Sveitarstjórn

591. fundur 11. ágúst 2022 kl. 08:00 - 09:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2207001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 43
Fundargerð 43. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2207005 - Fjallskil 2022

Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 43
Nefndin fór yfir gangnadaga sem verða eftirfarandi haustið 2022.
1. fjárgöngur verða 1. til 4. september.
2. fjárgöngur verða 16. til 18. september.

Hrossasmölun verður 30.september og stóðréttir 1.október árið 2022.

Árið 2023 verður hrossasmölum 6.október og stóðréttir 7.október.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.2 2110008 - Páll Ingvarsson - Varðandi smölun sauðfjár í Eyjafjarðarsveit og Glerárdal

Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 43
Fjallskilanefnd fer yfir innkomið erindi frá Páli Ingvarssyni varðandi smölun í Glerárdal. Fjallskilanefnd mun upplýsa Akureyrarbæ um gangnadaga í sveitarfélaginu og fyrirhugaður er fundur með Akureyrarbæ vegna fjallskilamála.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2208002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 371
Fundargerð 371. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 371
Við umfjöllun nefndarinnar komu fram athugasemdir varðandi fyrirliggjandi skipulagstillögu sem bregðast þarf við áður en kynningar- og auglýsingarferli fer fram. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 371
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á fundi milli Norðurorku og fulltrúa sveitarfélagsins um erindið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.

2.3 2208001 - Bakkatröð 26-30 - ósk um deiliskipulagsbreytingu

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 371
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grendarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

2.4 2208002 - Víðigerði - skráning lóðarinnar Stekkjarhóls

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 371
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Benjmín Örn DAvídsson vék af fundinum við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
3. 2207002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 910
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. 2207003 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 911
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 2207006 - Fundargerð 224. fundar heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 2207007 - Fundargerð 225. fundar heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 2206012 - SSNE - Fundargerð 38. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
8. 2205019 - Svæðisskipulagsnefnd fundargerð 9. fundar og starfsreglur
Fundargerðin ásamt starfsreglum er lögð fram og samþykkt samhljóða.

9. 2208004 - Erindisbréf Menningar-, lýðheilsu- og félagsmálanefnd - drög
Erindisbréf er lagt fram. Afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar hjá nefndinni.

10. 2208003 - Erindisbréf atvinnu- og umhverfisnefnd
Erindisbréf er lagt fram. Afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar hjá nefndinni.

11. 2206011 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - síðari umræða
Síðari umræða um samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða. Jafnframt er samþykkt að fara í endurskoðun á hlutverki framkvæmdaráðs eins og það er nú skilgreint i samþykktum um stjórn sveitarfélagsins.

12. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Samþykktar hafa verið breytingar á skipan í nefndir þannig að menningar- lýðheilsu og félagsmálanefnd hafa verið sameinaðar og verður velferðar- og menningarnefnd svo og umhverfisnefnd, landbúnaðar- og atvinnumálanefnd sameinaðar með umferðarmálum og verður atvinnu- og umhverfisnefnd. Nefndirnar verða 7 manna í stað 5 manna. Eftirfarandi skipan í nefndir er samþykkt samhljóða:

Velferðar- og menningarnefnd

Aðalmenn:
Berglind Kristinsdóttir F
Halldór Sigurður Guðmundsson F
Rósa Húnadóttir F
Jónas Vigfússon K
Margrét Árnadóttir K
Sunna Axelsdóttir K
Sigurður Eiríksson F


Varamenn:
Halldóra Magnúsdóttir F
Arnbjörg Jóhannsdóttir F
Hafþór Magni Sólmundsson K
Sigríður Bjarnadóttir K
Helga Berglind Hrinsdóttir K


Atvinnu- og umhverfisnefnd

Aðalmenn:
Kjartan Sigurðsson F
Susanne Lintermann F
Gunnar Smári Ármannsson F
Aðalsteinn Hallgrímsson K
Kristín Hermannsdóttir K
Inga Vala Gísladóttir F
Eiður Jónsson K

Varamenn:
Karl Jónsson F
Sara Elísabet Arnbro F
Sigurður Ingi Friðleifsson K
Halla Hafbergsdóttir K
Ragnar Jónsson K

13. 2001010 - Sala fasteigna
Rætt um hugsanlegt sölufyrirkomulag Sólgarðs og Laugalandsskóla. Sveitarstjóra er falið að gera tillögu fyrir næsta fund um hvernig söluferlinu verði háttað.

14. 2208005 - Viðbygging við Skólatröð 9
Á nýju skiplagi er gert ráð fyrir vibyggingu við Skólatröð 9 út frá stigagangi við mötuneyti Hrafnagilsskóla. Sveitarstjórn ræðir hvort skynsamlegt sé að skoða hvaða möguleikar séu í boði varðandi þessa byggingu, framkvæmd hennar, eignarhald og fjármögnun.

Rætt um hugsanlega viðbyggingu við Skólatröð 9, þar sem yrðu íbúðir fyrir eldriborgara. Sveitarstjóra er falið að skoða hvaða möguleikar séu í boði hvað varðar eignarhald og fjármögnun. Jafnframt verði farið í þarfagreiningu hvað varðar fyrirhugaðar íbúðir.

15. 2207001 - Greið leið ehf. - Aðalfundur 28.06.2022
Lagt fram til kynningar.

16. 2206017 - SSNE - Sameiginlegt verkefni í Hringrásarhagkerfi
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

17. 2206016 - Innviðaráðuneytið - Stefnumótun í þremur málaflokkum
Sveitarstjóra er falið vinna erindið og leggja drög að svörum fyrir næsta fund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

Getum við bætt efni síðunnar?