Sveitarstjórn

593. fundur 08. september 2022 kl. 08:00 - 08:55 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Fundargerð
1. 2208011F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Fundargerð 1. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Susanne Lintermann var kosin ritari nefndarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 2208014 - Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Sveitastjóri útskyrði fundargátt.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 2208003 - Erindisbréf atvinnu- og umhverfisnefnd

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Nefndin gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindisbréf.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 2208024 - Ákvörðun um fundartíma og áætlaðir fundir vetrarins

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Nefndin ákveður að fundartíminn verður 16:30 á fimmtudögum. Fundur fram að jólum verða 15.9., 27.10. og 17.11. 2022.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 2208025 - Frumkvöðlaeldhús í Eyjafjarðarsveit

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1
Aðalsteinn víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Sesselía Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Einar Örn Aðalsteinsson fyrir hönd Real Ginger mættu á fund og kynntu verkefni um stofnun og rekstur á frumkvöðlaeldhúsi í Eyjafjarðarsveit. Áframhaldandi umræðu frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2209002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Fundargerð 373. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2209009 - Kosning varaformanns

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Nefndarmenn eru einhljóma samþykktir að Linda Margrét Sigurðardóttir verði varaformaður skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Nefndarmenn samþykkja einhljóma að Sigríður Kristjánsdóttir verði ritari skipulagsnefndar Eyjafjaraðarsveitar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 2208031 - Akureyrarbær - Breyting á deiliskipulagi vegna stofnstígs meðfram Leiruvegi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarsjórn að erindið fái jákvæða umsögn en vill benda á að oft er bílum lagt meðfram veginum að norðan og að mögulega vanti því bílastæði fyrir náttúruunnendur sem vilja stoppa og njóta svæðisins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og tekur undir ábendingu skipulagsnefndar.

2.5 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd óskar eftir að tillagan sé uppfærð og fram komi leiksvæði fyrir börn í norðurhlutanum, snjósöfnunar svæði, tengingar göngustíga til suðurs og gangstéttar verði að vera báðumegin gatna nema viðkomandi gata sé skilgreind sem vistgata. Jafnframt sé nauðsynlegt að sýna í hvaða áföngum svæðið verði byggt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri tillögu sé ásamt tilheyrandi aðalskipulagstillögu vísað í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30.gr. og 4.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og að teknu tilliti til ábendinga skipulagsnefndar er tillögunni, ásamt tilheyrandi aðalskipulagstillögu vísað í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30.gr. og 4.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.6 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd lýsir yfir efasemdum um staðsetningu vinnubúðanna þar sem að uppbygging á nýrri aðkomuleið að Ölduhverfinu er ekki komin. Ekki er æskilegt að auka umferðaþunga á gatnamótum Kropps við Eyjarfjarðabraut og huga þarf að umferðaöryggi á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að skoða megi aðrar staðsetningar þar til að uppbygging að nýrri aðkomuleið að Ölduhverfi sé lokið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé frestað og sveitarstjóra verði falið að ræða við umsækjanda.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.

Afgreiðslu er frestað og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.

2.7 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Tvö erindi bárust vegna auglýsingar skipulagstillögunnar. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sé ætlunin að óska eftir því að vegur verði tekinn inn á vegaskrá þarf hann að uppfylla veghönnunarreglur. Bent er á að vegur/vegslóði að reitum fyrir íbúðarhús ofan hótels uppfyllir ekki veghönnunarreglur og er því settur fyrirvari um að sá hluti geti farið á vegaskrá síðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sýna þarf veghelgunarsvæði á uppdrætti skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veghelgurnarsvæði sé fært inn á skipulagsuppdrátt í samræmi við athugasemd sendanda.

2. erindi, sendandi Aðalsteinn Stefnisson.
Athugasemd a) Sendandi óskar eftir því að í endanlegri útfærslu á deiliskipulagi verði ekki gert ráð fyrir gerð og rekstur tjaldsvæðis á skipulagssvæðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tjaldsvæðið verði fellt úr deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd bendir á að tilheyrandi aðalskipulagsbreyting hafi verið samþykkt á 592. fundi sveitarstjórnar þann 25. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 1b og 2a og leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum vegna skipulagstillögunnar.
Erindi 1.a. og 1.b. sendandi er Vegagerðin. Athugasemd 1.a. gefur ekki tilefni til bókunar. Athugasemd 1.b. sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veghelgunarsvæði sé fært inn á skipulagsuppdrátt í samræmi við athugasemd sendanda.
Erindi 2.a. sendandi Aðalsteinn Stefnisson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tjaldsvæðið verði fellt úr deiliskipulagstillögunni.

Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða svo breytta skipulagstillögu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.8 2209003 - Reykhús 4 - aðalskipulagsbreyting

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373
Anna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
3. 2209011 - Norðurorka - Fundargerð 276. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. 2209010 - Norðurorka - Fundargerð 277. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
5. 2209004 - Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu
Sveitarstjórn samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og við undirbúning og gerð samnings sem enn er ekki fullmótaður.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:55

Getum við bætt efni síðunnar?