Sveitarstjórn

601. fundur 22. desember 2022 kl. 08:00 - 08:14 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 2212013 - Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar
Þann 16.desember síðastliðinn náðist samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að ?hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skuli hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.

Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækka um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%.

Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2023 eigi síðar en 30. desember 2022 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.?

Í samkomulaginu kemur fram að aðilar séu ?sammála um að hækkun útsvarstekna sveitarfélaga samkvæmt samkomulaginu, verði hluti af framlögum Jöfnunarsjóðs sem veitt eru til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólki á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins, sbr. m.a. 2. mgr. 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga.?

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samhljóða að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.“

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fagnar þeirri viðurkenningu sem felst í samkomulaginu um að málaflokkur fatlaðra sé vanfjármagnaður en samkomulagið og lagabreytingin eru nauðsynleg skref svo sveitarfélög geti haldið úti þjónustu við fatlaða.
Sveitarstjórn vill þó benda á að mikið bil er enn óbrúað vegna fjármögnunar málaflokksins og leggur áherslu á að starfshópur ríkis og sveitarfélaga, varðandi kostnaðarskiptingu í málaflokknum, ljúki sínum störfum sem allra fyrst svo að sveitarfélög hafi þær tekjur sem nauðsynlegar eru til að geta tryggt fötluðum sín sjálfsögðu réttindi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:14

Getum við bætt efni síðunnar?