sem fram koma í minnisblaði sem lagt er fram á fundinum.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar um mikilvægi þess að hefja undirbúning sem fyrst. Skipun starfshóps bíður nýrrar sveitarstjórnar í haust.

2.5 2203009 - Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 lögð fram til kynningar. Umræður.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.6 2203011 - Áhrif Covid-19 á skólastarfið

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259
Minnisblöð skólastjórnenda um áhrif Covid-19 á skólastarf leikskólans Krummakots og Hrafnagilsskóla lögð fram til kynningar. Skólanefnd þakkar stjórnendum og öðru starfsfólki fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við að takast á við þær áskoranir sem Covid-19 faraldrinum hafa fylgt.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar.


3. 2203003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 363
Fundargerð 363. fundar skipulagsnefndar tekin til efgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 363
Nefndin tekur saman tillögur að viðbrögðum við innkomnum erindum og felur skipulagshönnuðum að útfæra tillögurnar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 2203008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Fundargerð 364. fundar skipulagsnefndar tekin til efgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að bílskúr austan lóðar sé ekki nýtanlegur skv. tillögu að lóðarmörkum auk þess sem lóðarmörk sunnan húss séu svo nærri húsinu að ekki er hægt að grisja tré sem skyggja á glugga hússins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.2 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.3 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.4 2203020 - Leifsstaðir ÍB15 - deiliskipulag lóðar L208303

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd bendir á að tillöguteikningin gerir ráð fyrir að aðlægu landi sé rástafað undir hús á lóð L208303 og eru áformin því háð samþykki eiganda viðkomandi lands. Ennfremur bendir skipulagsnefnd á að tillagan er háð undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðar frá tengivegi. Loks bendir skipulagsnefnd á að samráð þarf að hafa við Vegagerðina um vegtengingu lóðar L208303. Að því gefnu að eigandi Brúarlands samþykki þennan ráðahag kallar skipulagsnefnd eftir að lóð L208303 verði felld inn í skipulagstillögu sem í vinnslu er vegna íbúðarsvæðis ÍB15 í landi Brúarlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

4.5 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd telur heppilegt að aflað sé fleiri tilboða í ráðgjöf vegna flokkunar landbúnaðarlands til samanburðar við það sem þegar liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

4.6 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að senda drög að umferðaröryggisáætlun til Lögreglunnar og Vegagerðarinnar til umsagnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

4.7 2203010 - Húsnæðisáætlun 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd telur að uppfæra þurfi tölulegar forsendur skýrslunnar og frestar afgreiðslu málsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.8 2203015 - Eyjafjarðarbraut vestri - Skráning landeignar undir vegsvæði 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.

4.9 2203005 - Endurheimt gróðurlendis v Hólasandslínu - 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við áformin.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugsemd við fyrirhuguð áform um endurheimt gróðurlendis vegna lagningar Hólasandslínu 3 fari fram í Stóru Tungu í Bárðardal.


5. 2203009F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 365
Fundargerð 365. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 365
Nefndin ræðir viðbrögð við athugasemdum sem bárust á kynningartímabili skipulagstillögu á vinnslustigi. Skipulagshönnuði er falið að uppfæra skipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum.
Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt er gestur fundarins.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að ljúka skipulagsvinnu sem fyrst.


6. 2203007F - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 40
Fundargerð 40. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 40
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd ræðir samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit. Afgreiðslu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


7. 2203006F - Framkvæmdaráð - 117
Fundargerð 117. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 2111027 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Fyrir fundinum liggur tilboð frá B.Hreiðarsson ehf. í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Tilboðið er 10,6% yfir kostnaðaráætlun og hljóðar uppá 88.132.000kr. og var áætlun verksins uppá 79.712.700kr.
Fyrir liggur minnisblað frá Verkís um opnun tilboðs og leggur Framkvæmdarráð til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt og sveitarstjóra er falið að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa.

