Sveitarstjórn

589. fundur 10. júní 2022 kl. 08:00 - 08:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2206001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Fundargerð 369. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
1. erindi, sendandi Benedikt H. Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir
Athugasemd a) sendandi gerir athugasemd við að í auglýstri deiliskipulagstillögu sé gert ráð fyrir að sameina lóðirnar Sveinsbæ, Sveinsbæ II og Sveinsbæ III í eina lóð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útfæra lóðarmörk Sveinsbæjarlóðanna í samráði við eigendur, enda samræmist útfærslan kröfum um skráningu landeigna í lögum um skráningu og mat fasteinga nr. 6/2001.
Afgreiðsla b) sendandi óskar eftir skriflegum útskýringum á vinnuferlum við gerð skipulagstillögunnar varðandi lóðamál Sveinsbæjarlóðanna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara sendanda varðandi þetta atriði.
2. erindi, sendandi Minjastofnun.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við að ekki skuli liggja fyrir deiliskráning fornminja á skipulgsssvæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að deiliskráning fornminjna hafi farið fram og nú standi yfir frágangur á skráningarskýrslu, sem send verður Minjastofnun í nánustu framtíð.
3. erindi, sendandi Ólafur Geir Vagnsson og Berghildur Ása Ólafsdóttir
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við afmörkun landeignarinnar Kroppur land (L152700) eins og hún er sýnd á vefsjá landeigna (geo.skra.is), og telur að afmörkunin samræmist ekki þinglýstum gögnum er spilduna varða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að afmörkun landeignarinnar er í raun ekki skilmáli eða ákvæði sem sett er í skipulagstillögunni heldur eru landamerkin sem sýnd eru á skipulagsuppdrættinum tekin úr vefsjá fasteigna og aðeins sýnd til skýringar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla álits lögmanns á því hvernig túlka beri afsöl sem liggja til grundvallar afmörkun lóðarinnar og bregðast við álitinu á viðeigandi hátt.
Athugasemd b) Sendandi upplýsir að í vinnslu sé tillaga að nýju skipulagi fyrir lóðina Kropppur land (L152700) sem miðast við að fallið verði alfarið frá núverandi skipulagi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur jákvætt í hugmyndir sem sendandi hefur komið á framfæri fyrr í skipulgsferlinu þar að lútandi að á lóðinni verði skipulagt eitt einbýlishús og húsnæði sem tengist ræktunarstarfsemi. Tillaga þar að lútandi verður tekin til afgreiðslu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga þegar hún berst, en fram til þess mun skipulag spildunnar haldast eins og fram kemur á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd c) Sendandi gerir athugasemd við þá breytingu á heimreið Hlébergs að sameina hana heimreið að Íslandsbænum og leggst gegn því. Þar sem að Íslandsbærinn er ferðaþjónustustaður gæti orðið ónæði af umferð þar. Umferð um heimreið Hlébergs er lítil og mjög hægfara og ætti ekki að skapa neina hættu fyrir umferð á göngustíg.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að ef heimreiðar að Íslandsbænum og að Hlébergi væru aðskildar myndi það þýða að um 20 metrar væri milli vegtenginga við göngu- og hjólastíginn og við götuna. Það felst bæði áhætta og óþægindi í því fyrir vegfarendur að hafa vegtengingar svo nærri hver annarri. Það að fækka vegtengingum með að sameina heimreiðar eins og kostur er stuðlar því að auknu umferðaröryggi og telur nefndin eðlilegt að hönnun gatnakerfisins miðist við það fremur en þau sjónarmið sem sendandi teflir fram. Skipulagsnefnd telur ekki tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu við svo búið.
Athugasemd d) Sendandi leggst gegn því að gert sé ráð fyrir göngustíg um land sitt frá enda Sunnutraðar að göngu- og hjólastíg meðfram Eyjafjarðarbraut.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að göngustígur milli enda Sunnutraðar og göngu- og hjólastígs meðfram Eyjafjarðarbraut sé felldur út.
Athugsemd e) Sendandi leggur fram gögn um rétt eignamörk milli Hlébergs og Þrastalundar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppdráttur deiliskipulags sé lagfærður í samræmi við gögn sem sem sendandi hefur lagt fram.
4. erindi, sendandi Hreiðar Bjarni Hreiðarsson og Heiðdís Pétursdóttir
Athugsemd a) Sendandi gerir athugasemd við og leggst gegn þeirri breytingu á skipulagi sem varð án hans vitundar sem er breyting á skilgreiningu lóðar sem Dalborg stendur á, úr verslun/þjónustu í iðnaðarlóð. Að mati sendanda á stök iðnaðarlóð ekki heima umkringd íbúðarbyggð og teljum að menn geri sér ekki fullkomlega grein fyrir hvað þarna sé verið að gera til framtíðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landnotkunarflokki lóðarinnar Dalborgar verði breytt úr athafnasvæði í verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagstillögunni, enda getur starfsemi björgunarsveitarinnar Dalbjargar, sem þar fer fram, allt eins vel flokkast sem þjónustustarfsemi eins og athafnastarfsemi. Þessi breyting var rædd við fulltrúa eiganda Dalborgar og hann gerði ekki athugasemd.
