Sveitarstjórn

599. fundur 21. nóvember 2022 kl. 08:00 - 10:45 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

I upphafi fundar mættu Ólafur G. Vagnsson, Valgerður Schiöth og Hulda Jónsdóttir fulltrúar frá félagi aldraðra í Eyjafjarðarsveit. Minnisblaði um fundin er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2023 og 2024-2026.
Dagskrá:

Fundargerð
1. 2210009F - Framkvæmdaráð - 123
Fundargerð 123. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2210004 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 123
Framkvæmdaráð fór í skoðunarferð í leikskólann Krummakot, Aldísarlund, Sólgarð og Laugaland auk þess sem íbúðir í Skólatröð 7 voru soðaðar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


2. 2211001F - Framkvæmdaráð - 124
Fundargerð 124. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2210030 - Ástand brúa á Eyjafjarðará við óshólma sunnan Akureyrar

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 124
Frestað
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

2.2 2210004 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 124
Framkvæmdaráð fór yfir verkefnalista eftir að hafa skoðað eignir sveitarfélagsins og fengið ábendingar frá forstöðumönnum stofnanna.

Gefur ekki tilefni til ályktunar.


3. 2211004F - Framkvæmdaráð - 125
Fundargerð 125. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2210004 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 125
Farið var stöðuna hvað varðar áætlun 2023 og 2024 - 2026.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

3.2 2210030 - Ástand brúa á Eyjafjarðará við óshólma sunnan Akureyrar

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 125
Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


4. 2211007F - Framkvæmdaráð - 126
Fundargerð 126. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2210004 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 126
Framkvæmdaráð tekur til umræðu fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.

Framkvæmdaráð leggur til að við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir um 1.5 milljörðum krónur í framkvæmdum og viðhaldi á áætlunartímabilinu.

Stærstu kostnaðarliðir á tímabilinu tengjast nýframkvæmdum viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.
Aðrir liðir gera ráð fyrir nokkuð viðamikilli gatnagerð á tímabilinu í tengslum við nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis og mikla aðsókn í lóðir á svæðinu, þá er mikilvægt að fara í endurnýjun á fráveitu fyrir suðurhluta Hrafnagilshverfis á árinu 2024. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldi á íþróttamannvirkjum á áætlunartímabilinu.

Þá þarf að endurnýja íbúð í Skólatröð 7 og farið verði í viðhald á Skólatröð 13. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að leiguverð íbúða sveitarfélagsins verði hækkað og það verði í takt við almennt leiguverð á svæðinu svo rekstur þeirra standi undir sér. Óskað er eftir því að sveitarstjóra sé falið að koma með tillögur að breytingu á verðskrá leiguíbúða.


Sveitarstjórn fer yfir tillögur framkvæmdaráðs til fjárhagsáætlunar 2023 og 2024-2026 og vísar þeim til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2023 og 2024-2026. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingu á verðskrá leiguíbúða með það að markmiði að leiguverð verði í takti við leiguverð íbúða á almennum leigumarkaði og standi þannig undir rekstri og viðhaldskostnaði á þeim íbúðum sem sveitarfélagið er með til almennrar útleigu.

4.2 2210030 - Ástand brúa á Eyjafjarðará við óshólma sunnan Akureyrar

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 126
Framkvæmdaráð tekur til umræðu erindi frá fyrrum formönnum Léttis. Lagt er til við sveitarstjórn að vel verði tekið í fundarboð, varðandi ástand brúanna, þegar slíkt berst.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og mun senda fulltrúa til fundar varðandi brýrnar þegar fundarboð um slíkt berst.


5. 2211006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Fundargerð 378. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2109009 - Flugslóð 12 - áskorun um úrbætur

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún geri ráðstafanir til að hrinda í framkvæmd skipulagi sem í gildi er á Melgerðismelum og framfylgd skilmála sem um svæðið gilda og koma meðal annars fram í lóðarleigusamningum, þar með talið Flugslóð 12.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

5.2 2211010 - Fossland 2 - Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að visa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

5.3 2210050 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Litla-Dal

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Skipulagsnefnd telur skógræktina framkvæmdarleyfisskylda

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins.

5.4 2211013 - Kaupangur - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins. Skipulagsnefnd beinir því til framkvæmdaraðila að virða veghelgunarsvæði við Eyjafjarðarbraut eystri og Knarrarbergsveg.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar við útgáfu framkvæmdarleyfisins.

