Sveitarstjórn

597. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:00 - 10:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2210003F - Framkvæmdaráð - 121
Fundargerð 121. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 121
Brynjólfur Árnason byggingarstjóri viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Ragnar Bjarnason frá Verkís fóru yfir stöðu framkvæmda viðbyggingar. Fram kom í máli þeirra að framkvæmdir ganga vel en séu komnar inn í tímabil þar sem veður getur haft áhrif. Samstarf við verktaka hefur verið gott.
Í íþróttamiðstöð hefur verið lokið við uppsetningu á körfuboltakörfum og framkvæmdir við hljóðvist eru hálfnaðar en stefnt er á að ljúka þeim í desember. Þá er stefnt á að fara í framkvæmdir á gólfefni búningsherbergja í desember.
Malbikun á Bakkatröð er lokið fyrir þetta ár en farið verður í að klára gangstéttar á árinu 2023. Framkvæmdum er lokið við endurnýjun á malbiki í Ártröð.

Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 2210020 - Gámasvæði

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 121
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gámasvæðið verði flutt norður fyrir skjólbelti norðan Bakkatraðar þar til varanleg staðsetning finnst fyrir svæðið.
Vegna framkvæmda við nýja tengingu við Hrafnagilshverfi þurfti að færa gámasvæði áður en sveitarstjórn tók tillögu framkvæmdaráðs til afgreiðslu. Sveitarstjórn staðfestir flutning á gámasvæðinu.

1.3 2209048 - Hrafnagilsskóli - Náttúrufræðistofa

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 121
Framkvæmdaráð þakkar innsent erindi og þyggur heimboðið. Sveitarstjóra falið að skipuleggja heimsókn fimmtudaginn 27.október.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 2210004 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 121
Rætt var um fyrirhugað útboð á viðbyggingu við Hrafnagilsskóla og sátu Brynjólfur Árnason byggingarstjóri viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Ragnar Bjarnason frá Verkís undir þeirri umræðu. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdatímabil viðbyggingarinnar haldi sér og ljúki ári 2025 en að áfangaskipting taki mið af ráðgjöf Verkís og byggingarstjóra. Óskað er eftir uppfærðri áfangaskiptri áætlun fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmdaráðs um breytta áfangaskiptingu framkvæmda með óbreyttum áætluðum verklokum 2025.

1.5 2210021 - Fundardagskrá framkvæmdaráðs 2022-2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 121
Framkvæmdaráð fundar fram að jólum á eftirfarandi dagsetningum.
27.október klukkan 8:00
3.nóvember klukkan 10:00
17.nóvember klukkan 10:00

Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2210004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Fundargerð 3.fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2111020 - SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnisstjóri Umhverfismála hjá SSNE og Stefán Gíslason hjá Environice kynna drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á norðurlandi 2023-2036 sem sveitarfélög á svæðinu samþykktu að vinna saman að.
Nefndin tekur málin til umfjöllunar á næsta fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 2210025 - Fjárhagsáætlun 2023 - Atvinnu- og menningarnefnd

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Fjárhagsáætlun 2023 var lögð fram til kynningar. Nefndin tekur hana fyrir á næsta fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 2209032 - Nýsköpunarsjóður

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Erindinu frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Erindinu frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.5 2208025 - Frumkvöðlaeldhús í Eyjafjarðarsveit

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Erindinu frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.6 2210012 - Markaðsstofa Norðurlands - Stuðningur við Flugklasann Air66N

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 3
Nefndin leggur til við sveitastjórn að erindi markaðsstofunar um stuðning við flugklasan til næstu 3 ára verði samþykkt .
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar um að styrkja flugklasann næstu 3 ár. Áætluð styrkupphæð 2023 er 345.000.-


3. 2210008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Fundargerð 377. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2210032 - Syðri-Varðgjá - Umsókn um stofnun lóðar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

3.2 2210044 - Hótel Gjá ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi sé vísað í grenndarkynningu samkv. 44. skipulagslaga 123/2010. Heimilt er að stytta tíma grenndarkynningar ef allir hagsmunaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki séu gerðar athugasemdir. Ef ekki berast erindi á tíma grenndarkynningar telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010. Heimilt er að stytta tíma grenndarkynningar ef allir hagsmunaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki séu gerðar athugasemdir. Ef ekki berast erindi á tíma grenndarkynningar telst erindið samþykkt.