Athugsemd b) Einnig gerir sendandi athugasemd við stækkun á byggingareit á lóð merkt Dalborg á skipulagi, þetta hefur ekki sést áður og engar tilraunir gerðar til að kynna þessi áform fyrir eigendum og ábúendum aðliggjandi lóða. Sendandi bendir á að 1200 m2 hús kallar á að öllu jöfnu á verulega hæð (8-10 m) sem hafa veruleg áhrif á möguleika á annari uppbyggingu á aðliggjandi lóðum, einnig telur sendandi að ef þessi áform ganga eftir komi það til með að skerða mjög það útsýni sem nú er ásamt því að hafa áhrif á verðgildi aðliggjandi eigna og lóða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarreitur á lóðinni Dalborg sé felldur út af deiliskipulagstillögunni.
5. erindi, sendandi Gestur Páll Júlíusson og Sunna Björk Hreiðarsdóttir
Athugasemd a) Gerum við athugasemd og leggjumst gegn þeirri breytingu á skipulagi sem varð án okkar vitundar sem er breyting á skilgreiningu lóðar sem Dalborg stendur á, úr verslun/þjónustu í iðnaðarlóð. Að okkar mati á stök iðnaðarlóð ekki heima umkringd íbúðarbyggð og teljum að menn geri sér ekki fullkomlega grein fyrir hvað þarna sé verið að gera til framtíðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landnotkunarflokki lóðarinnar Dalborgar verði breytt úr athafnasvæði í verslunar og þjónustusvæði, sbr. afgreiðslu á athugasem 4 a.
Athugasemd b) Einnig gerum við athugasemd á ný framkominni stækkun á byggingareit á lóð merkt Dalborg á skipulagi, þetta hefur ekki sést áður og engar tilraunir gerðar til að kynna þessi áform fyrir eigendum og ábúendum aðliggjandi lóða. Við viljum benda á að 1200 m
2 hús kallar á að öllu jöfnu á verulega hæð (8-10 m) sem hafa veruleg áhrif á möguleika á annari uppbyggingu á aðliggjandi lóðum, einnig teljum við að ef þessi áform ganga eftir komi það til með að skerða mjög það útsýni sem nú er ásamt því að hafa áhrif á verðgildi aðliggjandi eigna og lóða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarreitur á lóðinni Dalborg verði felldúr út af deiliskipulagstillögunni, sbr. afgreiðslu á athugasemd 4 b.
Athugasemd c) Einnig gagnrýnir sendandi skipulagsnefnd/sveitastórn, að ekki sé haft samráð við landeigendur eða eigendur beint þegar verið sé að gera breytingar sem liggja nærri þeim.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að mjög ítarlegt samráð hafi farið fram vegna gerðar aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi. Nefndin bendir ennfremur á að breyting á landnotkunarflokki lóðarinnar Dalborgar, sem vísað er tíl í erindi sendanda, átti sér stað 2017 en mun nú ganga til baka skv. afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum þar að lútandi.
6. erindi, sendandi Hreiðar Bjarni Hreiðarsson og Heiðdís Pétursdóttir f.h. Old farm ehf.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við og leggst gegn breytingu á heimreið að Hlébergi sem er teiknuð í gegn um lóð Íslandsbæjarins. Þetta kemur illa við reksturinn vegna ljósmengunnar af umferð og þrengir einnig að öðrum möguleikum á uppbyggingu rekstrarins, og að okkar mati hægt að leysa þetta með öðrum hætti.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að ef heimreiðar að Íslandsbænum og að Hlébergi væru aðskildar myndi það þýða að um 20 metrar væri milli vegtenginga við göngu- og hjólastíginn og við götuna. Það felst bæði áhætta og óþægindi í því fyrir vegfarendur að hafa vegtengingar svo nærri hver annarri. Það að fækka vegtengingum með að sameina heimreiðar eins og kostur er stuðlar því að auknu umferðaröryggi og telur nefndin eðlilegt að hönnun gatnakerfisins miðist við það fremur en þau sjónarmið sem sendandi teflir fram. Skipulagsnefnd telur ekki tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu við svo búið.
Athugasemd b) Einnig gerir sendandi við athugasemd og leggst gegn þeirri breytingu á skipulagi sem varð án okkar vitundar sem er breyting á skilgreiningu lóðar sem Dalborg stendur á, úr verslun/þjónustu í iðnaðarlóð. Að okkar mati á stök iðnaðarlóð með þeim rekstri sem henni getur fylgt ekki heima við hlið þess rekstur sem nú fer fram í Íslandsbænum.Viljum við þó taka fram að við erum mjög sátt við núverandi rekstur sem á sér stað í húsi Dalborgar og eigum við gott samband við þá sem þar eru. Rekstur Íslandsbæjarinns er í mikilli sókn og erum við rekstraraðilar loks farin að sjá afrakstur Þeirrar miklu vinnu sem lögð var í húsið við endurgerð (uppbyggingu) ásamt markaðssetningu sem unnið hefur verið að síðustu fjögur ár.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landnotkunarflokki lóðarinnar Dalborgar verði breytt úr athafnasvæði í verslunar og þjónustusvæði, sbr. afgreiðslu á athugasem 4 a.
