Sveitarstjórn

616. fundur 14. september 2023 kl. 08:00 - 09:05 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson
  • Stefán Árnason
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason Skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2309001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Fundargerð 396. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2306003 - Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi frá eigendum Brúnaholts L152581 um stofnun lóðar undir íbúðarhús og að lóðin fái heitið Holt.
 
1.2 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Lagt fram og kynnt.
 
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.3 2309002 - Ysta-Gerði lóð - beiðni um breytt staðfang
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi frá eiganda Ysta-Gerði lóð L222099 um að lóðin fái nafnið Álfagerði.
 
1.4 2307004 - Hótel í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi - umsagnarbeiðni vegna matsskylduákvörðunar Skipulagsstofnunar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.5 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Erindinu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með landeigendum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.6 2309010 - Flokkun landbúnaðarlands - endurskoðun aðalskipulags 2023
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.7 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Erindinu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.8 2309016 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - skipulagsskilmálar við Hrafnatröð
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.9 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 L152778.
 
 
Fundargerðir til kynningar
2. 2309008 - Norðurorka - Fundargerð 288. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
3. 2202017 - Öldungaráð
Drög að erindisbréfi fyrir Öldungaráð Eyjafjarðarsveitar lagt fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa erindisbréfinu til umsagnar hjá velferðar- og menningarnefnd og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
4. 2212028 - SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers
Lagt fram erindi frá SSNE ásamt drögum að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykktir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.
 
5. 2305013 - Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði
Lagt fram til kynningar.
 
6. 2309007 - Málstefna Eyjafjarðarsveitar
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
 
Almenn erindi til kynningar
7. 2309009 - Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn mótmælir niðurskurði á svo mikilvægri þjónustu sem löggæslumál og forvarnir eru.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05
Getum við bætt efni síðunnar?