Sveitarstjórn

608. fundur 18. apríl 2023 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2304001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Fundargerð 388. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Hákon Bjarki Harðarson víkur að fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land. Janframt er sett kvöð um að lóðarhafi hefti ekki umferð um heimreið og hlað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land. Janframt er sett kvöð um að lóðarhafi hefti ekki umferð um heimreið og hlað.

1.2 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Benjamín Davíðsson víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa skipulagstillögunum í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er skipulagshönnuði bent á að samræma stærð lóðar í skipulagstillögunni.

1.3 2304001 - Árbær - byggingarreitur fyrir viðbyggingu

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

1.4 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í ferli og umsækjanda falið að skila inn skipulagslýsingu.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í ferli og er umsækjanda falið að skila inn skipulagslýsingu.

1.5 2304003 - Eyrarland - byggingarreitur fyrir gróðurhús

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.

1.6 2303031 - Eyrarland - ósk um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará, vestan Fosslands

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita efnistökuleyfi fyrir 5000m3 til eigin nota enda verði ekki farið inn á hverfisverndarsvæðið.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir við skipulagsnefnd að taka það aftur til umfjöllunar vegna skorts á gögnum.

1.7 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Búið er að koma til móts við athugasemdir sem settar voru fram í grendarkynningu með því að hliðra húsinu frá landamerkjum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

1.8 2304005 - Eyrarland - lóðarmörk og staðfang 2023

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 388
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


Fundargerðir til kynningar
2. 2303032 - Molta - 109. stjórnarfundur
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

3. 2303036 - Minjasafnið á Akureyri - 6. fundargerð stjórnar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

4. 2303037 - Minjasafnið á Akureyri - 7. fundargerð stjórnar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

5. 2304002 - SSNE - Fundargerð 51. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

6. 2304006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 921
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

7. 2304013 - Norðurorka - Fundargerð 285. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Varðandi fyrsta lið fundargerðarinnar um ársreikning Norðurorku hf. 2022 þá leggst sveitarstjórn gegn því að greiddur sé arður úr félaginu og leggur til að þeir fjármunir séu frekar nýttir í rannsóknir og innviðauppbyggingu kerfisins. Ítrekar sveitarstjórn þannig að auki bókanir fyrri ára vegna arðgreiðslna úr félaginu.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktana.

8. 2304012 - Norðurorka - Fundargerð 284. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
9. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Velferðar- og menningarnefnd: Halldór Örn Árnason er skipaður aðalmaður fyrir hönd F-lista og Krisján Hermann Tryggvason tekur varasæti í nefndinni fyrir F-lista.
Sigurður Eiríksson aðalmaður F lista í nefndinni hefur flutt úr sveitarfélaginu og víkur því úr sæti og er honum þakkað fyrir sín störf.


12. 2304014 - Íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn fagnar góðri þátttöku á íbúafundi félaganna um viðburðarhald í Eyjafjarðarsveit og þakkar gott framtak þeirra til að stuðla að áframhaldandi góðri samkennd og viðburðarhaldi í sveitarfélaginu.

Almenn erindi til kynningar
10. 2303035 - Eigendafundur Norðurorku hf. 19. apríl 2023
Fulltrúar Eyjafjarðarsveitar á fundinum verður Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri og Hermann Ingi Gunnarsson oddviti sveitarstjórnar.

11. 2303034 - Norðurorka - Aðalfundur 25. apríl 2023
Lagt fram til kynningar og Hermann Ingi Gunnarsson, oddvita sveitarstjórnar, falið að fara með umboð Eyjafjarðarsveitar á fundinum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

Getum við bætt efni síðunnar?