Sveitarstjórn

618. fundur 12. október 2023 kl. 08:00 - 10:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2310001F - Framkvæmdaráð - 139
Fundargerð 139. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 139
Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.2 2310004 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla - lóð og tæki
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 139
Farið yfir helstu atriði varðandi lóð.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.3 2310003 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla - innréttingar og innanstokksmunir
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 139
Farið yfir helstu ábendingar varðandi innréttingar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.4 2310001 - Innviðaráðuneytið - Römpum upp Ísland
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 139
Framkvæmdaráð óskar eftir yfirliti frá forstöðumanni eignasjóðs yfir svæði sem fallið geta að verkefninu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
2. 2310002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Fundargerð 398. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2306026 - Finnastaðir - beiðni frá HMS um aðgreiningu staðfanga
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jörðin fái því nafnið Finnastaðir í Sölvadal.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að jörðin fái nafnið Finnastaðir í Sölvadal.
 
2.2 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa aðalskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og vísar aðalskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2.3 2310011 - Teigur - umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku 2023
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið enda liggja fyrir öll nauðsynleg gögn.
Skipulagsnefnd leggur til að efnistökuheimild verði framlengt enda hafi heimiluði magni á tímabilinu ekki verið náð. Einungis voru teknir 6.300 rúmmetrar af efni á tímabili framkvæmdaleyfisins. Því verði framkvæmdaleyfi gefið út á ný til eins árs með heimilaða efnistöku uppá 8.700 rúmmetra í samræmi við skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að nýtt framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Teig skuli gefið út með 8.700 rúmmetra heimild til eins árs í samræmi við skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021. Leyfið skal öðlast gildi strax.
 
2.4 2309035 - Háaborg - umsókn um stofnun lóðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að stofnuð verði ný lóð út úr jörðinni Háaborg. Lóðin skuli fá nýtt fasteignanúmer.
 
2.5 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Innsendar umsagnir rædddar, afgreiðslu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.6 2309044 - Hvítbók um skipulagsmál
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Lagt fram og kynnt.
Verður tekið fyrir aftur og afgreitt á næsta fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.7 2310010 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 12. fundar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.8 2310008 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.9 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.10 2309038 - Umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytið - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fundargerðir til kynningar
3. 2309041 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 141. fundar skólanefndar
Fundargerð 141. fundar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
 
4. 2309042 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 142. fundar skólanefndar
Fundargerð 142. fundar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
 
5. 2309040 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 143. fundar skólanefndar
Fundargerð 143. fundar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
 
Almenn erindi
6. 2309021 - Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri
Sveitarstjórn tekur undir með skólanefnd að vanda hefði mátt betur til verka í undirbúningsvinnu mögulegrar sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri og hvetur ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum.
 
7. 2109024 - Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða í síðari umræðu eftirfarandi samþykkt um breytingu á samþykkt stjórn Eyjafjarðarsveitar, nr. 90/2022.
 
1. gr.
Efirfarandi breytingar verða á A-lið 39. gr. samþykktarinnar:
 
Við bætist nýr töluliður, nr. 9, svohljóðandi:
 
Öldungaráð. Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum og jafn mörgum til vara. Ráðið skal vera sveitarstjórn til ráðuneytis um málefni eldri íbúa sveitarfélagsins og hafa frumkvæði að tillögugerð á þeim vettvangi.
 
2. gr.
Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Eyjarðarsveitar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
 
8. 2202017 - Drög að samþykkt um Öldungaráð - síðari umræða
Sveitarstjórn tekur til síðari umræðu erindisbréf fyrir öldungaráð Eyjafjarðarsveitar.
Fyrirlyggjandi drög samþykkt samhljóða.
 
Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningu í öldungaráð frá félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit og Heilbrigðisstofnun Norðurlands strax og ný samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið gildi.
 
Öldungaráð mun taka laun í samræmi við önnur sambærileg ráð í sveitarfélaginu.
 
9. 2309007 - Málstefna Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykktir samhljóða fyrirliggjandi drög að Málstefnu Eyjafjarðarsveitar. Sveitarstjóra falið að birta hana og innleiða í samráði við forstöðumenn viðkomandi eininga til samræmis við stefnuna.
 
