Sveitarstjórn

590. fundur 16. júní 2022 kl. 08:00 - 08:55 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2206003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Fundargerð 370.fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2206004 - Sýslumaðurinn á Norðurl.eystra - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II - G íbúðir

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við svetiarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

1.2 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd áréttar fyrri athugasemd um að gert sé ráð fyrir gönguleið til norðurs yfir í Brúnahlíð í skipulagstillögunni, auk þess sem gera þarf ráð fyrir plássi fyrir göngu/hjólaleið austan Knarrarbergsvegar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnedndar og að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1.3 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar og áréttar að samráð skuli haft við alla landeigendur sem hlutdeild eiga að íbúðarsvæði ÍB14 vegna ráðstöfunar byggingarheimilda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

1.4 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögunnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og er skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögunnar.

1.5 2205006 - Syðri-Varðgjá ehf. - Umsókn um breytingar á aðalskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd telur að marka þurfi heildstæða stefnu varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hlíðum Vaðlaheiðar áður en til aðalskipulagsbreytinga komi og telur æskilegt að vinna við þá stefnumótun hefjist haustið 2022. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins við svo búið.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

1.6 2205010 - Víðigerði - Afmörkun vatnsbóls 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

1.7 2205012 - Öngulsstaðir 3 - lóð fyrir verkfæraskúr

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé gagnkvæmri kvöð vegna aðkomu- og lagnaréttinda þinglýst á umrædda lóð og Öngulsstaði 5.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda sé gagnkvæm kvöð vegna aðkomu- og lagnaréttinda þinglýst á umrædda lóð og Öngulsstaði 5.

1.8 2206002 - Brúarland - fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað, enda samræmast ekki áformin ákvæðum aðalskipulags um að 150 m skuli vera milli íbúðar- og frístundasvæða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu enda samræmast áformin ekki ákvæðum aðalskipulags um að 150m skuli vera milli íbúðar- og frístundasvæða.

1.9 2206003 - Torfufell - breyting minkahúss í frístundahús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

1.10 2206010 - Bringa - efnistaka af efnistökusvæði E10 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd bendir á að efnistaka innan 100 m frá árbakka er háð leyfi Fiskistofu skv. lögum um lax- og silungsveiði 61/2006 og skal slíkt leyfi liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.11 2206009 - Leifsstaðir land L152711 - nýskráning lóða vegna makaskipta

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

1.12 2206008 - Birkitröð - nýskráning lóðar vegna makaskipta

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 370
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
2. 2206007 - Norðurorka - Fundargerð 275. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
3. 2206011 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - fyrri umræða
Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar tekin til fyrri umræðu.
Fyrirliggjandi drög eru samþykkt og er þeim vísað til síðari umræðu sem áætluð er 11. ágúst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

Getum við bætt efni síðunnar?