Dagskrá:
Fundargerð
1. 2209004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Fundargerð 374. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að málshefjendum sé gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir málshefjendum að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.3 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna um málið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd fer fram á að gerð sé grein fyrir opnu svæði til almennra nota, hjóla- og gönguleið meðfram Veigastaðavegi, brunahana, snjósöfnunarsvæði og að hreinsivirki fráveitu skuli vera lífræn skólphreinsistöð sem byggir á loftun (t.d. Demantur)með grjótsvelg eða sambærileg/betri lausn. Einnig þarf að tryggja aðgengi að Þingmannaleið / gönguleið að Skólavörðu/Vaðlaheiði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/123.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og að teknu tilliti til ábendinga skipulagsnefndar er tillögunni vísað í kynningarferli samkvæmt 1.mgr. 31.gr. og 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
1.5 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og er tillögunni vísað í auglýsingu samkvæmt 1.mgr. 31.gr. og 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.6 2110056 - Bilskirnir - deiliskipulag 2021
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagshönnuði á að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögunnar.
1.7 2209027 - Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 - íbúðarbyggð í landi Skóga í Fnjóskadal
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 374
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillögurnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem áformað er að skilgreina frístundarbyggð við Skóga í Fnjóskadal í íbúðarbyggð. Þá gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi Skóga.
2. 2208010F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Fundargerð 261. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Nefndin kýs Bjarka Ármann Oddson sem ritara.
Varamaður ritara er Sóley Kjerúlf Svansdóttir
Sett á dagskrá næsta fundar að kjósa varaformann og gera áætlun á fundartíma.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2208014 - Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Sveitastjóri kynnti virkni fundargáttar og skipulag.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Sveitastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á húsnæði leik- og grunnskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2209005 - Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Erna Káradóttir, skólastjóri fór fyrir innri matsskýrslu. Mikil ánægja með stöðu mála.
Erna Káradóttir fór einnig yfir stöðu mála í Krummakoti fyrir skólaárið 2022-2023. Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að leggja fram lausnir á að finna pláss fyrir þann fjölda sem er umfram núverandi getu leikskólans.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 2209006 - Hrafnagilsskóli - staða og horfur skólaárið 2022-2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri fer yfir stöðu starfsemi grunnskólans.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 2209008 - Hrafnagilsskóli - skólapúlsinn niðurstöður vor 2022
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri, fer yfir niðurstöður úr nemendakönnun skólapúlsins vorið 2022.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 2209007 - Hrafnagilsskóli - sjálfsmatsskýrsla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri, fer yfri sjálfsmatsskýrslu og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.8 2105032 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Í framhaldi af ytra mati sem gert var árið 2016 hefur Hrafnagilsskóli unnið að umbótum og er þeirri vinnu nú lokið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.9 1808019 - Erindisbréf - Skólanefnd
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Erindisbréf kynnt og fyrirhugað er að endurskoða það.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að endurskoða erindisbréfið í heild sinni til samræmis við ný erindisbréf nefnda sveitarfélagsins og leggja fyrir fund sveitarstjórnar þann 6.október.
2.10 2209001 - Skólaakstur að Þormóðsstöðum
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 261
Aðstæður í Sölvadal koma í veg fyrir að skólabíll geti ekið þar um stóran hluta skólaársins sem útilokar að unnt sé að tryggja því barni sem í hlut á, notanda þjónustunnar, stöðugleika og öryggi á ferðum milli skóla og heimilis að mati skólanefndar. Skólanefnd leggur áherslu á að reynt verði að finna lausn á skólaakstri í Sölvadal, sem hægt er að framkvæma við þær aðstæður sem þar eru til að mynda með því að sveitarfélagið komi til móts við kostnað foreldra við akstur barns til móts við skólabíl eða annað fyrirkomulag þannig að hagsmunir barnsins vegna skólasóknar og öryggi við framkvæmd skólaaksturs sé tryggt í hvívetna. Leggur skólanefnd til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að vinna að lausn málsins með hlutaðeigandi.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skólanefndar og hefur sveitarstjóri nú þegar unnið að málinu sem koma mun til afgreiðslu sveitarstjórnar undir 14. dagskrárlið sveitarstjórnarfundar.
