Sveitarstjórn

610. fundur 11. maí 2023 kl. 08:00 - 09:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
2. 2305001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Fundargerð 390. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2304031 - Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar og vísar erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
 
2.2 2304035 - Hjallatröð 3 - frávik frá budninni byggingarlínu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Skipulagsnefnd telur sýnt að byggingaráformin skerði ekki hlut nágranna að neinu leyti og leggur því til við sveitarstjórn að hliðrun frá bundinni byggingarlínu verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2012.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulasnefndar og samþykkir hliðrun frá bundinni byggingarlínu á lóðinni Hjallatröð 3 sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
 
2.3 2305004 - Espiholt - umsókn um stækkun lóðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir innkomið erindi frá Jóhannesi Ævari Jónssyni fyrir hönd Espihóll ehf. eigenda Espihóls, þar sem óskað er eftir að stækka lóð Espiholts L 191469.
 
2.4 2305005 - Skólatröð 8 - beiðni um að breyta lóð úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Erindinu frestað afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.5 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar skulu kynntar á opnum fundi og með erindi til viðeigandi hagsmunaaðila.
Kjartan Sigurðsson víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar tillögum að deiliskipulagsbreytingu og aðalskipulagsbreytingu í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar skulu kynntar á opnum fundi og með erindi til viðeigandi hagsmunaaðila.
 
2.6 2305008 - Kotra 12 - umsókn um byggingu gestahúss
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390
Skipulagsnefnd telur að þar sem húsið er alfarið innan byggingarreits og þar sem samanlagt byggingarmagn á lóðinni er langt innan leyfilegra marka samkvæmt deiliskipulagi leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2012. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mælst verði til þess við lóðarhafa að útlit gestahússins skuli samræmt við íbúðarhúsið.
Sveitarstjórn samþykkir innkomið erindi um byggingu 40 fermetra gestahúss sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi skv. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Mælst er til þess við lóðarhafa að útlit gestahússins skuli samræmt við íbúðarhúsið.
 
 
Fundargerðir til kynningar
3. 2305007 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 925
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4. 2305009 - Flokkun Eyjafjörður ehf. - Stjórnarfundur 9. mars 2023
 
Almenn erindi
1. 2304004 - Ytri-Varðgjá - kynning landeigenda á fyrirhuguðum byggingaráformum hótel Gjár
Eigendur Ytri Varðgjár þau Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer mættu á fund sveitarstjórnar ásamt Ómari Ívarssyni skipulagshönnuði og kynntu áform um fyrirhugaða hótelbyggingu, Hótel Gjá.
Undir þessum lið mættu einnig fulltrúar skipulagsnefndar þau Hákon Bjarki Harðarsson og Anna Guðmundsdóttir ásamt skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu á verkefninu.
 
5. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn fagnar því að uppfærð gögn frá Eflu sýni að verkefnið muni skila Norðurorku þeirri arðsemiskröfu sem félagið gerir til sinna veitna.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um allt að því 15 milljónir króna svo af því geti orðið.
Sveitarstjórn felur oddvita sveitarstjórnar og sveitarstjóra að halda áfram samtali við eigendur fasteigna á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum svo að hægt sé að koma inn formlegu erindi til Norðurorku við fyrsta tækifæri.
 
6. 2305011 - Lóðarúthlutun tilkynning og samkomulag
Sveitarstjórn samþykkir að tilkynning um úthlutun lóða fari héðan í frá með úthlutunartilkynningu og samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að yfirfara samþykktir um gatnagerðargjald í Eyjafjarðarsveit.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50
Getum við bætt efni síðunnar?