5.5 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Erindinu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Óshólmanefndar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

5.6 2211014 - Rammahluti aðalskipulags

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

5.7 2210042 - Bilskirnir - byggingarreitur fyrir gestahús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 378
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að visa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt. Fulltrúar sveitarstjórnar í skipulagsnefnd tóku fram að Sigríður Kristjánsdóttir vék af fundi skipulagsnefndar undir þessum lið.


6. 2211003F - Velferðar- og menningarnefnd - 3
Fundargerð 3. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2210048 - Fjárhagsáætlun 2023 - Velferðar- og menningarnefnd

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsramma.
Fjárhagsáætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024-2026

6.2 2211006 - Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2022 lögð fram og samþykkt.
Gjaldskrá verður eftirfarandi

Sund/líkamsrækt fullorðnir 1.000kr.
Sund/líkamsrækt 10 skipti 5.500kr.
Sund/líkamsrækt 30 skipti 14.000kr.
Sund/líkamsrækt árskort 33.000kr.
Sund/líkamsrækt námsmenn árskort 16.500kr.
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára 350kr.
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára 10 skipti 3.000kr
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára árskort 3.000kr.
Sund/líkamsrækt eldri borgarar 450kr.
Sund/líkamsrækt eldri borgarar árskort 16.500kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði eða sundfötum 900kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði og sundfötum saman 1.500kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði og sundfötum saman og aðgangur í sund 2.100kr.

Íþróttasalur leiga 1klst 10.000kr.
Íþróttasalur leiga 2klst 15.000kr.
Íþróttasalur leiga hver klst umfram 2klst 5.000kr.
Íþróttasalur leiga fastur tími í sal 7.500kr.

Hyldýpi leiga 1klst 2.000kr.
Hyldýpi leiga 2klst 3.500kr.
Hyldýpi leiga á klst umfram 2klst 500kr.

Tjaldstæði gisting per einstakling 18 ára og eldri 1.600kr.
Tjaldsvæði rafmagn 1.000kr sólarhringurinn.

Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024-2026.

6.3 2208028 - Rekstur íþróttamiðstöðvar

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd þakkar Ernu Lind, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, fyrir gott starf á undanförnum árum og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og þakkar Ernu Lind fyrir góð störf og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.

6.4 2211008 - Íþrótta- og tómstundastyrkur

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að íþrótta- og tómstundastyrkur barna verði óbreyttur, kr. 35.000 fyrir árið 2023.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024-2026.

6.5 2211009 - Lýðheilsustyrkur

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að lýðheilsustyrkur verði óbreyttur, kr. 15.000 fyrir árið 2023.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2023 og 2024 - 2026.

6.6 2209015 - Bjartur lífsstíll

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Erindi frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

6.7 2209016 - Gjaldskrá um akstursþjónustu

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd telur ekki tilefni til endurskoðunar gjaldskrár um akstursþjónustu en beinir því til sveitarstjórnar að þak verði sett á hámarksgjald umræddrar þjónustu á hverju tímabili. Nefndin bendir á að telji einstaklingar sig verða fyrir íþyngjandi kostnaði vegna umræddrar þjónustu sé unnt að leita til sveitarfélagsins eftir fjárhagsstuðningi.
Sveitarstjórn óskar eftir tillögum að nálgun hámarksgjalds fyrir akstursþjónustu á hverju tímabili frá Velferðar- og menningarnefnd og felur sveitarstjóra að vinna að málinu með nefndinni.

6.8 2210011 - Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2021

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Skýrsla safnstýru lögð fram til kynningar. Nefndin þakkar safnstýru fyrir samantektina.
Gefur ekki tilefni til álytunar.

6.9 2210026 - Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að minnisblaðinu sé komið til skila til Akureyrarbæjar sem umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

6.10 2210027 - Reglur velferðarsviðs um stoðþjónustu

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að minnisblaðinu verði komið til skila en að umsögn sveitarfélagsins verði eftirfarandi:
Eyjafjarðarsveit telur mikilvægt að þjónusturáð sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fái þessi drög að reglum til umfjöllunar.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt. Eyjafjarðarsveit telur mikilvægt að þjónusturáð sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða verði virkjað og fái þessi drög að reglum til umfjöllunar. Þá er bent á að þjónusturáðið hefur ekki verið virkt í nokkuð mörg ár en það á að vera ráðgefandi varðandi stefnumótun og áætlanir sem tengjast þjónustu við fatlaða, stefnumarkandi ákvarðanir, forgangsröðun og fjárhagsáætlanir varðandi þjónustuna á þjónustusvæðinu.
Akureyrarbær hefur stofnað sambærilegt ráð sem skipað var til að fjalla um málefni fatlaðs fólks innan Akureyrarbæjar en það er einungis hluti þjónustusvæðisins.