Athugasemd c) Þá gerum við einnig athugasemd og leggjumst gegn ný framkominni stækkun á byggingareit á lóð merkt Dalborg á skipulagi, þetta höfum við ekki séð áður og ekki verið upplýst um áform sem þessari stækkun á byggingareit tengist. Það gefur augaleiðað 1200 m2 hús kallar að öllu jöfnu á verulega hæð byggingar og þar sem nánd byggingareitsins er mikil myndi það hafa veruleg áhrif á rekstur, upplifun gesta og þar með verðmæti Íslandsbæjarinns.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarreitur á lóðinni Dalborg verði felldúr út af deiliskipulagstillögunni, sbr. afgreiðslu á athugasemd 4 b.
7. erindi, sendandi Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir f.h. Heimavallar ehf.
Athugasemd a) Í framhaldi af samskiptum við fulltrúa sveitarfélagsins um skipulagstillögurnar áréttar sendandi afstöðu sína til landamerkja milli Sveinsbæjarlóðanna og Kropps.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útfæra lóðarmörk Sveinsbæjarlóðanna í samráði við eigendur, enda samræmist útfærslan kröfum um skráningu landeigna í lögum um skráningu og mat fasteinga nr. 6/2001.
8. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Efnistökusvæði E24A er fellt út skv. tillögunni. Umrætt efnistökusvæði er utan við nýja Eyjafjarðarbraut vestri og notað í þær framkvæmdir. Þótt ekki sé í raun gert ráð fyrir skipulagðri efnistöku þar í framtíðinni má búast við því að efni safnist upp á þessu svæði sem gæti valdið rofi á eystri bakka Eyjafjarðarár með tímanum. Því má gera ráð fyrir að taka þurfi þar efni af og til í þeim tilgangi að víkka farveg og verja eystri bakka rofi. Vegagerðin telur réttara að breyta skilgreiningu á efnistökusvæðinu á þann veg að hægt sé að taka efni í þessum tilgangi án þess að fara þurfi í breytingu á skipulagi vegna þessa. Ef efnistökusvæði er fellt út núna gæti það haft áhrif á framkvæmdir við Eyjafjarðarbraut vestri.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að efnistökusvæði E24A sé fært aftur inn í aðalskipulagstillöguna með viðeigandi fyrirvara um samráð við Vegagerðina áður en efnistaka á svæðinu fer fram.
Athugsemd b) Bílastæði nyrst á skipulagi þarf að vera utan öryggissvæðis vegar (gata A).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðsetningu/lögun bílastæðis við aðkomuleið að Ölduhverfi sé breytt á viðeigandi hátt með hliðsjón af athugasemd sendanda.
Athugasemd c) Skoða þarf hvort þörf er á miðeyju á gönguleið yfir nýja tengingu inn í Hrafnagilshverfi (gata D).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að miðjueyju sé bætt við við gönguleið yfir götu D skv. athugasemd sendanda.
9. erindi, sendandi Norðurorka
Athugasemd a) Sendandi bendir á að aðveituæðar hita- og vatmsveitu að norðurhluta þéttbýlisins anni ekki þeirri eftirspurn sem byggingaráform þar kalla. Því þurfi að leggja sverari lagnir um hverfið og eðlilegast sé að þær liggi meðfram aðalgötu hverfisins. Því þurfi að gera ráð fyrir helgunarsvæði fyrir lagnirnar í skipulaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar séu raf-, vatns- og fjarskiptalagnir á vegum Rarik, Norðurorku og Tengis báðu megin við Eyjafjarðarbraut og því geti reynst örðugt að fjölga þar lögnum. Auk þess gerir skipulagstillagan ráð fyrir að byggt verði eins nálægt gömlu Eyjafjarðarbraut og unnt er og er það veigamikill þáttur í að búa til vistlega götumynd í hverfinu. Að þessu leyti væri heppilegra að nýjar aðveituæðar lægju annarsstaðar en meðfram gömlu Eyjafjarðarbraut, t.d. meðfram nýju Eyjafjarðarbrautinni sem lögð verður á næstu misserum.
Athugasemd b) Varðandi efsta hluta ÍB8 eða Ölduhverfis er mjög líklegt að byggja þurfi dælustöð fyrir efstu húsin í því hverfi sökum þess hve hátt þau standa og sama á við um dælustöð fyrir íbúðarlóðir í landi Grísarár,sem ná upp í 100 m hæð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Hvorki Ölduhverfi né byggð ofan Grísarár eru hluti af auglýstri skipulagstillögu og því gefur athugasemd sendanda ekki tilefni til breytingar á tillögunni.
10. erindi, sendandi Hreiðar Bjarni Hreiðarsson og Sindri Björn Hreiðarsson f.h. B. Hreiðarsson ehf.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við og leggjumst gegn deiluskipulagi Eyjafjarðarsveitar í landi Grísarár án undangengina samninga við landeigendur, á vegstæði og landi austan þess.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á umræddu landi gegni lykilhlutverki í deiliskipulaginu sem hér um ræðir. Annarsvegar sé um að ræða staðbundna hliðrun Eyjafjarðarbrautar á um 100 m kafla við gatnamót nýrrar vegtengingar Hrafnagilshverfis, en þessi ráðstöfun er nauðsynleg til að beina umferð úr hverfinu að hinni nýju vegtengingu fremur en að tengingu í norðurhluta hverfisins. Á þann hátt léttir á umferð í norðurhluta hverfisins auk þess sem vænta má þess að almennt dragi úr hraðakstri bíla á gömlu Eyjafjarðarbraut vegna uppbrots sem kemur í veginn, og stuðlar að það auknu umferðaröryggi. Hinsvegar er um að ræða fimm einbýlishúsalóðir við götu C sem skarast að hluta við landeign sendanda þannig að u.