Sveitarstjórn

586. fundur 20. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 367. fundar skipulagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða og verður 3. liður dagskrár.
Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2204003F - Framkvæmdaráð - 118
Fundargerð 118. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2203017 - Verkefni eignasjóðs

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 118
Framkvæmdaráð ræðir verkefni eignasjóðs og felur sveitarstjóra að yfirfara verkefni einingarinnar í samráði við starfsmenn.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.

1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 118
Framkvæmdaráð fer yfir kostnaðaráætlun viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tímalína framkvæmda verði eftirfarandi:
2023 verði farið í að reysa allt húsnæðið og ganga frá því að utan, þá verði gengið út frá því að leikskóli hefji rekstur í nýju húsnæði árið 2024. Gengið er út frá því að annað húnsnæði verði fullklárað árið 2025. Áætlað er að heildarkostnaður verksins sé um 1.300.000.000 króna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áætlaða tímalínu framkvæmda með þeim fyrirvara að ef aðstæður breytast mikið þá verði áætluð tímalína endurskoðuð.


2. 2202002F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 189
Fundargerð 189. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2203014 - Menningarmálanefnd - Húsmæðraskólinn, saga hans

Niðurstaða Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 189
Formanni og ritara falið að afla frekari upplýsinga um málið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 2204007 - Staða félagshemilanna

Niðurstaða Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 189
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi félagsheimili sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 2204005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Fundargerð 367. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2 2203010 - Húsnæðisáætlun 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.3 2204008 - Sólveigarstaðir II - landskipti 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

3.4 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Skipulagsnefnd bendir á að gera þurfi ráð fyrir snjósöfnunarsvæði vegna moksturs í hverfinu. Það megi gera með sérstöku svæði eða með að skilgreina helgunarsvæði meðfram götum þar sem óheimilt er að girða eða planta innan lóða. Skipulagsnefnd bendir á að brýnt sé að fullnægjandi breidd sé á aðkomuleiðinni þar sem brattinn er mestur. Að öðru leyti leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fallist sé á drög að deiliskipulagi í fyrirliggjandi mynd og að skipulagsfulltrúa sé falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Leifsstaðavegi.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og fellst á drög að deiliskipulagi í fyrirliggjandi mynd og að skipulagsfulltrúa sé falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Leifsstaðavegi.

3.5 2202018 - Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfisumsókn sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili teljist erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framkvæmdaleyfisumsókn sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili teljist erindið samþykkt.

3.6 2109009 - Flugslóð 12 - áskorun um úrbætur

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.7 2204012 - Klauf - byggingarreitur fyrir haugtank

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 367
Hermann Ingi Gunnarsson vék af fundi undir þessu lið vegna vænhæfi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Hermann Ingi Gunnarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
4. 2204005 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 139. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal TE fyrir skólaárið 2022-2023.“

Almenn erindi
5. 2204006 - Skipan í kjörstjórn
Níels Helgason og Elsa Sigmundsdóttir aðalmenn i kjörstjórn og Sigríður Hrefna Pálsdóttir varamaður í kjörstjórn eru vanhæf til setu í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda í þeirra stað:
Aðalmenn Þór Hauksson Reykdal og Helga Hallgrímsdóttir.
Varamaður Sandra Einarsdóttir.

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar er þá þannig skipuð:
Aðalmenn: Einar Grétar Jóhannsson formaður, Helga Hallgrímsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.
Varamenn: Rögnvaldur Símonarson, Hjörtur Haraldsson og Sandra Einarsdóttir

6. 2108005 - Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs
Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Freyvangsleikhúsið um afnot leikfélagsins að Freyvangi. Fyrirliggjandi drög eru samþykkt samhljóða og er sveitarstjóra falið að undirrita þau.

7. 2204011 - Nefndir og ráð sveitarfélagsins
Afgreiðslu frestað

8. 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn óskar eftir því við landbúnaðar- og atvinnumálanefnd að hún hafi samráð við hagaðila hvað varða upphaf og lok beitartímabils. Sveitarstjórn leggur til að heimilt verði með sérstöku leyfi að hafa hænsnfugla í þéttbýli.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?