Sveitarstjórn

603. fundur 02. febrúar 2023 kl. 08:00 - 10:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2301004F - Velferðar- og menningarnefnd - 4
Fundargerð 4. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2211018 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2022

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin tekur jákvætt í erindi samtakanna og er opin fyrir samstarfi á breiðum grunni. Nefndin leggur til að erindið sé kynnt fyrir skólanefnd.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.2 2212026 - Hælið setur um sögu berklanna - Styrkumsókn vegna fræðsluheimsókna

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Helga Hreinsdóttir og Jónas Vigfússon víkja af fundi undir fundarliðum 2 til og með 7.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem umsóknarfrestur var út runninn. Nefndin bendir umsækjanda á að sækja um fyrir næstu úthlutun.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 2212024 - Erla Dóra Vogler - Styrkumsókn vegna nýárstónleika par exelans

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði úthlutunarreglna.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 2212023 - Freyvangsleikhúsið - Styrkumsókn vegna tónleika fyrsta vetrardags 2022

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja tónleika Freyvangsleikhússins sem fram fór fyrsta vetrardag um 50.000 krónur vegna markaðskostnaðar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 2212022 - Hrund Hlöðversdóttir - Styrkumsókn vegna viðburðar Í Laugarborg

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja Hrund Hlöðversdóttur um 100.000 krónur vegna tónlistaviðburðar og upplestrar í Laugarborg.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.6 2212021 - Brunirhorse - Styrkumsókn vegna kynningarefnis 2023

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Berglind Kristinsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að styrkja sýningu á grafíkverkum í listaskálanum á Brúnum um 50.000 krónur vegna markaðskostnaðar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.7 2212020 - Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir, 100 ára saga félagsins

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélagið Hjálpina um 200.000 krónur vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.8 2209016 - Gjaldskrá um akstursþjónustu

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Málinu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.9 2209015 - Bjartur lífsstíll

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Formanni falið að stofna stýrihóp til að vinna að þessu verkefni.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.10 2010005 - Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Ákveðið að gera þessa könnun og fara yfir spurningar á næsta fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.11 1906003 - Heilsueflandi samfélag

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Nefndin leggur til að settur verði saman stýrihópur sem fylgir verkefninu eftir.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.12 2212005 - Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2022

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 4
Skýrsla safnstýru og samantekt sveitarstjóra lögð fram til kynningar og kann nefndin þeim bestu þakkir fyrir.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2301005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Fundargerð 381. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera þeð sér.
2.1 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Benjamín Davíðsson víkur að fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

2.2 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið enda sé kvöð um reiðleið þinglýst á lóðina um leið og hún er stofnuð.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða með þeirri kvöð að reiðleið verði þinglýst á lóðina um leið og hún er stofnuð.

2.3 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað sé eftir umsögn frá Vegagerðinni um nýja heimreið að Stóra-Hamri 1 og jafnframt er erindinu vísað í grenndarkynningu samkvæmt 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir umsögn Vegagerðarinnar um erindið og vísa því í grendarkynningu samkvæmt 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

2.4 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Skipulagsnefnd tekur ekki undir að útilokað verði að stofnvegir yfir hálendið séu hannaðir fyrir vöruflutninga á milli landshluta. Nefndin gerir að öðru leiti ekki athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins í samræmi við niðurstöður fundarins.

2.5 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað
og vill halda í þá fjölbreytni sem lagt var upp með í vinnu við deiliskipulagi Hrafnagilshverfisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afgreiðlu nefndarinnar og hafnar erindinu.

2.6 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýstar skipulagstillögur í erindum sem bárust frá Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Minjastofnunar.
Vegagerðin bendir á eftirfarandi atriði:
a) fjarlægð milli vegamóta að Dalsvegi (825) verði að vera amk. 150m og að tengingin geti því haft að einhverju leiti takmarkandi áhrif fyrir svæðið í næsta nágrenni. Ábendingin gefur ekki tilefni til ályktunar.
b) Tenging við Dalsveg (825) verði að vera hornrétt og lárétt næst vegi eins og kemur fram í skipulagstillögunni. Ábendingin gefur ekki tilefni til ályktunar.
c) Í kafla 2.2. í tillögunni að deiliskipulagi kemur fram að ekki megi byggja hús nær vegi en 50 m. þar sem Dalsvegur (825) er tengivegur. Samkvæmt gr 5.3.3.5 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 má ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús utan þéttbýlis nær stofn- og tengi vegi en 100m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aflað verði undanþáguheimildar frá ráðherra vegna staðsetningar byggingarreits, enda má gera ráð fyrir að lítið áreiti verði af veginum vegna þess hve lítil umferð er um hann.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýst skipulasgstillaga verði samþykkt skv. 1. gr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum ábendingum frá Vegagerðinni og að aflað verði undanþáguheimildar frá ráðherra vegna staðsetningar byggingarreits. Með fyrirvara um að undanþága fáist frá ráðherra varðandi staðsetningu byggingarreits samþykkir sveitarstjón samhljóða auglýsta skipulasgstillögu skv. 1. gr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.7 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við hlutaeigandi.

Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.8 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitatsjórn samþykkir samhljóða að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Fundargerðir til kynningar
3. 2212029 - Norðurorka - Fundargerð 281. fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. 2301025 - SSNE - Fundargerð 46. stjórnarfundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. 2301026 - SSNE - Fundargerð 47. stjórnarfundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. 2301016 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 917
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

Almenn erindi
7. 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Lagt fram til kynningar.

8. 2301005 - FÍSOS - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Sveitarstjórn áréttar við stjórn FÍSOS að ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess.

Hver er stefna sveitarstjórnar varðandi framtíð safnsins?
Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins.

Hvað hyggst sveitarstjórn gera við safnkost og sýningu safnsins ef húsnæði safnsins verður selt?
Ákveðið hefur verið að selja fasteign sveitarfélagsins að Sólgarði. Hingað til hefur verið gengið út frá því að sýningin geti verið áfram í húsnæðinu þrátt fyrir að sölu hússins að því gefnu að um slíkt semjist við nýjan eiganda. Sé það ekki mögulegt þarf að ræða hver afdrif sýningarinnar verða, til þess hefur ekki ennþá komið og er því ekki tímabært að gefa út yfirlýsingar um slíkt.

Allir sem að safninu koma hafa verið upplýstir um þetta í langan tíma og hafa starfsmenn þess unnið að því undanfarið ár að undirbúa safnmuni og sýningu í samráði við Minjasafnið á Akureyri og Þjóðminjasafn Íslands út frá því að munir geti ýmist farið í varðveislu eða áframhaldandi sýningu eftir því sem við á. Benda skal á að einungis hluti safnsins er til sýnis á Sólgarði en að hluti þess er þegar í hirslum víðsvegar í húsinu og er því verið að bæta varðveislu þeirra og skráningu til muna með því ferli sem í gangi er í dag.

Hefur sveitarstjórn hug á að selja sjálfa safneignina? Sbr. orð sveitarstjóra í viðtali við Akureyri.net þann 19. mars 2022: „Og ef einhver hefur áhuga á að vera með einhvern rekstur þá er það mögulegt. Ef sá aðili hefði áhuga á að vera með menningartengdan rekstur gæti Smámunasafnið verið áfram í Sólgarði.“
Áréttað skal að í viðtalinu sem FÍSOS vísar í við sveitarstjóra kemur hvergi fram að safnið og sýningin sé til sölu með húsinu og að fullyrðingar stjórnar FÍSOS um að sveitarstjóri segi í viðtalinu „að möguleiki sé á að kaupandi taki yfir safneignina og sýninguna“ eru beinlínis rangar. Í viðtalinu kemur fram að mögulega geti Smámunasafnið verið áfram í Sólgarði ef kaupandi hefur áhuga á að vera áfram með menningartengdan rekstur. Samræmist það þeim áherslum sem sveitarstjórn hefur haft allt fram til dagsins í dag varðandi sölu hússins. Til áréttingar þá er hér verið að tala um sýninguna sjálfa en óhjákvæmilegt verðir alltaf að koma öðrum munum annað í varðveislu. Þá kemur einnig fram í greininni að ef upp kemur sú staða að ekki verði mögulegt að selja húsið með þeirri áherslu að sýningin geti staðið áfram þar þá þurfi að skoða aðra kosti.

Tilvísun FÍSOS í viðtalið við sveitarstjóra á Akureyri.net má finna á slóðinni hér að neðan og hvetur sveitarstjórn alla sem áhuga hafa á að kynna sér áherslur sveitarstjórnar í sölu fasteigna sveitarfélagsins til að lesa það. Þó skal bent á að viðtalið er frá því snemma á árinu
2022. https://www.akureyri.net/is/moya/news/framtid-freyvangs-laugalands-og-solgards

9. 2301007 - Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka kr. 15.000.000.- vegna kaupa á landi. Útgjöldunum verður mætt með því að lækka handbært fé.

10. 2301020 - Stjórnsýslukæra vegna neitunar Eyjafjarðarsveitar að ákveða hagatoll fyrir land Þormóðsstaða I&II
Lagt fram til kynningar. Lögfræðingi sveitarfélagsins falið að fara með málið.

11. 2301021 - Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt
Lagt fram til kynningar. Lögfræðingi sveitarfélagsins falið að fara með málið.

15. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Minnisblað frá fundi með Norðurorku í janúar 2023. Sveitarstjórn lýsir miklum vonbrigðum með afstöðu Norðurorku varðandi lagningu hitaveitu að Torfum og Samkomugerði. Sveitarstjórn hvetur Norðurorku til að leita allra leiða til að hægt verði að stækka dreifikerfi veitunnar í sveitarfélaginu.

Almenn erindi til kynningar
12. 2301012 - Mennta- og barnamálaráðuneyti - Vegna stjórnsýslukæru
Lagt fram til kynningar. Lögfræðingi sveitarfélagsins falið að fara með málið.

13. 1912009 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum
Lögð fram til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sveitarfélagið er sýknað af kröfu stefnenda Holts og Ljósuborgar ehf.

14. 2212028 - SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn lýsir sig jákvæða gagnvart verkefninu og óskar eftir því að SSNE kalli saman til fundar fulltrúa þeirra sveitarstjórna sem að verkefninu koma.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?