þ.b. fimmti hluti hverrar lóðar er á landeign sendanda. Skipulag nýrra íbúðarhúsalóða er eitt meginmarkið deiliskipulagsins en á þann hátt er stuðlað að því að þéttbýlið geti haldið áfram að vaxa í samræmi við markmið sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd telur því að báðar framkvæmdirnar sem athugasemd sendanda lúti að, þ.e. staðbundin hliðrun Eyjafjarðarbrautar og íbúðarlóðirnar sem skarast að hluta við land sendanda, teljist vera ríkir almannahagsmunir. Meðan á vinnslu skipulagsins hefur staðið hafa fulltrúar sveitarstjórnar fundað með sendanda um m.a. atriðið sem hér um ræðir og mun áfram vera unnið að samningum varðandi málið. Með hliðsjón af ofangreindu, og því að ekki sé rökstutt eða verði séð af athugasemd sendanda að af tillögunni hljótist tjón eða skerðing á hagnýtingarmöguleikum sendanda á svæðinu sem um ræðir, telur skipulagsnefnd ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
11. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að innan skipulagssvæðisins séu fossar sem njóta verndar skv. náttúruverndarlögum og telur að í skipulagstillögunni ætti að vera umfjöllun um fossana á þeim forsendum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að bæta umfjöllun um lögvernd fossa á skipulagssvæðinu og viðeigandi skilmálum þar að lútandi við greinargerð skipualagstillögunnar.
Athugasemd b) Sendandi bendir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi að ám og vötnum og mikilvægi þess að það sé nægt rými meðfram ánum á skipulagssvæðinu svo að útivistargildi skerðist ekk.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að skipulagðir séu útivistarstígar meðfram Reyká sem tryggja ætti gott aðgengi almennings að ánni. Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að samkvæmt 62. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd segir að við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skal leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að vegna mikilla vatnavaxta í ánni hafi lítill eða enginn bakkagróður þrifist þeim kafla þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum. Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd d) Sendandi vísar til vatnaáætlunar Íslands sem miðar að vernd alls vatns og vistkerfa þeirra og bendir á að Eyjafjarðará hafi verið efst á lista yfir vatnshlot sem líklegust eru til að verða fyrir áhrifum af landbúnaði í úttekt Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands árið 2019. Sendandi telur brýnt að auka ekki frekar það álag sem á ánni er á meðan ástand vatnshlotsins er ekki þekkt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að athugasemd sendanda varði ekki efnistök skipulagstillögunnar sem hér um ræðir, enda er ekki gert ráð fyrir neinum landbúnaði á skipulagssvæðinu.
Athugasemd e) Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjallað sé um hver staða fráveitumála er í Hrafnagilshverfi, þar sem komi fram magn og umfang fráveitu, eðli hreinsivirkja, hver stefna sveitarfélagsins sé varðandi endurbætur og hver tímarammi þeirra endurbóta sé. Erfitt er að gefa umsögn um málaflokkinn þegar upplýsingar skortir. Auk þess ætti að koma fram hver viðtaki skólps er og ástand hans.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kafli um fráveitu (2.12.2) í greinargerð deiliskipulags verði fullgerður og að þar verði áréttað að ný tveggja þrepa hreinsistöð með blæstri hafi verið komið upp við Hrafnagilshverfi og muni hún anna allri uppbyggingu innan hverfisins skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu. Ennfremur skuli rotþrær sem enn eru í notkun innan skipulagssvæðisins vera merktar inn á deiliskipulagsuppdrátt.
Athugasemd f) Sendandi vekur einnig athygli á því að mikilvægt er að gæta þess að atvinnurekstur setji upp hreinsun við eigin rekstur eftir því sem við á (t.d. rekstur sem losar mengandi fráveituvatn eða fitu) sem getur skaðað viðtaka skólpsins og hreinsivirki sveitarfélagsins og aukið kostnað þess (sbr. 25 og 26 gr. reglugerðar um fráveitur og skólp og viðkomandi starfsleyfi).
Afgreiðsla skipulagsnefdar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðeigandi ákvæði um fráveitu frá mengandi starfsemi verði bætt við kafla um fráveitu í greinargerð deiliskipulagsins.
Athugasemd g) Sendandi telur æskilegt að loft og hljóðmengun frá umferð á Eyjafjarðarbraut sé metin, að fjallað sé um fjölda bíla á Eyjafjarðarbraut og að fram komi í greinargerð að ákvæði reglugerðar um hávaða séu uppfyllt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasend h) Umhverfisstofnun telur æskilegt að unnið sé dreifilíkan sem sýnir ársmeðaltal mengunarefna á fyrirhuguðum íbúðarsvæðum í nágrenni vegarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu.

