Sveitarstjórn

612. fundur 13. júní 2023 kl. 08:00 - 09:56 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2306001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Fundargerð 392. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2305024 - Hrísar - umsókn um stofnun nýrrar landeignar, Hrísar 2
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindi um að stofnuð verði lóð úr landi Hrísa 152655 undir íbúðarhús. Jafnframt er samþykkt að lóðin fái heitið Hrísar 2.
 
 
1.2 2305033 - Brúnahlíð Brúarlandi - leiðrétting á skipulagsmörkum
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsmörk verði leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Skipulagsstofnun. Þetta leiðréttist til að deiliskipulag Brúarlands, íbúðarbyggð geti öðlast gildi.
 
1.3 2305036 - Eyrarland lóð 11-12 - umsókn um stækkun frístundahúss
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
 
1.4 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæða í landi Stóra-Hamars. Skipulagslýsingunni er vísað í kynningarferli.
 
1.5 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindi um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði.
 
1.6 2306004 - Ásar - umsókn um byggingarreit við íbúðarhús
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi frá Jónasi Vigfússyni f.h. Árna Sigurðssonar á Ásum L. 186718 um nýjan byggingarreit fyrir sólstofu, gróðurhús og hugsanlegt gestahús, neðan við núverandi byggingarreit íbúðarhúsins á Ásum.
Erindinu er vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
 
1.7 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
2. 2305008F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 266
Fundargerð 266. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 266
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.2 2304009 - Leikskólinn Krummakot - Fjölgun barna
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 266
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.3 2305027 - Mat á skólastarfi, nemenda og starfsmannakönnun Skólapúlsins 2023
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 266
Lagt fram til kynningar.
 
Nemendakönnun gefur til kynna að nemendum líði marktækt betur í skólunum, en í flestum öðrum skólum og að skólastarf sé almennt á pari við skólastarf í skólum af svipaðri stærð. Athygli vekur þó ánægju af lestri og náttúrufræði er marktækt meiri en almennt gerist.
 
Starfsmannakönnun sýnir að starfsandi er ámóta góður og almennt gerist en vísbendingar eru um að vel þurfi að hlúa að starfsmannahópnum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
3. 2305007F - Framkvæmdaráð - 134
Fundargerð 134. fundar framkvæmdaráð tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2305012 - Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 134
Elmar fór yfir þá valkosti sem skoðaðir hafa verið til að fjölga rýmum á Krummakoti næsta haust. Til fundarins mættu Erna Káradóttir og Heiðdís Pétursdóttir frá Krummakoti. Afgreiðslu frestað og Elmar mun skoða leikskóla i Borgarnesi úr samskonar húseiningum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.2 2304030 - Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2023
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 134
Lagt fram til kynningar.
Eitt tilboð barst og var það frá GV gröfum kr. 41.915.500.- sem er 50,85% af kostnaðaráætlun sem var kr. 82.430.000.-
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.3 2106008 - UMF Samherjar - Útikörfuboltavöllur
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 134
Til fundarins mættu Gunnbjörn Ketilsson, Sara María Davíðsdóttir og Svanhildur Ósk Ketilsdóttir. Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við körfuboltavöll. Það kom fram að búið er að jarðvegsskipta. Næstu skref eru saga upp malbik, koma jöfnunarlagi, snjóbræðslu og malbika.
Aðilar eru sammála um að stefna á að þessum verkþáttum verði lokið í júní.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
4. 2306004F - Framkvæmdaráð - 135
Fundargerð 135. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2306006 - Kýrin Edda - Staðsetning
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 135
Framkvæmdaráð fundaði með stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar ásamt Beate listakonu vegna staðsetningar á listaverkinu Eddu. Samhljómur var um að Eddu væri vel komið fyrir norðan við Sólgarð þar sem hún mundi prýða sitt umhverfi vel.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sótt verði heimild hjá Ríkiseignum til að staðsetja Eddu þar og að ráðist verði í að koma henni fyrir þar svo fljótt sem auðið er.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
 
4.2 2305012 - Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 135
Sveitarstjóri og forstöðumaður eignasjóðs fóru yfir mögulega lausn varðandi stækkun kennslurýmis leikskólans en vettvangsferð í Borgarnes varpaði góðri sýn á þann möguleika að nota húseiningar til að bregðast við aukinni aðsókn á leikskólann.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fest verði kaup á einingum og að verkefnið verði sett í gang strax. Áætlað er að kostnaður við verkið sé um 25 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmdaráðs um kaup á húseiningum til að bregðast við aukinni aðsókn á leikskólann Krummakoti.
Áætlaður kostnaður er 25 millj. og er honum vísað til endurskoðunnar á fjárhagsáætlun ársins 2023.
 