7.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Farið var yfir kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar og mögulegar áfangaskiptingar hennar og ýmsar forsendur hönnunar. Kallar framkvæmdarráð eftir skýrslu frá hönnuðum yfir loftræstingu og hljóðvist. Á fundinum kom fram að hljóðvistaaðgerðir hafi verið meiri en gerðar hafi verið í verkefnum tengdum leikskóla hjá stofunni áður, þá kom einnig fram að mjög hafi verið vandað til hönnunar á loftræstingu og lýsingu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til álylktana.

7.3 2201005 - Framkvæmdaáætlun 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Framkvæmdaráð fer yfir minnisblað sveitarstjóra.
Foktjón varð á þaki skrifstofu sveitarfélagsins og er þarft að fara í framkvæmdir á því í sumar, áætlaður kostnaður í endurnýjun á þakinu er um 2. milljónir króna. Kannað verður með tryggingarbætur á tjóninu. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurnýjun á þakinu.
Kostnaðaráætlun liggur fyrir varðandi endurbætur á hljóðvist í íþróttasal, áætlaður efniskostnaður er um 5,5 milljónir króna og áætlað að verkið taki um eina viku í framkvæmd. Gert er ráð fyrir að starfsmenn eignasjóðs geti að miklu leiti unnið verkið sjálfir. Áætlaðar voru 2 milljónir til verksins á þessu ári en framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í verkið að fullu í sumar.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.

7.4 2203019 - Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Sveitarstjóri kynnir stöðu á hönnun vegna breytinga á skrifstofu sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

7.5 2203018 - Göngu- og hjólastígur með þjóðvegi 1

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Framkvæmdaráð óskar eftir að sveitarstjóri taki saman upplýsingar um kostnaðarskiptingu og helstu forsendur gagnvart Vegagerðinni og Norðurorku.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

7.6 2203017 - Verkefni eignasjóðs

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 117
Sveitarstjóri kynnir verk- og tímaskráningar hjá eignasjóði. Framkvæmdaráð fagnar auknu gegnsæi á verkefnum eignasjóðs og hvetur til þess að haldið sé áfram á sömu braut.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
8. 2203012 - SSNE - Fundargerð 36. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. 2203013 - Norðurorka - Fundargerð 271. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
10. 2202010 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Viðræður um þjónustusamning
Afgreiðslu frestað.

11. 2203003 - Ölduhverfi samningur um uppbyggingu íbúðahverfis
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Fyrirliggjandi samningur er samþykktur samhljóða og er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

12. 2109024 - Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðslu frestað.

13. 2203021 - Þakkir til starfsmanna á tímum Covid
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra um áhrif Covid 19 á daglega starfsemi Eyjafjarðarsveitar. Í niðurlagi minnisblaðsins segir m.a. "Sveitarstjóra hefur orðið það ljóst á þessum tíma að sá hópur sem starfar hjá sveitarfélaginu og hinum ýmsu deildum þess er reynslumikill og öflugur og tilbúinn til að takast í sameiningu á við óvæntar uppákomur og erfiðleika sem upp geta komið. Stjórnendur hafa haldið vel á verkefninu og náð að virkja hópinn vel í gegnum þessa tíma, lágmarks hnökrar hafa komið upp og úr þeim var ávallt hratt og vel unnið. Þrátt fyrir mikla óvissu í upphafi hefur starfsmannahópurinn ávallt verið samstíga og fylgt þeirri stefnu og ákvörðunum sem hverju sinni hafa verið teknar."

Af umræðunni að dæma upplifir sveitarstjóri að í samanburði við marga hafa vandamálin verið nálguð af meiri yfirvegun og með minni afleiðingum fyrir samfélagið. Það hefur því verið virkilega gott að starfa með þessum góða hóp starfsmanna og íbúa sem lagst hafa á árarnar og því vart hægt að segja að við höfum verið með einhver vandamál allan þennan tíma, bara verkefni sem allir hafa lagst á eitt með að leysa.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir með sveitarstjóra og færir öllum starfsmönnum bestu þakkir fyrir framlag þeirra á þessum erfiðu og krefjandi tímum. Sveitarstjóra er falið að koma þakklætisvotti til starfsfólks sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?