Sveitarstjórn

607. fundur 30. mars 2023 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2303004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5
Fundargerð 5. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2301024 - SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 2302015 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Eyjafjarðarsveit

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5
Rætt um fyrirkomulag gjaldtöku á gámasvæðinu. Lagt er til að hefja gjaldtöku á gámasvæðinu 1.júní. Rætt um að kynna þurfi verkefnið vel fyrir sveitungum.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


2. 2303006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Fundargerð 387. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsing rammahluta aðalskipulags, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sé vísað í kynningarferli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingu rammahluta aðalskipulags, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sé vísað í kynningarferli.

2.2 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé áfram gert ráð fyrir áframhaldandi göngu og hjólastíg til norðurs vestan bílastæðis eins og fram kemur á gildandi deiliskipulagi.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda sé áfram gert ráð fyrir áframhaldandi göngu og hjólastíg til norðurs vestan bílastæðis eins og fram kemur á gildandi deiliskipulagi.

2.3 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Hákon Harðarson vék af fundi.
Erindinu er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 2303001 - Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi.
Skipulagsnefnd fagnar fjölda og fjölbreytileika innsendra tillagna.
Skipulagsnenfdn fjallar um innsendar tillögur að nýjum götuheitum fyrir tvær götur í Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að nefna götu E Hólmatröð og að gata D verði nefnd Hrafnatröð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að gata E verði nefnd Hólmatröð og að gata D verði nefnd Hrafnatröð.

2.5 2303024 - Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Benjamín Davíðsson vék af fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið, enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land.

2.6 2303029 - Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387
Guðmundur Óskarson vék af fundi.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar framkvæmdir og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þær.
Guðmundur Óskarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
3. 2303013 - Flokkun - Stjórnarfundur 9. mars 2023
Fyrirliggjandi fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

4. 2303014 - Flokkun Eyjafjörður ehf. - Aðalfundur og ársreikningur 2022
Fyrirliggjandi fundargerð og ársreikningur gefa ekki tilefni til ályktana.

5. 2303018 - Molta - Fundargerð aðalfundar 15. mars 2023
Fyrirliggjandi fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

6. 2303022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 920
Fyrirliggjandi fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

Almenn erindi
7. 2303012 - Edda Kamilla Örnólfsdóttir - Ósk um kaup á hluta lands
Fyrir fundinum lá erindi frá Eddu Kamillu Örnólfsdóttur, þar sem hún spyrst fyrir um hvort sveitarfélagið sé tilbúið til að selja henni spildu úr landi Melgerðis. Sveitarstjórn er sammála um að landið sé ekki til sölu. Skristofu er falið svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

8. 2303009 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, síðari umræða.
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.

Helstu niðurstöður:

Í ársreikningi ársins 2022 kemur fram að veltufé frá rekstri A og B hluta er 192,3 eða 13,3% af rekstrartekjum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 192,8 mkr. eða sem nemur um 13,8% af heildartekjum A og B hluta.
Langtímaskuldir A hluta eru engar en langtímaskuldir B hluta eru 61,3 millj. og er það eingöngu vegna leiguíbúða. Á sveitarfélaginu hvíla engar lífeyrisskuldbindingar.
Handbært fé í árslok var 332,1 millj. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er 0% en má vera 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Á árinu 2022 var unnið að hönnun á nýjum leikskóla og viðbyggingu við grunnskólann. Þá var á árinu steyptur upp grunnur nýja leikskólans. Það er ljóst að fjárhagur sveitarfélagsins er sterkur og rekstur sveitarfélagsins í góðu jafnvægi.

 


9. 2303026 - Gjaldskrá vegna þjónustu Sipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Sveitarstjórn samþykkti gjaldskrána og við gildistöku hennar fellur úr gildi gjaldskrá nr. 652/2012 fyrir framkvæmdaleyfisgjald og skipulagsvinnu í Eyjafjarðarsveit, sem og eldri gjaldskrá vegna byggingareftirlits byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis nr. 1298/2013.

10. 2303017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?