10. 2309043 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir ári 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028
Sveitarstjóra er falið að gera grein fyrir afstöðu sveitarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.
 
11. 2310006 - Kjördæmadagur haust 2023
Sveitarstjórn undirbýr áherslur sínar á fundi þingmanna kjördæmisins.
 
Sveitarstjóra er falið að undirbúa fundinn.
 
12. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Eiður Jónsson hefur flutt úr sveitarfélaginu og stígur því úr Atvinnu- og umhverfisnefnd, sveitarstjórn þakkar Eiði fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið.
Sigurður Ingi Friðleifsson tekur sæti aðalmanns fyrir hönd K lista í Atvinnu- og umhverfisnefnd.
Fyrsti varamaður K lista í Atvinnu- og umhverfisnefnd verður Halla Hafbergsdóttir.
Annar varamaður K lista í Atvinnu- og umhverfisnefnd verður Ragnar Jónsson.
Þriðji varamaður K lista í Atvinnu- og umhverfisnefnd verður Elín Margrét Stefánsdóttir.
 
13. 2104019 - Stefna gegn Eyjafjarðarsveit
Fyrir liggur niðurstaða Landsréttar í máli 154/2022 vegna ákvörðunar sveitarstjóra um breytingu á skipuriti leikskólans árið 2019.
 
Sveitarstjórn samþykkir að hlíta niðurstöðu Landsréttar og felur sveitarstjóra að leiða málið til lykta samkvæmt úrskurðinum. Greiddar skulu miskabætur uppá 1.200.000kr auk áfallinna vaxta og málskostnaður uppá 2.500.000kr.
Fjárhæðin skal tekin af handbæru fé og færð til viðauka á fjárhagsáætlun 2023.
 
14. 2310013 - Staða á rekstri málaflokka 31.08.2023
Fyrir fundinum lá yfirlit yfir rekstur málaflokka 01.01.23 til 31.08.23.
 
15. 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - fyrri umræða
Fyrir fundinum var lögð fram tillaga til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun 2024 og 2025 - 2027.
Tillaga tekin til umræðu og samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til síðari umræðu sem áætluð er 23. nóvember.
Fundur verður haldinn með öllum nefndum svo og forstöðumönnum stofnanna 23. október kl.19:00 þar sem fjallað verður um fjárhag sveitarfélagsins og áætlanir næstu ára.
 
16. 2111001 - Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra
Til fundarins mættu Ólafur Geir Vagnsson, Leifur Guðmundsson og Valgerður G. Schiöth fulltrúar félags aldraðra í Eyjafjarðarsveit. Rætt var um þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita eldra fólki í sveitarfélaginu. Ánægja var með þá aðstöðu sem sveitarfélagið leggur til fyrir starfssemi félagsins. Þá kom fram að sveitarstjórn var fyrr á þessum fundi að samþykkja samþykktir fyrir Öldungaráð í sveitarfélaginu. Rætt var um heimaþjónustu og að þjónusturof verði stundum og þá sérstaklega yfir sumartímann. Einnig var rætt um heimsendingu á mat og kostnað við það.
Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir komuna.
 
17. 2310015 - Málefni landbúnaðar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin hjá bændum. Miklar kostnaðarhækkanir og hækkun stýrivaxta á liðnum tveimur árum hafa verið bændum mjög erfiðar og hefur rekstrargrundvöllur margra búa brostið.
 
Það er sveitarfélaginu afar mikilvægt að matvælaframleiðslu sé skapaðar öruggar rekstraraðstæður enda er hún aðalatvinnuvegur sveitarfélagsins.
 
Atvinnuvegur eins og landbúnaður sem í eðli sínu þarf miklar fjárfestingar með hlutfallslega litla veltu þarf að geta gengið að lánakjörum sem skapar meiri fyrirsjáanleika í afborgunum og vaxtakjörum.
 
Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða gagnvart þeim rekstrarerfiðleikum sem bændur standa frammi fyrir svo ekki verði hrun í greininni. Tryggja þarf að matvælaframleiðsla eflist og verði fjölbreyttari svo fæðuöryggi þjóðarinnar verði betur tryggt.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40
Getum við bætt efni síðunnar?