Sveitarstjórn

602. fundur 12. janúar 2023 kl. 08:00 - 09:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2212001F - Framkvæmdaráð - 127
Fundargerð 128. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 127
Framkvæmdaráð fer yfir drög að útboðslýsingu fyrir útboð á viðbyggingu leikskóla við Hrafnagilsskóla. Ragnar Bjarnason frá Verkís og Brynjólfur Árnason byggingarstjóri mæta til fundar, kynna drögin og helstu atriði í útboðslýsingunni ásamt tillögu að tímalínu sem í henni koma fram. Samkvæmt útboðslýsingunni er gert ráð fyrir að lok framkvæmdatíma verði í lok apríl 2024.
Mikilvægt er að kalla saman hóp frá hagaðilum úr skólunum til að fara yfir hönnun á innanstokksmunum og útisvæði.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.

1.2 2203019 - Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 127
Framkvæmdaráð kynnir sér stöðu framkvæmda á stækkun skrifstofu til norðurs vegna aukinna umsvifa embættis Skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar.
Sveitarstjóri fer yfir framvinduna og áskoranir sem upp hafa komið en finna mátti rakaskemmdir við norðurvegg byggingarinnar sem rekja má til kuldabrúar.
Framkvæmdaráð telur mikilvægt að skýra eignarhald á fasteigninni með tillti til þeirra framkvæmda og viðamikla viðhalds sem þarf að ráðast í á byggingunni. Sveitarstjóri undirbýr erindi til Ríkiseigna og fjármálaráðherra vegna málsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2212002F - Framkvæmdaráð - 128
Fundargerð 128. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 128
Framkvæmdaráð fór yfir verklýsingu og magnskrá vegna útboðs á viðbyggingu við Hranfagilsskóla. Ragnar Bjarnason frá Verkís mætir til fundarins. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum við gögnin til skila.
Stefnt er að því að útboð fari í gang fyrir jól.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 2211010F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 379
Fundargerð 379. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 379
Nefndin ræðir um mótun skipulagsstefnu fyrir byggðina nyrst í Kaupangssveit.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 2301002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Fundargerð 380. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2211030 - Guðrúnarstaðir lóð - Glóð - beiðni um breytt staðfang

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóð (L152621) í landi Guðrúnastaða fái nafnið Glóð.

4.2 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

4.3 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Erindinu er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.4 2211033 - Eyrarland - skráning lóðarinnar Eyrarland 4

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, en jafnframt verði sett kvöð um aðkomu, rotþró og lagnaleiðir og merkt inn á lóðaruppdráttinn.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða en jafnframt verði sett kvöð um aðkomu og að rotþró og lagnaleiðir séu merktar inn á lóðaruppdráttinn.

4.5 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Erindinu er frestað.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.6 2212015 - Óskað eftir nafnabreytingu úr Rútstaðir 2a í Litli Lækur

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um nafnabreytingu úr Rútsstöðum 2a í nafnið Litla Læk.

4.7 2212016 - Kroppur, Byttunes, Hrafnagil - skráning landeigna undir vegsvæði 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Erindinu er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.8 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa skipulagslýsingunni í kynningarferli samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.9 2301003 - Víðigerði 2 - byggingarreitur fyrir gróðurhús 2023

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

4.10 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380
Linda víkur af fundi undir þessum lið. Erindinu er frestað og skipulagsfulltrúa falið að boða til fundar með hlutaðeigandi aðilum.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
5. 2211028 - SSNE - Fundargerð 44. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 2212001 - Norðurorka - Fundargerð 280. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 2212002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 915
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 2212003 - Molta - 107. fundur stjórnar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. 2212008 - Óshólmanefnd - fundargerð 30.11.2022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. 2212009 - Óshólmanefnd - fundargerð 7.12.2022
1. lið fundargerðar "Beiðni um álit varðandi ósk um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu í Hvammi" er vísað til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
2. lið fundargerðar "Vatnsflæði í austustu kvísl Eyjafjarðarár" sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna.
4. lið fundargerðar innkomuleiðir á svæðið að sunnan- og austan. Sveitarstjóra er falið að kanna hug nýrra landeigenda varðandi uppsetningu skilta.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.

11. 2212012 - SSNE - Fundargerð 45. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. 2212019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 916
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
13. 2211029 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Framtíðarstefna Vaðlareits
Sveitarstjórn þakkar Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir heimboð og fund sem var mjög góður og gagnlegur.

14. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Lögð fram niðurstaða úr könnun hvað varðar hugsanlega hitaveitu austan Eyjafjarðarár frá Öxnafelli að Stekkjarflötum. Augljós áhugi er meðal íbúa á svæðinu að taka inn hitaveitu. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.

15. 2301006 - Kaupsamningur um spildu úr landi Hrafnagils
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kaupsamning á spildu úr landi Hrafnagils.

16. 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Í starfsshóp skipar sveitarstjórn Hermann Inga Gunnarsson og Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur fyrir sitt leiti.
Hrafnagilsskóli, Leikskólinn Krummakot, Tónlistarskóli Eyjafjarðar skipa 2 fulltrúa hver.
Þá situr forstöðumaður íþróttamiðstöðvar í hópnum.

Sveitarstjóri sér til þess að kalla viðkomandi aðila úr hópnum til fundar og vinnu eftir því sem við á hverju sinni ásamt arkitektum eða öðrum ráðgjöfum eftir þörfum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20

Getum við bætt efni síðunnar?