 
5. 2306003F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 7
Fundargerð 7. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2305018 - SSNE - Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Noðrurlandi 2023-2036
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 7
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Svæðisáætlun Norðurlands verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Noðrurlandi 2023-2036.
 
5.2 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 7
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldtöku verði frestað til haustsins og dagsetning verði ákveðin síðar. Ástæða frestunar er mikilvægi þess að flokkunin verði kynnt vel fyrir íbúum og starfsfólkið vel þjálfað áður en gjaldtaka hefst.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
5.3 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 7
Stefnt á að fara ferð um sveitina 14.júní kl 19. Síðan mun ákvörðun um umhverfisverðlaun vera tekin í ágúst.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
6. 2306002F - Velferðar- og menningarnefnd - 7
Fundargerð 7. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2305020 - Íþróttamiðstöð - Vetraropnunartími sundlaugar 2023
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir tillögu forstöðumanns um að stytta opnunartíma Íþróttamiðstöðvar um helgar til kl. 18.
 
Nefndin óskar eftir því að forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar taki til skoðunar að sumaropnun Íþróttamiðstöðvar haldi sér þá daga sem göngur fara fram í Eyjafjarðarsveit í septembermánuði ár hvert.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund.
 
6.2 2305032 - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 2023
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Velferðar- og menningarnefnd hvetur til þess að íþróttavikan verði haldin í Eyjafjarðarsveit og sótt verði um styrk vegna viðburða til ÍSÍ. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar hefur fengið erindið frá ÍSÍ afhent og mun fá senda minnispunkta af fundi nefndarinnar um málið.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
 
6.3 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir tillögu umsjónarmanns Hyldýpis og forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um að bæta við starfsmanni af öðru kyni á þeim viðburðum sem skipulagðir eru af umsjónarmanni í félagsmiðstöðinni.
 
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir sem settar eru fram í erindinu um aukinn opnunartíma félagsmiðstöðvar, en vill beina erindinu til frekari umræðu hjá Ungmennaráði. Óskað er eftir að lagðar verði fram frekari ábendingar og tillögur eftir slíka umræðu til að unnt verði að taka upplýsta ákvörðun um breyttan opnunartíma.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umræðu hjá ungmennaráði þegar það verður skipað í ágúst. Einnig er óskað eftir upplýsingum um áætlaðan launa- og aksturskostnað.
 
6.4 2305034 - Bjartur lífsstíll - heilsuefling 60
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Velferðar- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin telur æskilegt að upplýsingum um lýðheilsumál innan sveitarfélagsins verði komið á framfæri á einum stað.
Lagt fram til kynningar.
 
6.5 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Smámunasafnið.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
6.6 2305015 - Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 7
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fundargerðir til kynningar
7. 2305029 - HNE - Fundargerð 229
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
8. 2305030 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 926
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
9. 2305031 - Norðurorka - Fundargerð 286. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 
10. 2306001 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 927
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 
11. 2306005 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 928
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
12. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Oddviti sveitarstjórnar og sveitarstjóri hafa átt annan fund með eigendum fasteigna á svæðinu frá Sámsstöðum að Stekkjarflötum. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur varðandi verkefnið, spurningum svarað og velt upp sviðsmyndum og næstu skrefum.
 
Sveitarstjórn tekur undir fyrirliggjandi áskorun um lagningu hitaveitu frá Sámsstöðum að Stekkjarflötum. Sveitarstjóra og oddvita er falið að vinna málið áfram.
 
13. 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Fyrir lá samningur við Minjasafnið á Akureyri og rekstur Smámunasafnsins 2023. Samningurinn er samþykktur samhljóða.
 
Almenn erindi til kynningar
14. 2206018 - Þormóðsstaðir - Lausafé í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels
Kynnt er niðurstaða sýslumanns í máli um að landsvæði í Sölvadal sé afréttur.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:56
Getum við bætt efni síðunnar?