3. 2208009F - Velferðar- og menningarnefnd - 2
Fundargerð 2. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2208028 - Rekstur íþróttamiðstöðvar
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar situr fundinn undir þessum lið.
Rætt um opnunartíma Íþróttamiðstöðvar og hvernig fyrirkomulagið er auglýst. Nefndin leggur til að opnunartími verði ávallt auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins sem og í auglýsingablaði sveitarfélagsins og einnig deilt á samfélagsmiðla í framhaldinu. Einnig rætt um að samræma samfélagsmiðla Íþróttamiðstöðvarinnar. Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra og forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar verði falið að vinna málið áfram.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ræddi um opnunartíma og að þeir verði endurskoðaðir við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Umræðu er frestað til næsta fundar, en þá verða lögð fram gögn.
Þá var rætt um einstaka mál sem getið er í ítarbókun fundarins. Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra og forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar verði falið málið til frekari meðferðar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
3.2 2209002 - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 2022
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar situr fundinn undir þessum lið. Gögn um Íþróttaviku Evrópu 23.-30. september lögð fram til kynningar. Rætt um skipulag sem forstöðumaður vinnur nú að því að setja upp.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni yfir dagskrá Íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit og hvetur íbúa til að nýta sér hana.
3.3 2208027 - 1.des hátíð 2022
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Berglind Kristinsdóttir kynnir umsókn Þjóðháttafélagsins Handraðans um að taka þátt í skipulagningu fullveldishátíðar þann 1. desember. Ekki bárust fleiri umsóknir eftir auglýsingu frá nefndinni.
Berglind Kristinsdóttir víkur af fundi undir ákvarðanatöku. Velferðar- og menningarnefnd samþykkir umsókn Þjóðháttafélagsins Handraðans um skipulagningu viðburðarins. Gert er ráð fyrir að dagskrá verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar. Rósa Margrét Húnadóttir verður tengiliður nefndarinnar við félagið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2208026 - Eyvindur 2022
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Formaður kynnir gang mála varðandi undirbúning skipunar ritnefndar Eyvindar. Fyrir hönd nefndarinnar verður formaður í ritnefnd, ásamt Benjamín Baldurssyni, Snæfríð Egilson og Arnbjörgu Jóhannsdóttur. Leitað verður til fleiri aðila um formlega nefndarsetu.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 2208029 - Styrkir til menningarmála 2022
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Reglur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar lagðar fram til kynningar. Nefndin felur formanni að auglýsa eftir umsóknum skv. 7. gr. reglnanna.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 2209016 - Gjaldskrá um akstursþjónustu
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Reglur og minnisblað um akstursþjónustu lögð fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.7 2208020 - Velferðar- og menningarnefnd - samstarfssamningar
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Ýmsir samstarfssamningar sveitarfélagsins lagðir fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.8 2209015 - Bjartur lífsstíll
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 2
Formaður kynnir umrætt verkefni á vegum ÍSÍ og Landssambands eldri borgara. Fyrirhugaður er fundur í sveitarfélaginu í lok mánaðar um verkefnið. Berglind, Sigurður og Jónas verða fulltrúar nefndarinnar á þeim fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerðir til kynningar
4. 2209017 - Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 6.09.22
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
5. 2209004 - Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Eyjafjarðarsveit verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Sveitarstjóra er falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi á breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.
6. 2208004 - Erindisbréf Velferðar- og menningarnefnd
Sveitarstjórn samþykkir að breyta orðalagi erindisbréfs Velferðar- og menningarnefndar er varðar kosningu varaformanns á þann veg að það sé í höndum nefndarinnar sjálfrar líkt og kosning ritara. Erindisbréfið samþykkt.
