Sveitarstjórn

606. fundur 16. mars 2023 kl. 08:00 - 10:05 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 5. fundar velferðar- og menningarnefndar. Var það samþykkt og verður 4. lidur dagskrár.
Dagskrá:

Forgangserindi
1. 2303009 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, fyrri umræða.
Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi og fór yfir ársreikning Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022. Ársreikningnum er vísað til síðari umræðu.

2. 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla


Við umræður um fundarliðinn mætti Ólafur Rúnar Ólafsson, lögfræðingur sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að hefja samningskaupaferli við þá aðila sem skiluðu inn tilboðum í útboði vegna viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og felur sveitarstjóra að hefja nýtt innkaupaferli.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að Í ferlinu verði tekið tillit til ábendinga sem komið hafa fram frá bjóðendum og öðrum sem leitt geta til þess að hagstæðustu mögulegu verð fáist í verkið miðað við þær forsendur og kröfur sem fram koma í gögnum.

Fundargerðir til staðfestingar
3. 2303003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386


Fundargerð 386. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og er skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.

3.2 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og er skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.

3.3 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað þar sem verið er að fara fram á aukið byggingarmagn og fjölgun íbúða. Breytingarnar munu hafa áhrif á heildar gæði skipulagsins með aukinni bílaumferð, skertu umferðaröryggi og draga úr almennum gæðakröfum sem lagt var upp með í vinnu við deiliskipulagi Hrafnagilshverfis
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

3.4 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt - enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land. Jafnframt sé sett inn kvöð sem tryggir aðkomu að skúrnum austan við lóðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og að kvöðum um aðkomu og veitur sé þinglýst á umlykjandi land. Jafnframt sé sett inn kvöð sem tryggir aðkomu að skúrnum austan við lóðina.

3.5 2303010 - Leifsstaðir II - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísar erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.


4. 2303001F - Velferðar- og menningarnefnd - 5
Fundargerð 5. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 5
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn, eftir skoðunarferð um safnið og umræðu um málið, að sveitarstjóri taki að sér að auglýsa eftir áhugasömum aðila til þess að taka að sér að sjá um sýningu Smámunasafns Sverris Hermannssonar sumarið 2023 á svipuðu formi og verið hefur undanfarin ár.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Velferðar- og menningarnefndar og felur sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar. Gengið verði út frá því að opnunartími verði sambærilegur og fyrri ár.


4.2 2303008 - Minjasafnið á Akureyri kynning á starfsemi

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 5
Nefndin þakkra Haraldi fyrir góða kynningu á starfsemi Minjasafnsins og aðkomu þess að Smámunasafni Sverris Hermannssonar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.3 2302004 - Verðskrá leiguíbúða

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 5
Velferðar- og menningarnefnd tekur tillögur að nýrri verðskrá vegna félagslegra leiguíbúða til umræðu og leggur til við sveitarstjórn að verðskráin verði samþykkt og hún innleidd á sama máta og verðskrá á almennum leigumarkaði.

Nefndin mun taka samþykktir sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði til umræðu á næsta fundi sínum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
5. 2302026 - HNE - Fundargerð 228
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. 2302028 - Norðurorka - Fundargerð 282. fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

7. 2302029 - Molta - 108. fundur stjórnar og ársreikningur 2022
Fundargerð og fyrirliggjandi ársreikningur Moltu fyrir árið 2022 gefa ekki tilefni til ályktana.

8. 2303003 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 919
Varðandi 9. lið fyrirliggjandi fundargerðar, leggur sveitarstjórn áherslu á að leitað verði til breiðs hóps sveitarfélaga og hagaðila þegar kemur til endurskoðunar á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf.
Staðhættir og hefðir eru mjög mismunandi eftir svæðum og sveitarfélögum og því afar mikilvægt að horfa til þeirra þátta við endurskoðun slíkra laga. Þá er mikilvægt horfa til þess að tryggja sveigjanleika laganna með því að efla lagastoðir fjallskilasamþykkta og búfjársamþykkta viðkomandi svæða.
Sveitarstjórn óskar eftir að fá að koma að vinnu vegna málsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna málsins og er reiðubúin að skipa fulltrúa í vinnuhóp vegna þess.

Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

Almenn erindi
9. 2302025 - HNE - Fundargerð 227
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

10. 2303002 - SSNE - Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE)
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samstarfssamning fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar afgreiðslu á ársþingi SSNE, 14. - 15. apríl 2023.

11. 2303007 - Húsnæðisáætlun 2023
Sveitarstjóri hefur gert drög að uppfærðri húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og þarfnast hún samþykkis sveitarstjórnar áður en hún birtist á vef Húsnæðis og Mannvirkjastofnunnar.

Fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun 2023 er samþykkt.

12. 2302002 - Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða
Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekin til síðari umræðu og samþykkur samhljóða.

13. 2302003 - Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða
Fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða.

14. 2302030 - Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða
Fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða.

15. 2301024 - SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum
SSNE býður sveitarfélögum svæðisins að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að fylgja því úr vör.

16. 2303016 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs - Samráðsgátt
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir athugasemd við að aðeins sé veittur 2 vikna frestur til að skila inn umsögn um jafn viðamikið mál og "Endurskoðun á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga" sem nú liggur frammi í samráðsgátt stjórnvalda. Flestar sveitarstjórnir funda á 2 til 4 vikna fresti.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05

Getum við bætt efni síðunnar?