3.3 2210046 - Fjárhagsáætlun 2023 - Skipulagsnefnd

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Stefán Árnason kom og fór yfir fjárhagsáætlun skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir fjórum og hálfri milljón í fjárhagsáætlun vegna vinnu við aðalskipulag en gerir ekki aðrar athugasemdir við fjárhagsáætlunina.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætluna.

3.4 2210042 - Bilskirnir - byggingarreitur fyrir gestahús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Sigríður Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.5 2210049 - Björk - Varða - beiðni um breytt staðfang

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 377
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi um að landspilda L210665 í landi Bjarkar fái nafnið "Varða".


Fundargerðir til kynningar
4. 2210024 - Fundargerð og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fundargerð og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

5. 2210028 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 914
Sveitarstjórn óskar eftir að fá skýrslu um stöðu slökkviliða á Íslandi og að hún verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktana.

6. 2210029 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 140. fundar skólanefndar
Sveitarstjórn samþykkir að fresta erindinu og fá frekari upplýsingar um rekstur skólans.

7. 2210031 - Norðurorka - Fundargerð 279. fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

Almenn erindi
8. 2210033 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna girðingar um kirkjugarðana á Munkaþverá, Grund og Möðruvöllum og gerð bílastæðis við Möðruvelli
Samþykkt að styrkja framkvæmdirnar á árinu 2023 um kr. 750.000.-

9. 2201017 - Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli
Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefnis um skoðun á sameiginlegri velferðar- og skólaþjónustu og kynnir ráðgjafasamning við KPMG varðandi næstu skref.
Sveitarstjorn leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í góðu samstarfi við skólana.
Áætlaður kostnaður Eyjafjarðarsveitar 2023 er kr. 1.700.000.- og er honum vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2023.

10. 2210051 - Samgönguáætlun 2023
Sveitarstjóri leggur fram minnisblöð vegna áhersluatriða Eyjafjarðarsveitar við gerð samgönguáætlunar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að unnið sé að samgöngubótum í sveitarfélaginu öllu en að í samskiptum vegna samgönguáætlunar sem nú er í vinnslu verði lögð áhersla á nýja brú í stað Stíflubrúar svo umferð tækja geti farið þar um með eðlilegu móti og hringtorg á þjóðveg 1 við gatnamót Eyjafjarðarbrautar eystri til að efla umferðaröryggi hjólandi- gangandi og akandi vegfarenda.
Sveitarstjóra er falið að koma minnisblöðunum til skila um áherslur sveitarstjórnar sem mikilvægu innleggi í gerð samgönguáætlunar.

11. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Oddviti sveitarstjórnar fór yfir umræður fundar með eigendum fasteigna á svæðin frá Öxnafelli að Stekkjarflötum. Fram kom almennur áhugi á hitaveituvæðingu á svæðinu en að skýra þurfti kostnaðarskiptingu betur og kanna fjölda tenginga. Næsta skref er að gera formlega könnun á hug eigenda fasteigna til hitaveitunnar.

Sveitarstjóri fór yfir ábendingar varðandi fyrirhugaða hitaveitu vestan ár sunnan Grundar að Torfum og Samkomugerði. Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að Norðurorka tengja þá bæji á svæðinu inn á hitaveituna sem mögulegt er að tengja samhliða uppbyggingu svínahúss enda sé óvíst hvenær svo viðamikil uppbygging eigi sér aftur stað á svæðinu.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að funda með Norðurorku.

12. 2209039 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026
Farið var yfir stöðu vinnu við fjáhagsáætlun 2023 og 2024 - 2026.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

Getum við bætt efni síðunnar?