Í kjölfar funda með landeigendum sem fram fóru í febrúar og maí 2022 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar séu gerðar á auglýstum skipulagstillögum:
i) Mörkum opins svæðis við Snjókabrekku (OP4) sé hliðrað lítillega umhverfis karftöflugeymslu við Grísará 1 þannig að svigrúm sé til að gera geymsluna upp og nýta hana á einhvern hátt.
ii) Í greinargerð deiliskipulagstillögu sé bætt við texta þess efnis að landeiganda sé heimil umferð á vélknúnum farartækjum um útivistarstíga ofan byggðar í landi Grísarár.
iii) Í greinargerð aðalskipulagstillögu komi fram að gert sé ráð fyrir að vegtenging nýrrar íbúðarbyggðar í landi Grísarár tengist götukerfi sveitarfélagsins við efstu götuna í Ölduhverfi og liggi að hluta um opið svæði OP4.
iv) Að mörk nýs íbúðarsvæðis í landi Grísarár ofan opins svæðis OP4 verði til norðurs og suðurs aðlöguð að eignamörkum jarðarinnar Grísarár.
v) Að mörk athafnasvæðis á gróðurstöðvarlóð og íbúðarsvæðis í Sléttu séu dregin þannig að þau liggi 2 norðan við gróðurhúsið, en ekki gegnum gróðurhúsið eins og sýnt er í auglýstri skipualgstillögu.

