Fundargerð
|
1.
|
2307001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
394. fundur skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
|
|
1.1
|
2306025 - Kotra 18 - beiðni um breytingu á skipulags- og lóðarmörkum
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
|
1.2
|
2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og kallar eftir málsettri afstöðumynd.
|
|
Gefur ekki tilefni til ályktana.
|
|
|
1.3
|
2304026 - Kotra 17 - umsókn um stækkun byggingarreits
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna samþykkt skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
1.4
|
2306026 - Finnastaðir - beiðni frá HMS um aðgreiningu staðfanga
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir sjónarmiðum eigenda á að breyta staðfangi jarðarinnar í Finnastaðir í Sölvadal.
|
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og verður kallað eftir sjónarmiðum eigenda á að breyta staðfangi jarðarinnar í Finnastaðir í Sölvadal.
|
|
|
1.5
|
2307003 - Gilsá 2 lóð - umsókn um byggingu aðstöðuhúss við núverandi frístundahús
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
|
1.6
|
2307005 - Hrafnatröð 6 - beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
|
|
|
1.7
|
2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegri upplýsingum um athafnarými umhverfis geymsluskúr austast á lóðinni. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
|
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
|
|
|
1.8
|
2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillagan verði uppfærð á viðeigandi hátt og að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Benjamín Davíðsson vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aðalskipulagstillagan sé uppfærð á viðeigandi hátt og að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
1.9
|
2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögu.
|
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og er skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögu.
|
|
|
1.10
|
2307004 - Hótel í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi - umsagnarbeiðni vegna matsskylduákvörðunar Skipulagsstofnunar
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdartilkynningin geri góða grein fyrir framkvæmdinni og nefndin telur ekki tilefni til þess að framkvæmdin undirgangist umhverfismat. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé háð annarsvegar framkvæmdaleyfi og hinsvegar byggingarleyif sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svarbréf svo hljóðandi verði sent Skipulagsstofnun.
Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi.
|
|
Anna Guðmundsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar um að framkvæmdartilkynningin geri góða grein fyrir framkvæmdinni og telur ekki tilefni til þess að framkvæmdin undirgangist umhverfismat. Sveitarstjórn telur að framkvæmdin sé háð annarsvegar framkvæmdaleyfi og hinsvegar byggingarleyfi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að svarbréf svo hljóðandi verði sent Skipulagsstofnun.
|
|
|
1.11
|
2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
|
|
|
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 394
|
|
Skipulagsnefnd telur að fjalla þurfi á ítarlegri hátt um nokkra þætti framkvæmdarinnar í skipulagsgögnum, einkum í umhverfisskýrslunum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar sveitarfélagsins fundi með skipulagshönnuði og fari yfir tiltekin atriði skv. minnislista sem tekinn var saman við umfjöllun nefndarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði til fundar við Norðurorku skv. ósk fyrirtækisins.
Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi.
|
|
Anna Guðmundsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókum skipulagsnefndar og að fulltrúar sveitarfélagsins fundi með skipulagshönnuði og fari yfir tiltekin atriði skv. minnislista sem tekinn var saman við umfjöllun nefndarinnar og að kallað verði til fundar með Norðurorku skv. ósk fyrirtækisins.
|
|
|
|
|
Fundargerðir til kynningar
|
2.
|
2306030 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 931
|
|
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
|
|
|
|
3.
|
2306031 - Norðurorka - Fundargerð 287. fundar
|
|
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
|
|
|
|
4.
|
2307002 - HNE - Fundargerð 230
|
|
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
|
|
|
|
Almenn erindi
|
5.
|
2302006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
6.
|
2308010 - Lausaganga-ágangur búfjár
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
7.
|
2210013 - Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
|
|
Drög af þjónustusamningi við Akureyrarbær um málefni fatlaðs fólks tekið til fyrri umræðu.
|
|
|
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
|
|
|
|
8.
|
2308011 - Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar
|
|
Afgreiðslu er frestað og samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku.
|
|
|
|
9.
|
2306006 - Kýrin Edda - Staðsetning
|
|
Kýrin Edda verður vígð við Sólgarð laugardaginn 19.ágúst.
|
|
|
Kýrinni Eddu hefur verið komið fyrir við Sólgarð og verður vígð laugardaginn 19. ágúst. Sveitarstjórn þakkar Ferðamálafélaginu fyrir frumkvæðið og öllum þeim sem komu að verkefninu og styrktu það.
|
|
|
|
10.
|
2305026 - Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2023
|
|
Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2023 verða veitt formlega á fundinum og hafa verðlaunarhafar verið boðaðir á fundinn.
|
|
|
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á 613. fundi 27.júní, að veita ábúendum í Hvammi Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2023.
Sveitarstjórn þakkar Páli Snorrasyni, Herði Snorrasyni og Helgu Hallgrímsdóttur í Hvammi fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum. Að eigin frumkvæði hafa þau lagt sig fram við að upplýsa og fræða gesti stígsins með því að láta hanna og koma fyrir einstaklega smekklegum og skemmtilegum áningastöðum sem prýddir eru með fjölbreyttum skiltum. Til votts um virðingu og þakklæti sveitarstjórnar fyrir framtakið hefur sveitarstjórn fengið Ísleif Ingimarsson til að útbúa listaverk og færir þeim það að gjöf.
|