Sveitarstjórn

613. fundur 27. júní 2023 kl. 08:00 - 09:25 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2306007F - Framkvæmdaráð - 136
Fundargerð 136 fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 136
Á fundinn mættu Ragnar Bjarnason, verkfræðingur, Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur og Ólafur Rúnar Ólafsson, lögmaður.
 
Farið var yfir tilboð sem bárust í viðbygging Hrafnagilsskóla, en þau voru opnuð föstudaginn 16. júní kl. 10:00. Tvö tilboð bárust. Kostnaðaráætlun var 633 mkr. Tvö tilboð bárust. Tilboð ÁK smíði reyndist 109% af kostnaðaráætlun en tilboð B Hreiðarssonar var 107% af kostnaðaráætlun.
 
Framkvæmaráð þakkar bjóðendum fyrir vinnu við tilboðsgerð.
 
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ákveðið verði að veita lægstbjóðanda, B Hreiðarssonum verkið í samræmi við tilboð félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir og að veita lægst bjóðanda B.Hreiðarsson ehf verkið.
 
 
2. 2306008F - Framkvæmdaráð - 137
Fundargerð 137fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 137
Á fundinn mættu Ólafur Rúnar Ólafsson, Brynjólfur Árnason, Hreiðar B. Hreiðarsson og Sindri B. Hreiðarsson. Rætt var um væntanlega framkvæmdir við byggingu leik og grunnskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
3. 2306009F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Fundargerð 393 fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2305035 - Hleiðargarður 1 land - afmörkun sumarbústaðalóða
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en sett verði kvöð um aðgengi frá Eyjafjarðarbraut vestri (821).
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda verði sett kvöð um aðgengi frá Eyjafjarðarbraut vestri (821).
 
3.2 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagi fyrir Leifsstaði II verði vísað í auglýsingu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga 123/2010.
Allar áður inn sendar umsagnir halda gildi sínu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagi fyrir Leifsstaði II verði vísað í auglýsingu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga 123/2010. Allar áður inn sendar umsagnir halda gildi sínu.
 
3.3 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Benjamín Davíðsson vék af fundi undir þessum lið.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun, þær gefa ekki tilefni til ályktunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa aðal- og deiliskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innsendum umsögnum og vísar aðal- og deiliskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3.4 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda og skipulagshönnuð.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.5 2304031 - Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd fjallar um innsendar athugasemdir og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði hæsti punktur á bílskúr ekki hærri en lægsti punktur á þaki hússins.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið enda verði hæsti punktur á bílskúr ekki hærri en lægsti punktur á þaki hússins.
 
3.6 2306016 - Jódísarstaðir - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að áform um stofnun Jódísarstaðir lóðar D verði samþykkt.
Til umfjöllunar er staða deili- og aðalskipulags á landspildu í landi Jódísarstaða, norðan íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði aðalskipulagsbreyting þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra aðalskipulag. Einnig verði deiliskipulagstillaga auglýst að nýju.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áform um stofnun Jódísarstaðir lóðar D. Þá samþykkir sveitarstjórn að gerð verði aðalskipulagsbreyting þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra aðalskipulag. Einnig verði deiliskipulagstillaga auglýst að nýju.
 
3.7 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands, Norðurorku og Vegagerðinni þar sem ekki voru gerðar athugasemdir. Minjastofnun bendir á að gera þurfi frekari rannsóknir á fornminjum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstar aðal- og deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulaganna. Skipulagsnefnd áréttar ennfremur að áður en til útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis á skipulagssvæðinu kemur skuli liggja fyrir samþykki Minjastofnunar vegna athugasemda sem fram koma í erindi stofnunarinnar sbr. ofangreint.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands, Norðurorku og Vegagerðinni þar sem ekki voru gerðar athugasemdir.
Minjastofnun bendir á að gera þurfi frekari rannsóknir á fornminjum. Sveitarstjórn samþykkir að auglýstar aðal- og deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
Sveitarstjórn áréttar ennfremur að áður en til útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis á lóðunum Hringalada 2-4-6-8-10 kemur, skuli liggja fyrir samþykki Minjastofnunnar vegna athugasemda sem fram koma í erindi stofnunarinnar.
 
 
 
 
 
3.8 2306024 - Jódísarstaðir lóðir 1-10 - nýtt nafn á götu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gatan fá heitið Jódísartún.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnið Jódísartún þar sem lóðir 1 - 10 standa í landi Jódísastaða.
 
3.9 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að í samræmi við ábendingu frá Innviðaráðuneytinu verði óskað eftir undanþágu vegna tveggja byggingarreita í landi Samkomugerðis vegna fjarlægðar frá vegi þar sem byggingarreitir séu annars vegar í um 40 metra og hins vegar í um 60 metra fjarlægð frá Dalsvegi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óskað verði eftir undanþágu vegna tveggja byggingarreita í landi Samkomugerðis, vegna fjarlægðar frá vegi. Byggingarreitir eru annars vegar í um 40 metra fjarlægð og hins vegar í um 60 metra fjarlægð frá Dalsvegi.
 
3.10 2306025 - Kotra 18 - beiðni um breytingu á skipulags- og lóðarmörkum
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 393
Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
Fundargerðir til kynningar
4. 2306021 - SSNE - Fundargerð 53. stjórnarfundar ásamt kynningu á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
5. 2306020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 930
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
6. 2306019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 929
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
7. 2306014 - Guðný Valborg Guðmundsdóttir og Mac Tilma - Óskað eftir heimild til heimakennslu
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði búið að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð 531/2009. Þá samþykkir sveitarstjórn að fela Ásgarði ehf eftirlit með kennslunni. Sveitasrstjórn óskar eftir að skólanefnd geri tillögu til sveitarstjórnar um verklag við afgreiðslu umsókna um heimakennslu.
 
8. 2305026 - Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um veitingu Hvatningarverðlauna Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023. Verðlaunin eru veitt einstaklingi og eða einstaklingum sem hafa látið gott af sér leiða til hagsbóta fyrir samfélagið. Tilkynnt verður fljótlega um hver hafi hlotið verðlaunin 2023.
 
9. 2305020 - Íþróttamiðstöð - Vetraropnunartími sundlaugar 2023
Sveitarstjórn leggur til að opnunartími sundlaugar verði óbreyttur en vaktafyrirkomulagi verði breytt.
Þá var samþykkt að breyta fyrirkomulagi morgunvakta samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði. Þannig skapaðist líka tími til sinna meira og betur verkefninu heilsueflandi samfélags og auðvelar skipulag skólasunds. Áætlaður kostnaður er 160 þús. á mánuði. Við gerð fjárhagsáætunar fyrir 2024 verði farið yfir reynsluna af þessum breytingum.
 
10. 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar er áætluð aukning vegna ráðningar annars starfsmanns 110 klst yfir skólaárið eða um 650 þúsund.
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25
Getum við bætt efni síðunnar?