Skipulagsnefnd leggur einnig að eigin frumkvæði til við sveitarstjórn að eftirtaldar breytingar verði gerðar á auglýstri skipulagstillögu:
vi) Kvöð verði sett á lóðina gata D 1 varðandi fráveitulögn úr Reykárhverfi 2, en að fráveitu frá hverfinu verði tengt við nýja götu á Grísará 4 (gata C) þegar hún verður byggð.
vii) Staðsetningu gangbrautar yfir götu D austan við Sunnutröð 10 hliðrast sunnar vegna nálægðar við gatnamót.
viii) Bílastæði og aðkomuleið að Skólatröð 13 breytt til hagræðis fyrir íbúa hússins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri aðal- og deiliskipualgstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1a, 3d, 3e, 4a, 4b, 5a, 5b, 6b, 6c, 7a, 8a, 8b, 8c, 11a, 11e, 11f, auk athugasemda í kjölfar landeigendafunda og eigin athugasemda skipulagsnefndar, og að svo breyttar skipulagstillögur séu samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á liðum 1 til 11.

Sveitarstjórn samþykkir einnig samhljóða að eftirfarandi breytingar séu gerðar á auglýstum skipulagstillögum. Breytingarnar sem koma fram eftir fundi með landeigendum sem fram fóru í febrúar og maí 2022:
i) Mörkum opins svæðis við Snjókabrekku (OP4) sé hliðrað lítillega umhverfis karftöflugeymslu við Grísará 1 þannig að svigrúm sé til að gera geymsluna upp og nýta hana á einhvern hátt.
ii) Í greinargerð deiliskipulagstillögu sé bætt við texta þess efnis að landeiganda sé heimil umferð á vélknúnum farartækjum um útivistarstíga ofan byggðar í landi Grísarár.
iii) Í greinargerð aðalskipulagstillögu komi fram að gert sé ráð fyrir að vegtenging nýrrar íbúðarbyggðar í landi Grísarár tengist götukerfi sveitarfélagsins við efstu götuna í Ölduhverfi og liggi að hluta um opið svæði OP4.
iv) Að mörk nýs íbúðarsvæðis í landi Grísarár ofan opins svæðis OP4 verði til norðurs og suðurs aðlöguð að eignamörkum jarðarinnar Grísarár.
v) Að mörk athafnasvæðis á gróðurstöðvarlóð og íbúðarsvæðis í Sléttu séu dregin þannig að þau liggi norðan við gróðurhúsið, en ekki gegnum gróðurhúsið eins og sýnt er í auglýstri skipualgstillögu.

Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að eftirtaldar breytingar verði gerðar á auglýstri skipulagstillögu:
vi) Kvöð verði sett á lóðina gata D 1 varðandi fráveitulögn úr Reykárhverfi 2, en að fráveitu frá hverfinu verði tengt við nýja götu á Grísará 4 (gata C) þegar hún verður byggð.
vii) Staðsetningu gangbrautar yfir götu D austan við Sunnutröð 10 hliðrast sunnar vegna nálægðar við gatnamót.
viii) Bílastæði og aðkomuleið að Skólatröð 13 breytt til hagræðis fyrir íbúa hússins og til aukningar á bílastæðum m.a. fyrir gesti íþróttamiðstöðvar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýstri aðal- og deiliskipualgstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1a, 3d, 3e, 4a, 4b, 5a, 5b, 6b, 6c, 7a, 8a, 8b, 8c, 11a, 11e, 11f, auk athugasemda í kjölfar landeigendafunda og eigin athugasemda skipulagsnefndar, og að svo breyttar skipulagstillögur séu samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


1.2 2204002 - Kotra - 3. áfangi deiliskipulags 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
1. erindi, sendandi Umhverfisstofnun.
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta skipulagstillögu.
2. erindi, sendandi Minjastofnun.
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta skipualgstillögu.
3. erindi, sendandi Þórarinn Gunnarsson f.h. Neriga ehf.
Athugasemd a) sendandi gerir kröfu um að trjá-gróðurbelti meðfram lóðarmörkum Hafdals hótel að austan sé teiknað inn á skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gróðurbelti sér fært inn á skipulagsuppdrátt skv. athugasemd sendanda.
4. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sendandi telur að íbúðarsvæðið í landi Kotru sé þéttbýli og því muni héraðsvegur inn í hverfið enda við fyrstu þvertengingu ef til þess kemur að aðkomuleiðin verði tekin inn á vegaskrá.
Afgreiðsla skipulagsenefndar: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrrgreint mat sendanda en bendir á að íbúðarsvæðið í Kotru verði ekki skilgreint sem þéttbýli í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Athugasemd b) Ljúka þarf færslu tengingar hótels inn á veg að Kotru samkvæmt skipulagi. Tvær tengingar við Veigastaðaveg með svo stuttu millibilii eins og er í dag uppfyllir ekki veghönnunarreglur og hafa neikvæð áhrif á umferðaröryggi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd c) Á tillögunni er sýnd tenging að einni lóð frá Veigastaðavegi (828). Æskilegra er að tengja hana við hverfið til að fjölga ekki tengingum við Veigastaðaveg. Ef tenging verður á þeim stað sem sýndur er á korti þarf að gera grein fyrir því hvort sjónlengdir séu uppfylltar og að tenging uppfylli aðrar kröfur er varða horn tengingar og halla næst Veigastaðavegi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að vegtenging lóðar nr. 25 sé í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag sem gildi tók sumarið 2021, enda lágu við gildistöku þess fyrir upplýsingar um sjónlengdir við vegtenginguna sem Vegagerðin hafði samþykkt.
Athugasemd d) Verið er að vinna í gerð skipulags fyrir næstu jörð sunnan við Kotru, Eyrarland. Skoða mætti hvort samnýta megi tengingu við reit 25 og nýtt hverfi í Eyrarlandi. Sé tenging ekki samnýtt getur nýtt hverfi í Eyrarlandi ekki tengst við Veigastaðaveg.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd e) Þar sem verið er að skipuleggja nýja byggð í nágrenni við núverandi veg mun Vegagerðin ekki taka þátt í kostnaði við mögulegar hljóðvarnir síðar meir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd f) Ekki sést á uppdrætti hvaða svæði tilheyrir áfanga 3.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að áfangaskipting íbúðarsvæðis í landi Kotru komi fram á mynd 4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.
Athugasemd g) Bent er á að leyfi Vegagerðarinnar þarf fyrir tengingum við þjóðvegi, öll mannvirki og framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis. Á það líka við þótt tengingar eða mannvirki séu sýnd á skipulagsuppdrætti.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 3a og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á 1. til 4 lið. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 3a og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1.3 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
1. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sé ætlunin að óska eftir því að vegur verði tekinn inn á vegaskrá þarf hann að uppfylla veghönnunarreglur. Bent er á að vegur/vegslóði að reitum fyrir íbúðarhús ofan hótels uppfyllir ekki veghönnunarreglur og er því settur fyrirvari um að sá hluti geti farið á vegaskrá síðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sýna þarf veghelgunarsvæði á uppdrætti skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veghelgurnarsvæði sé fært inn á skipulagsuppdrátt í samræmi við athugasemd sendanda.

