Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ályktun varðandi tryggingavernd bænda. Var það samþykkt samhljóða og verður 5. liður dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerð
1. 2209005F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Fundargerð 2. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2209037 - Birkifræsöfnun í Garðsárreit
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Formaður lagði til að Inga Vala Gísladóttir yrði varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.3 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Nefndin ræddi almennt um Nýsköpunarstefnu og hugmynd að stefnumótunarvinnu í samvinnu við íbúa sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.4 2209032 - Nýsköpunarsjóður
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Nefndin tók fyrstu umræðu um mótun nýsköpunarsjóðs. Velt upp hvaða hlutverki sjóðurinn gæti spilað í uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. Sjóðurinn gæti einfaldað sveitungum að taka fyrstu skrefin í þeim verkefnum sem þeir hafa hug á að vinna að.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.5 2209034 - Sjálfbærnismiðja í Eyjafjarðarsveit
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Sjálfbærnissmiðja frá SÍMEY var kynnt og tekið jákvætt í erindið. Nefndi felur formanni það að halda samtali áfram.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.6 2209033 - Verkefni atvinnu- og umhverfisnefndar og áherslur fyrir fjárhagsáætlun
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Nefndin felur formanni að athuga hver kostnaður væri við málþing um atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.7 2209013 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2021-2022 og áætlun um refaveiðar 2023-2025
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.8 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. 2209008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Fundargerð 375. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað enda fylgir því ekki samþykki landeiganda. Skipulagsnefnd telur einnig að byggingaráformin sem í erindinu er lýst séu of þétt miðað við byggðarmynstur næsta nágrennis.
Að tillögu skipulagsnefndar hafnar sveitarstjórn erindinu samhljóða.
2.2 2209038 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð í landi Brúarlands
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með eftirfarandi skilyrðum: a) skriflegt samþykki Landsnets og Norðurorku vegna framkvæmdanna liggi fyrir við útgáfu framkvæmdaleyfis, b) ef tengja á fleiri hús en þegar eru tengd við eldri rotþró á svæðinu skuli sú rotþró endurnýjuð til samræmis við lýsingu deiliskipulags c) fyrir liggi samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða með eftirfarandi skilyrðum: a) skriflegt samþykki Landsnets og Norðurorku vegna framkvæmdanna liggi fyrir við útgáfu framkvæmdaleyfis, b) ef tengja á fleiri hús en þegar eru tengd við eldri rotþró á svæðinu skuli sú rotþró endurnýjuð til samræmis við lýsingu deiliskipulags c) fyrir liggi samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
2.3 2209041 - Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Skipulagsnefnd mun hafa hliðsjón af erindinu við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.4 2209049 - Reiðvegur milli Mjaðmár og Bringu - framkvæmdaleyfisumsókn
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi vegna veglagningarinnar í landi Bringu og Stóra-Hamars 1 og 2 sé gefið út skv. erindi málshefjanda. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að veglagningu umfram það sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefið sé út framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðleiðar í landi Bringu og Stóra-Hamars 1 og 2 skv. erindi málshefjanda.
Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veglagningu umfram það sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
2.5 2209030 - Litlahlíð - stækkun bílgeymslu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
SKipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
2.6 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Erindinu er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.7 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Erindinu er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.8 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375
Nefndin er jákvæð fyrir áformum um stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í landi Ytri-Varðgjár vegna uppbyggingaráforma og kallar eftir skipulagslýsingu til afgreiðslu vegna aðal- og deiliskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar.
Fundargerðir til kynningar
3. 2209017 - Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 6.09.22
Fundargerð aðalfundar og ársreikningur fyrir árið 2021 er samþykkur samhljóða.
Almenn erindi
4. 2208011 - Sala fasteigna - Sólgarður
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi söluyfirlit vegna Sólgarð með breytingu í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
5. 2210002 - Ályktun varðandi tryggingavernd bænda.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á landbúnaðarráðherra að stofna nýja umgjörð um tryggingavernd bænda þar sem tekið verður á fleiri áhættuþáttum en þeim sem skyldu og valfrjálsar tryggingar taka á t.d. tjón í kjölfar náttúruhamfara og annarra óvæntra áfalla. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að bændur geti tryggt afkomu sína með mun betri hætti en er í dag, enda mun það stuðla að fæðuöryggi í landinu. Jafnframt óskar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftir því að fá fund með landbúnaðarráðherra um matvælaframleiðslu framtíðarinnar.
6. 2209039 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026 fyrri umræða
Fyrir fundinum lá yfirlit yfir rekstur málaflokka 01.01.22 til 31.08.22. Þá var einnig lögð fram tillaga til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024 - 2026.
Tillaga tekin til umræðu og samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til síðari umræðu sem áætluð er 25. nóvember. Fundur verður haldinn með öllum nefndum svo og forstöðumönnum stofnanna 22. október, þar sem fjallað verður um fjárhag sveitarfélagsins og áætlanir næstu ára.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45