Dagskrá:
Fundargerð
1. 2209007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Fundargerð 262. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2209012 - Starfsáætlun Krummakots 2022-2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Skólanefnd leggur til að skólanámskrá Krummakots verði samþykkt en uppfæra þarf kaflann um rými á hverri deild, kaflann um aðalnámskrá leikskóla, kaflann um starfsmannastefnu Krummakots og upplýsingar um stjórn foreldrafélagsins. Skólanefnd lýsir ánægju með vel unna foreldrahandbók sem er ítarleg og vel upp sett.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.2 2209043 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2022-2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla verði samþykkt.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.3 2209044 - Hrafnagilsskóli - breyting á skólanámskrá
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Skólanefnd leggur til að skólanámskrá Hrafnagilsskóla verði samþykkt.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.4 2209045 - Hrafnagilsskóli - Umbótaáætlun
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 2209046 - 50 ára afmæli Hrafnagilsskóla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6 2209047 - Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 262
Skólanefnd tekur undir með bréfriturum að æskilegt sé að tími barna í skólabílunum sé ekki meira en 45 mínútur hvora leið. Í reglugerð um grunnskólaakstur segir að ekki megi ætla börnum lengri tíma en 120 mínútur samtals á dag í skólabílum og bið eftir skólabíl að loknum skóla. Núverandi tími er innan þeirra marka. Skólanefnd beinir því til skólastjórnanda og sveitastjórnar að endurskoða og fjölga leiðum til að stytta viðveru í skólabíl eftir áramót ef þess er nokkur kostur þar sem ljóst er að nemendum mun fjölga frekar á þessum leiðum. Enn fremur óskar skólanefnd eftir að fá áætlanir um skólaakstur til skoðunar og umsagnar áður en gengið er frá akstursleiðum að hausti.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að skoða málið áfram.
2. 2210001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Fundargerð 376. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum um áfangaskiptingu og leiksvæði/opið svæði í nyrðri hlutanum. Afgreiðslu frestað.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
2.2 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndakynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Ef heimild fyrir vinnubúðum verður veitt skal hún gilda til 31. desember 2024.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndakynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt. Ef heimild fyrir vinnubúðum verður veitt skal hún gilda til 31. desember 2024.
2.3 2210009 - Torfur - umsókn um framlengingu á malarnámi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu malartökuleyfis úr námu 3 og 4 til 5 ára enda liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu malartökuleyfis úr námu 3 og 4 til 5 ára enda liggi fyrir endurnýjað leyfi frá Fiskistofu.
2.4 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli enda liggi fyrir samþykki frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli enda liggi fyrir samþykki frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga.
2.5 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 376
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir að deiliskipulagið verði
uppfært: heimilisfang og húsnúmer á leikskólalóð, sýna körfuboltavöllinn austan íþróttahús, setja inn svæði fyrir póstkassa og að auka sveigjanleikan með því að heimilt verði að hafa 3 til 4 íbúðir á götu E lóð 3 og lóð 12 og að á götu E lóð 1 geti verið 1-2 íbúðir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt deiliskipulag verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku á svo breyttu deiliskipulag skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
3. 2210014 - Norðurorka - Fundargerð 278. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 2210015 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 913
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Almenn erindi
5. 2210001 - Alda - Styrkbeiðni vegna varmadælu
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu. Sveitarstjóra falið að gera tillögu um vinnureglur hvað varðar styrki til uppsetningar á varmadælum eða
sambærilegum lausnum.
6. 2210012 - Markaðsstofa Norðurlands - Stuðningur við Flugklasann Air66N
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar hjá atvinnu- og umhverfisnefnd.
7. 2209042 - Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara
Lagt fram til kynningar.
8. 2210018 - Reglur velferðarsviðs um notendasamninga
Lagt fram til kynningar og vísað til velferðar- og menningarnefndar.
9. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn ræðir skipun í Óshólmanefnd
Samþykkt að skipa Jóhann Reyni Eysteinsson og Emilíu Baldursdóttur sem fulltrúa í Óshólmanefnd. Fulltrúar K-listans sátu hjá við afgreiðslu.
10. 2209039 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026
Farið yfir stöðuna hvað varðar vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50