2. erindi, sendandi Aðalsteinn Stefnisson.
Athugasemd a) Sendandi óskar eftir því að í endanlegri útfærslu á deiliskipulagi verði ekki gert ráð fyrir gerð og rekstur tjaldsvæðis á skipulagssvæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tjaldsvæðið verði fellt úr deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 1b og 2a og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar á 1. og 2. lið.

Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 1b og 2a og að svo breytt
skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1.5 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.6 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.7 2205006 - Syðri-Varðgjá ehf. - Umsókn um breytingar á aðalskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.8 2205010 - Víðigerði - Afmörkun vatnsbóls 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.9 2205012 - Öngulsstaðir 3 - lóð fyrir verkfæraskúr

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.10 2206002 - Brúarland - fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.11 2206003 - Torfufell - breyting minkahúss í frístundahús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 369
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
2. 2205002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 909
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3. 2205011 - Norðurorka - Fundargerð 274. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
4. 2205004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Landsþing 28.-30. sept. 2022
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. 2205021 - Freyr Ragnarsson - Umsókn um leyfi til búfjárhalds
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

6. 2205017 - Ráðning sveitarstjóra
Drög að ráðningarsamningi við Finn Yngva Kristinsson sveitarstjóra lögð fram. Fyriliggjandi drög eru samþykkt samhljóða og oddvita falið að undirrita samninginn.

7. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Eftirfarandi skipan í nefndir samþykktar samhljóða:

Skólanefnd
Aðalmenn:
Anna Guðmundsdóttir F
Bjarki Ármann Oddsson F
Hafdís Inga Haraldsdóttir F
Sóley Kjerúlf Svansdóttir K
Guðmundur Óskarsson K

Varamenn:
Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir F
Hulda Björk Snæbjarnardóttir F
Baldur Helgi Benjamínsson F
Þórir Níelsson K
Stefanía Árdís Árnadóttir K


Lýðheilsunefnd
Menningarmálanefnd
Félagsmálanefnd

Aðalmenn:
Berglind Kristinsdóttir F
Halldór Sigurður Guðmundsson F
Rósa Húnadóttir F
Jónas Vigfússon K
Margrét Árnadóttir K

Varamenn:
Sigurður Eiríksson F
Halldóra Magnúsdóttir F
Arnbjörg Jóhannsdóttir F
Sunna Axelsdóttir K
Hafþór Magni Sólmundsson K


Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Umhverfisnefnd (umferðarmál og nýsköpun)

Aðalmenn:
Kjartan Sigurðsson F
Susanne Lintermann F
Gunnar Smári Ármannsson F
Aðalsteinn Hallgrímsson K
Kristín Hermannsdóttir K

Varamenn:
Inga Vala Gísladóttir F
Karl Jónsson F
Sara Elísabet Arnbro F
Eiður Jónsson K
Sigurður Ingi Friðleifsson K

Skólanefd TE
Aðalmaður:
Hafdís Inga Haraldsdóttir F
Varamaður:
Sonja Magnúsdóttir K

SSNE
Aðalmenn:
Hermann Ingi Gunnarsson F
Linda Margrét Sigurðardóttir F
Sigríður Bjarnadóttir K
Varamenn:
Kjartan Sigurðsson F
Berglind Kristinsdóttir F
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K

Svæðisskipulagsnefnd
Aðalmaður:
Hermann Ingi Gunnarsson F
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K
Varamaður:
Linda Margrét Sigurðardóttir F
Sigurður Ingi Friðleifsson K

Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Aðalmaður:
Hermann Ingi Gunnarsson F
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K

Varamaður:
Linda Margrét Sigurðardóttir F
Sigurður Ingi Friðleifsson K


Almannavarnarnefnd Norðurlands Eystra
Aðalmaður:
Finnur Yngvi Kristinsson
Varamaður:
Hermann Ingi Gunnarsson

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:45

Getum við bætt efni síðunnar?