Sveitarstjórn

587. fundur 04. maí 2022 kl. 15:30 - 16:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 260. fundar skólanefndar og fundargerð 119. fundar framkvæmdaráðs. Var það samþykkt samhljóða og verður 4. og 5. liður dagskrár.
Dagskrá:

Fundargerð
1. 2204006F - Lýðheilsunefnd - 201
Fundargerð 201. fundar lýheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2204015 - Ársskýrsla lýðheilsunefndar 2021

Niðurstaða Lýðheilsunefnd - 201
Halldóra fór yfir árskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2021. Skýrslan var samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir skýrsluna og gott starf á kjörtímabilinu.

1.2 2204016 - Fjárhagsstaða málaflokks

Niðurstaða Lýðheilsunefnd - 201
Stefán fór yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2021 og stöðuna í marslok 2022. Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 2110062 - UMF Samherja samstarfssamningur

Niðurstaða Lýðheilsunefnd - 201
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 2103010 - Íþrótta- og tómstundastyrkur

Niðurstaða Lýðheilsunefnd - 201
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2204007F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2204022 - Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða 2022

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Stefán Árnason fór yfr rekstrarniðurstöðu 2021 og stöðuna í lok mars 2022.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 2204021 - Félagsmálanefnd - Ársskýrsla 2021

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Linda Margrét fór yfir drög að ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2021. Fyrirliggjandi drög voru samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir skýrsluna og gott starf á kjörtímabilinu.

2.3 2204020 - Félagsmálanefnd - Leiguíbúðir

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.4 2204019 - Félagsmálanefnd - Eineltisáætlun

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.5 2202001 - Umboðsmaður barna - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.6 2111022 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Félagsmálanefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta Aflið á Akureyri.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.7 2204027 - Félag um Foreldrajafnrétti - Styrkumsókn fyrir útgáfu fræðsluefnis

Niðurstaða Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182
Nefndin hafnar umsókninni.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


3. 2204011F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Fundargerð 368. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2204018 - Norðurorka - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar stofnlagnar hitaveitu milli Jódísarstaða og Þverár.

3.2 2204035 - Teigur - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði E24D 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda sé gert að gera úrbætur á aðkomu að efnistökusvæðinu svo vörubílar þurfi ekki að bíða og athafna sig á þjóðveginum við sandflutninga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að leyfi Fiskistofu skuli liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfið er veitt. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar, enda hafi verið teknir alls um 20.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 12 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.

3.3 2204034 - Reykhús - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku 2022 á svæði E24C

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að leyfi Fiskistofu skuli liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfið er veitt. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar, enda hafi verið teknir alls um 20.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 12 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.

3.4 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að ákvæði um frístundabyggð sé fellt út úr kafla 2.1 í greinargerð, enda samræmist það ekki gildandi aðalskipulagi. Einnig skuli sett inn ákvæði um að ekki sé heimilt að gróðursetja eða reisa girðingar nær götu en 2 m til að hægt sé að ryðja götur án þess að skemmdir verði. Einnig skuli gera grein fyrir gönguleiðum innan hverfis og tengingu við Brúnahlíðarhverfi sbr. sérákvæði aðalskipulags fyrir Kaupangsbyggð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillagu sé vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að ákvæði um frístundabyggð sé fellt út úr kafla 2.1 í greinargerð, enda samræmist það ekki gildandi aðalskipulagi. Einnig skuli sett inn ákvæði um að ekki sé heimilt að gróðursetja eða reisa girðingar nær götu en 2 m til að hægt sé að ryðja götur án þess að skemmdir verði. Einnig skuli gera grein fyrir gönguleiðum innan hverfis og tengingu við Brúnahlíðarhverfi sbr. sérákvæði aðalskipulags fyrir Kaupangsbyggð.
Einnig skal koma fram i kalfla 2.9 að við stofnun lóðar verði þinglýsa kvöð um aðild a eigendafélagi.
Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að svo breytt skipulagstillagu sé vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.5 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umferðaröryggisáætlun sé samþykkt og að áætlunin sé kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Ætlast er til að áætlunin sé endurskoðuð og uppfærð reglulega í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun og að áætlunin sé kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Ætlast er til að áætlunin sé endurskoðuð og uppfærð reglulega í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

3.6 2203010 - Húsnæðisáætlun 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 368
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjón að skýrslan sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun.


4. 2204008F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 260
Fundargerð 587. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2203006 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2022-2023

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 260
Hrund skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti tillögur að breyttri tímasetningu skólaslita og veitingu viðurkenninga. Skólanefnd samþykkir tillögu að breyttri tímasetningu skólaslita og felur skólastjóra og öðru starfsfólki að útfæra fyrirkomulag á veitingu verðlauna og viðurkenninga.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.2 2204028 - Aukning á stöðugildum við Hrafnagilsskóla

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 260
Hrund skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti tillögur að aukningu á starfsmannahaldi skólans vegna Meðferðarheimilisins á Laugalandi og stoðkennara á yngsta stigi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


5. 2204010F - Framkvæmdaráð - 119
Fundargerð 119. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og eistakir liðir bera með sér.
5.1 2203019 - Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 119
Framkvæmdaráð fer yfir tillögur er varðar stækkun skrifstofurýmis vegna aukningar á starfsemi SBE. Lagt er til að breyta veggjaskipan í tengslum við eina skrifstofu og heimild veitt til að hefja framkvæmdir að því breyttu.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.

5.2 1801031 - Bakkatröð Grundun

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 119
Framkvæmdaráð fer yfir grundunarskilirði varðandi Bakkatröð 21. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að á lóðinni verði byggt á staurum og lóðin verði seld á 2.500.000 krónur.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.


Fundargerðir til kynningar
6. 2204013 - Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar 4.04.2022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 2204025 - Norðurorka - Fundargerð 273. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
8. 2204011 - Nefndir og ráð sveitarfélagsins
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur núverandi sveitarstjórn rætt óformlega hvort ekki sé rétt að sameina nefndir og þannig gera þær virkari.
Reynsla kjörtímabilsins hefur sýnt að heppilegt gæti gerið að breyta skipan þannig:
Skóla- og menningarmálanefnd sameinaðar.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd sameinaðar með umferðarmálum.
Lýðheilsu- og félagsmálanefnd sameinaðar.
Fjallskilanefnd verði óbreytt.
Skipulagsnefnd verði óbreytt.
Framkvæmdaráð verði óbreytt.

Ákvörðun um þetta er frestað og vísað til viðtakandi sveitarstjórnar.

9. 2205001 - Ósk um mat á áhrifum efnistöku og breytingu á rennsli í austustu kvísl Eyjafjarðarár
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.

10. 2204031 - Mat á áhrifum fjárfestingar í leik- og grunnskóla á fjárhag Eyjafjarðarsveitar
Fyrir fundinum lá skýrsla gerð af Rúnar Bjarnasyni, óháðum endurskoðanda hjá PricewaterhouseCoopers, um mat á áhrifum fjárfestinga í leik- og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar. Skýrslan staðfestir áætlanir sveitarfélagsins um að ekkert bendi til annars en að sveitarfélagið ráði vel við áætlaða fjárfestingu og tilheyrandi lántöku. Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldaviðmið fari í 40% en leyfilegt viðmið er 150%.


Þar sem þetta er áætlaður síðasti fundur sveitarstjórnar á kjörtímabilinu, þakkaði Jón Stefánsson oddviti sveitastjórn ásamt sveitastjóra og skrifstofustjóra ánægjulegt og árangurríkt samstarf á liðnu kjörtímabili. Hann mun nú láta af störfum eftir 12 ára setu í sveitarstjórn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?