6.11 2209040 - Styrkbeiðni - 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

6.12 2211004 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 3
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


7. 2211005F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 4
Fundargerð 4. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 2210025 - Fjárhagsáætlun 2023 - Atvinnu- og umhverfisnefnd

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 4
Atvinnu- og umhverfisnefnd hyggst ráðast í gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið og áætlar að vinna við það taki um sex mánuði og kosti um 3,5 milljónir króna. Óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir því í fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2023.

Lagt er til að gert sé ráð fyrir vísitöluhækkun á gjaldskrár flestra liða, sorphirðugjald og rotþróargjald verði óbreytt.
18% hækkun verði á dýraleifar vegna nýrra lagaákvæða sem krefjast þess að tekjur standi undir öllum kostnaði við úrgangsflokka, með þessari breytingu standa tekjur undir 80% af kostnaði við dýraleifar.

Nefndin bendir þó á að fyrirséð er að miklar breytingar verða í umhverfismálum tengt sorphirðu og að ráðast þurfi í gjaldtöku á gámasvæðinu út frá nýjum lögum á nýju ári. Vinna við undirbúning þess er hafin og verða tillögur þess efnis lagðar fyrir á nýju ári.

Að öðru leyti samþykkir nefndin fjárhagsáætlun atvinnu- og umhverfisnefndarinnar 2023 og 2024-2026.
Fjárhagsáætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024-2026.

7.2 2111020 - SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 4
Nefndin samþykkir athugasemdir við svæðisáætlunina sem fram koma í fyrirliggjandi gögnum og leggur til við sveitarstjórn að þeim sé komið til skila til SSNE.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að koma athugasemdunum til skila.

7.3 2211007 - Gjaldskrá sorphirðu 2023

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 4
Nefndin óskar eftir að unnið sé áfram með málið samkvæmt umræðum á fundinum og tekur málið aftur fyrir á næsta fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


Fundargerðir til kynningar
8. 2210034 - SSNE - Fundargerð 39. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn minnir SSNE á nauðsyn þess að skipa jafnt í nefndir hvað varðar kynjahlutfall og svæði. Sveitarstjórn felur fulltrúum sínum að koma þessu á framfæri á aukaþingi SSNE.

9. 2210035 - SSNE - Fundargerð 40. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. 2210036 - SSNE - Fundargerð 41. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. 2210037 - SSNE - Fundargerð 42. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. 2211011 - SSNE - Fundargerð 43. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. 2211019 - Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2021
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi
14. 2211002 - SSNE - Samstarfssamningur HNE
Sveitarstjórn tekur til umræðu samstarfssamning HNE.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur tilefni til að einfalda framkvæmd 5.greinar samstarfssamnings HNE. Leggur sveitarfélagið til að greinin verði orðuð á þann veg að sveitarfélögin verði ekki lengur milliliður í innheimtu á eftirlitsgjöldum. Þess í stað sjái HNE sjálft um að innheimta eftirlitsgjöld beint af viðkomandi aðilum. Síðasta setning fimmtu greinar geti áfram staðið óbreytt. Þá leggur sveitarstjórn til breytingu á 2. gr. þannig að stjórn kjósi sér formann.
Sveitarstjórn gerir ekki aðrar athugasemdir við drög samstarfssamningsins en felur fulltrúum sveitarfélagsins að koma þessu á framfæri.


15. 2211005 - Fundargerð 226. fundar HNE og fjárhagsáætlun 2023
Lagt fram til kynningar.

16. 2211021 - Þóknun fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum
Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um kjör fulltrúa sveitarfélasins í sveitarstjórn og nefndum. Kemur þar fram að með sameiningu nefnda og auknum umsvifum þeirra, miklu álagi á skipulagsnefnd og aukinni áherslu á að færa fundartíma sveitarstjórnar og nefnda inn á dagvinnutíma til að draga úr árekstrum milli fjölskyldulífs, vinnu og sveitarstjórnarstarfa sé þörf á að hækka laun kjörinna fulltrúa fyrir störf í þágu sveitarfélagsins. Þá kemur einnig fram í minnisblaðinu að mikilvægt sé að sanngjörn laun séu greidd fyrir störfin svo að einstaklingar eigi allir jafnan möguleika á að gefa kost á sér til slíkra starfa. Þá kemur fram að nefndarstarf sé misviðamikið og eðlilegt að laun séu því misjöfn eftir nefndumm. Eyjafjarðarsveit er í sumum tilfellum að greiða fulltrúum sambærileg laun og önnur sveitarfélög en í öðrum tilfellum séu launin lægri og því sé tilefni til að gera breytingar á launum í samræmi við það.