7. 2208003 - Erindisbréf atvinnu- og umhverfisnefnd
Sveitarstjórn samþykkir að breyta orðalagi erindisbréfs Atvinnu- og umhverfisnefndar er varðar kosningu varaformanns á þann veg að það sé í höndum nefndarinnar sjálfrar líkt og kosning ritara. Erindisbréfið samþykkt.
8. 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs
Sveitarstjórn tekur erindisbréf ungmennaráðs til endurskoðunar.
Að beiðni umboðsmanns barna hafði samþykktum sveitarfélagsins verið breytt svo að eingöngu ungmenni undir lögaldri geti setið í ungmennaráðinu. Erindisbréf ungmennaráðs gerði hins vegar ráð fyrir að Hrafnagilsskóli, Hjálparsveitin Dalbjörg, Hestamannafélagið Funi og Ungmennafélagið Samherjar skipi fulltrúa í ungmennaráð en þeir skuli vera undir 18 ára aldri.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta 2.grein erindisbréfsins svo hún verði svo hljóðandi:
Sveitarstjórn óskar eftir að nemendaráð Hrafnagilsskóla tilnefni samtals fimm fulltrúa og fimm til vara í ungmennaráð. Tilnefningin eigi sér stað fyrir 15. september ár hvert. Samsetning ungmennaráðs skal vera í samræmi við samsetningu nemendaráðs þar sem gæta skal að kynjahlutfalli og aldursdreifingu.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefninguna skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn Eyjafjarðarsveitar.
Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að endurskoða erindisbréfið í heild sinni til samræmis við ný erindisbréf nefnda sveitarfélagsins og leggja fyrir fund sveitarstjórnar þann 6.október.
9. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Berglindi Kristinsdóttir sem varafulltrúa í stjórn minjasafnsins.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir samhljóða að skipa Hermann Inga Gunnarsson sem aðalfulltrúa í svæðisskipulagsnefnd og Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur sem varafulltrúa.
10. 2209028 - Samstarfsnefnd um málefni Þjórsárvera
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Ingu Völu Gísladóttur og Sigurð Inga Friðleifsson í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum.
11. 2209029 - Þingmannafundur haust 2022
Sveitarstjórnarfulltrúar munu mæta á fund með þingmönnum þann 3.október næstkomandi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að útbúa og senda sveitarstjórnarfulltrúum minnisblað til undirbúnings fyrir fundinn. Áhersla sveitarfélagsins á fundinum verða samgöngumál, þjónusta í samgöngum og heilbrigðisþjónusta.
Þá óskar sveitarstjórn eftir að sameiginleg fundarboð eða aðrir mikilvægir viðburðir verði teknir á dagskrá sveitarstjórnarfunda þar sem mögulegt er að skipuleggja hverjir sæki fundina og hver áhersluatriði sveitarstjórnar á þeim verði.
12. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn samþykkir bókun fyrri sveitarstjórnar að veita allt að 10 milljónum króna til verksins ef af því verður. Oddvita og sveitarstjóra er falið að boða eigendur fasteigna á svæðinu frá Öxnafelli að Stekkjarflötum á fund, kanna þar hug þeirra og fara yfir stöðuna með sveitarstjórn ekki síðar en 3.nóvember næstkomandi.
13. 2209018 - Ákvörðun um hagagjald á Þormóðsstöðum
Sveitarstjórn hefur vísað ágreiningi landeigenda Þormóðsstaða við eigendur búfjár á nærliggjandi jörðum til Sýslumanns sem er nú með málið til meðferðar.
Erindi eigenda Þormóðsstaða gefur ekki til kynna að þeir eigi í samningaviðræðum við aðra aðila um beitarafnot af landi sínu sem strandi á viðræðum um hagagjald.
Sveitarstjórn vísar erindinu frá að svo stöddu.
14. 2209001 - Skólaakstur að Þormóðsstöðum
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu miðað við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40