Sveitarstjórn

588. fundur 01. júní 2022 kl. 20:30 - 21:10 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Sigríður Bjarnadóttir setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa. Sigríður er aldursforseti þeirra sem eiga lengsta setu í sveitarstjórn.
Dagskrá:

Almenn erindi
1. 2205020 - Úrslit kosninga til sveitarstjórnar 2022
Fyrir fundinum lá skýrsla kjörstjórnar um atkvæðatölur framboðslista, tilkynning um hverjir hafa verið kjörnir í sveitarstjórn og afrit af fundargerðum kjörstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

2. 2205013 - Kjör oddvita og varaoddvita
Hermann Ingi Gunnarsson var kjörinn oddviti til 4 ára með 4 atkvæðum. Auðir seðlar voru 3. Nýkjörin oddviti tók við stjórn fundarins

Linda Margrét Sigurðardóttir var kjörinn varaoddviti til 4 ára með 4 atkvæðum. Auðir seðlar voru 3.

3. 2205014 - Ráðning ritara sveitarstjórnar
Samþykkt samhljóða að ráða Stefán Árnason sem ritara sveitarstjórnar.

4. 2205017 - Ráðning sveitarstjóra
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að endurnýja ráðningarsamning við núverandi sveitarsjóra Finn Yngva Kristinsson. Oddvita er veitt umboð til að ganga frá samningi við Finn og leggja hann fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

5. 2204011 - Nefndir og ráð sveitarfélagsins
Samþykkt er eftirfarandi tillaga um sameiningu nefnda í sveitarfélaginu:

Menningar- lýðheilsu og félagsmálanefndir verði sameinaðar og verður nefndin 7 manna.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd sameinaðar með umferðarmálum og verður nefndin 7 manna.
Verkefni annarra nefnda verða óbreytt.

6. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Samþykkt eftirfarandi skipan í eftirtaldar nefndir:

Kjörstjórn
Aðalmenn:
Einar Grétar Jóhannsson F
Sigríður Hrefna Pálsdóttir F
Þór Hauksson Reykdal K

Varamenn:
Sigríður María Róbertsdóttir F
Baldur Helgi Benjamínsson F
Elsa Sigmundsdóttir K


Skipulagsnefnd
Aðalmenn:
Anna Guðmundsdóttir F
Linda Margrét Sigurðardóttir F
Hákon Bjarki Harðarson F
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K
Benjamín Örn Davíðsson K

Varamenn:
Dagný Linda Kristjánsdóttir F
Reynir Sverrir Sverrisson F
Hermann Ingi Gunnarsson F
Guðmundur Óskarsson K
Fjóla Kim Björnsdóttir K


Fjallskilanefnd
Aðalmenn:
Birgir H. Arason F
Hákon Bjarki Harðarson F
Guðmundur Óskarsson K

Varamenn:
Guðný Jóhannesdóttir F
Tryggvi Jóhannsson F
Svanhildur Ketilsdóttir K

Framkvæmdaráð
Aðalmenn:
Hermann Ingi Gunnarsson F
Kjartan Sigurðsson F
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K

Varamenn:
Linda Margrét Sigurðardóttir F
Berglind Kristinsdóttir F
Sigurður Ingi Friðleifsson K

7. 2205008 - Hrafnagilsskóli - Beiðni um trjáreit vegna umsóknar í Yrkjusjóð
Umsókn frá Hrafnagilsskóla um reit til að planta í trjám. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir hentugan stað nyrst og vestast í landi sveitarfélagsins ofan Hrafnagilshverfis.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og heimilar skólanum afnot af land í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

8. 2205016 - Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar
Samþykkt er samhljóða að fastur fundartími sveitarstjórnar verði annan hvern fimmtudag kl. 08:00 Áætlað er að síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarleyfi verði 10. júní. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að loknu sumarleyfi verður 11. ágúst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10

Getum við bætt efni síðunnar?