Sveitarstjóri leggur til að laun verði áfram greidd sem hlutfall af þingfararkaupi og að ný launatafla sé eftirfarandi:

Sveitarstjórn
Oddviti mánaðarlaun 25,00% (óbreytt)
Sveitarstjórn mánaðarlaun 9,00% (var 7,5%)
Fyrsti varamaður í sveitarstjórn mánaðarlaun 3% (var ekkert)
Oddviti sveitarstjórnar fundarseta 1,5% (var 1,25%)
Sveitarstjórn fundarseta 1,50% (var 1,25%)
Varamenn fundir 1,5% (var 1,25%)

Skipulagsnefnd formaður fundarseta 2,50% (var 1,5%)
Skipulagsnefnd fundarseta 2% (var 1,25%)

Framkvæmdaráð fundarseta 2% (var 1,25%)

Velferðar- og menningarnefnd, Skólanefnd og Atvinnu- og umhverfisnefnd
Formaður fundarseta 2% (var 1,5%)
Nefndarmenn fundarseta 1,5% (var 1,25%)

Aðrar nefndir
Formaður nefndarseta 2% (var 1,5%)
Nefndarmaður fundarseta formaður 1,5% (var 1,25%)

Áheyrnafulltrúar 1,25% (óbreytt)

Þá koma ýmsar aðrar tillögur fram í minnisblaði sveitarstjóra sem snúa að starfsaðstæðum kjörinna fulltrúa svo sem aðgangur að fundarrými og deiliskrifstofu utan almenns opnunartíma sveitarskrifstofunnar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur sveitarstjóra að bættum kjörum kjörinna fulltrúa og vísar því til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2023 og 2024-2026.
Þá tekur sveitarstjórn vel í tillögur sveitarstjóra er snúa að bættum starfsaðstæðum kjörinna fulltrúa og felur honum að koma þeim í framkvæmd.

17. 2211020 - Varmadælur - styrkir til uppsetningar
Tekið er fyrir minnisblað sveitarstjóra um tillögur að því hvernig nálgast megi styrkveitingar til uppsetninga á varmadælum.

Í minnisblaðinu kemur fram tillaga um að Eyjafjarðarsveit styrki þinglýstan eiganda íbúðarhúsnæðis sem hyggst ráðast í framkvæmd vegna varmadælu til orkusparnaðar. Skilyrði sé að umrædd fasteign njóti nú þegar niðurgreiðslu til húshitunar og að framkvæmdin hljóti styrk frá Orkustofnun. Styrkur fæst eingöngu til kaupa á varmadælu og efni tengdu henni innan tæknirýmis. Ekki verði veittur styrkur til efniskaupa á lögnum í húsi eða breytinga á lögnum sem fyrir eru utan tæknirýmis þrátt fyrir að það séu afleiðingar af uppsetningu varmadælunnar. Tillaga er um að Eyjafjarðarsveit styrki eiganda fasteignar um allt að 50% af efniskostnaði, samkvæmt ofangreindu, sem fellur á eiganda fasteignar eftir að styrkur frá Orkustofnun hefur verið greiddur og aðrar niðurgreiðslur sem við eiga, þó geti styrkur frá sveitarfélaginu aldrei orðið hærri en 500.000 krónur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi minnisblað sveitarstjóra og nálgun að styrkveitingu til kaupa á varmadælum á svæðum þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til og felur honum að koma því í framkvæmd. Styrkir nái til allra framkvæmda sem lokið er á árinu 2022 og síðar.

18. 2211022 - Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir
Sveitarstjórn tekur til umræðu tilnefningu í vatnasvæðanefndir að beiðni Umhverfisstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Brynhildi Bjarnadóttir og Kjartan Sigurðsson nefndina.

19. 2209039 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026
Farið yfir stöðu hvað varðar vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og 2024 - 2026.

20. 2211001 - Heiðin fasteignir ehf. - Aðilaskipti að jörðinni Brúarlandi
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?