Dagskrá:
Fundargerð
1. 2305003F - Framkvæmdaráð - 133
Fundargerð 133. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2305012 - Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 133
Framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum frá leikskólastjóra um hvaða lausn henti þeim best með tilliti til starfseminnar og felur sveitarstjóra að vinna að heppilegum lausnum með þeim í samstarfi við starfsmenn eignasjóðs.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 2305006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Fundargerð 391. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2305017 - Jódísarstaðir - umsókn um stofnun lóðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að stofna frístunda lóð á svæði sem merkt er F6 í Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Deiliskipuleggja þarf svæðið til að hægt sé að samþykkja byggingarreit. Ekki er gerð athugasemd við nafngiftina.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til að stofnuð verði frístundalóð úr landi Jódísarstaða á svæði sem merkt er F6 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar. Deilskipuleggja þarf svæðið áður en byggingarreitur er samþykktur. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina.
2.2 2305021 - Torfur - beiðni um tilfærslu efnistökuleyfa milli malarnáma 2 og 4
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Benjamín Davíðsson víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn frá Vegagerðinni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda liggi fyrir jákvæð umsögn frá Vegagerðinni.
2.3 2305016 - Sigtún 2 - Sigtún efra - beiðni um breytt staðfang
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir nafnið Sigtún efra á eldra íbúðarhús jarðarnnar.
2.4 2305023 - Eyrarland - beiðni um óverulega aðalskipulagsbreytingu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi um að að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í landi Eyrarlands. Breytingin er til komin vegna þess að Íbúðarsvæði ÍB14 er þrískipt og eru þegar 5 hús á einu svæðinu og er þar ein lóð óbyggð. Á hinum svæðunum hefur landeigandi uppi áform um að byggja allt að 10 íbúðarhús og því verða alls 16 íbúðarhús á svæðunum þremur.
2.5 2305022 - Eyrarland - tilkynning um efnistökuleyfi til einkanota
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við erindið þar sem að engar kvaðir hvíla á umræddu landi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsasemd við fyrirhugaða efnistöku til einkanota.
2.6 2305024 - Hrísar - umsókn um stofnun nýrrar landeignar, Hrísar 2
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 391
Erindinu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 2305004F - Velferðar- og menningarnefnd - 6
Fundargerð 6. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2304032 - Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Nefndin þakkar fyrir áhugaverða umsókn. Næsta úthlutun úr menningarsjóði er 1. nóvember 2023 og því er umfjöllun um umsóknina frestað og hún verður tekin til efnismeðferðar samhliða öðrum umsóknum þegar nær dregur úthlutunardegi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 2304034 - Vinnuskóli 2023
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Nefndin leggur til, að teknu tilliti til hlutverks vinnuskólans, verkefnastöðu undanfarin ár og tímafjölda sem boðið er upp á í sveitarfélögunum í kringum okkur, að tímafjöldi fyrir hvern aldursflokk verði allt að tvöfaldaður. Þá verði lögð áhersla á fræðsluhlutverk Vinnuskólans, varðandi öryggi í starfi, fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, fyrstu hjálp og fleira slíkt. Lagt er til að börnum á sama aldri sem starfa á öðrum vinnustöðum í sveitarfélaginu verði boðið upp á að sækja sömu námskeið og fræðslu.
Sveitarstjórn samþykkir að sumarið 2023 verði tímafjöldi sem í boði er aukin frá fyrra ári og verði fyrir 14 ára 100 klst, 15 ára 150 klst og 250 klst fyrir 16 ára.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að boðið verði upp á námskeið í skólanum t.d. um öryggi á vinnustöðum, fyrstu hjálp og réttindiog skyldur á vinnumarkaði. Námskeiðin verði opin fyrir börn á sama aldri og eru búsett í sveitinni.
3.3 2304033 - Jafnréttisstofa - Kynjahlutföll í ráðum og nefndum sveitarfélaganna
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2303017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 2303023 - Smámunasafn - umsóknir um rekstur
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Formaður kynnir stöðu mála varðandi rekstur Smámunasafnsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 2010005 - Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Nefndin leggur til að verkefnið verði skilgreint fyrir 18 ára og eldri, en ekki með efra aldurstakmarki líkt og nú er.
Þá beinir nefndin því til skrifstofu sveitarfélagsins að kannað verði, t.d. hjá sveitarfélögum, Landlækni og RHA, hvernig slíkar kannanir hafa verið framkvæmdar í sveitarfélögum hér í kring svo unnt verði að setja upp staðlaða könnun sem hægt verði að nýta reglulega til samanburðar.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og er skrifstofunni falið að afla upplýsinga t.d. hjá sveitarfélögum, Landlækni og RHA, hvernig slíkar kannanir hafa verið framkvæmdar í sveitarfélögum hér í kring svo unnt verði að setja upp staðlaða könnun sem hægt verði að nýta reglulega til samanburðar.
3.7 2202017 - Öldungaráð
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipað verði öldungaráð fyrir Eyjafjarðarsveit skv. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og felur skrifstofunni að vinna drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð.
3.8 2305019 - Ungmennaráð
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 6
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipað verði ungmennaráð fyrir Eyjafjarðarsveit skv. erindisbréfi sveitarstjórnar frá 22. september 2022.
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir tilnefningum í ráðið þannig að það verði hægt að skipa það í haust.
Fundargerðir til kynningar
4. 2305010 - Markaðsstofa Norðurlands - Starf Flugklasans Air 66N 1. okt. 2022 - 30. apríl 2023
Lagt fram til kynningar.
5. 2305014 - SSNE - Fundargerð 52. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Almenn erindi
6. 2305013 - Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið ræða við stjórn félagsins.
7. 2305018 - SSNE - Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Noðrurlandi 2023-2036
Lagt fram til kynnirnar. Tillögunni er vísað til umsagnar hjá umhverfis- og atvinnumálanefnd.
9. 2305026 - Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2023
Sveitarstjórn samþykkir að taka upp veitingu hvatningarverðlauna.
Almenn erindi til kynningar
8. 2305015 - Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna
Lagt fram til kynningar og vísað til kynniningar hjá velferðar- og mennningarnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50