Sveitarstjórn

621. fundur 23. nóvember 2023 kl. 08:00 - 10:20 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2311004F - Velferðar- og menningarnefnd - 10
Fundargerð Velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 10
Drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála tekin til umfjöllunar.
 
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Íþrótta- og tómstundastyrkur barna verði hækkaður úr kr. 35.000 í kr. 50.000. Þá leggur nefndin til að farið verði í vinnu við að útfæra nánar styrkveitingar úr sérstökum sjóði vegna keppnis- og æfingaferða í samvinnu við ungmennafélagið og aðra hlutaðeigandi aðila. Hámarksstyrkur úr þeim sjóði nú eru kr. 20.000.
 
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að horft verði til hóflegra breytinga á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis nú í ár vegna óhóflegrar verðbólgu undanfarinna mánaða. Leggur nefndin til að eftirfarandi gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar taki gildi þann 1.janúar 2024.
 
Fullorðnir
Eitt skipti - 1.050 kr. (5% hækkun)
10 miðar - 5.600 kr. (2% hækkun)
30 miðar - 14.200 kr. (1% hækkun)
Árskort - 34.000 kr. (3% hækkun)
Sturta - 500 kr. (engin breyting)
 
Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 350 kr. (engin breyting)
10 miðar - 3.000 kr. (engin breyting)
Árskort - 3.000 kr. (engin breyting)
 
Eldri borgarar 67
Eitt skipti - 470 kr. (4% hækkun)
10 miðar - 4.200 kr. (nýtt)
Árskort - 17.000 kr. (3% hækkun)
Sturta - 500 kr. (engin breyting)
 
Námsmenn (gegn framvísun á gildu skólaskírteini)
Árskort - 17.000 kr. (3% hækkun)
 
Leiga
Sundföt - 950 kr. (6% hækkun)
Handklæði - 950 kr. (6% hækkun)
Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.560 kr. (4% hækkun)
Sund og leiga á handklæði og sundfötum - 2.200 kr. (5% hækkun)
 
Íþróttasalur
Ein klukkustund 10.200 kr. (2% hækkun)
Tvær klukkustundir 15.200 kr. (1% hækkun)
Hver klukkustund umfram það 5.100 kr. (2% hækkun)
Fastur tími í sal yfir veturinn v/fótbolta og þ.h. 7.600 kr. (1% hækkun)
Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu er veittur 10% afsláttur.
Ef greitt er fyrir eina önn í einu er veittur 5% afsláttur.
 
Hyldýpi - Leiga
Ein klukkustund 2.000 kr. (engin breyting)
Tvær klukkustundir 3.500 kr. (engin breyting)
Hver klukkustund umfram það 500 kr. (engin breyting)
 
Tjaldsvæði
Gisting per mann 1.650 kr. (3% hækkun)
Rafmagn per sólarhring 1.050 kr. (5% hækkun)
 
Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála.
Afgreiðslu nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2024.
 
 
2. 2310010F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Fundargerð 7. fundar ungmennaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar
 
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Ungmennaráð leggur til að umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar taki mið af tillögu nemendaráðs Hrafnagilsskóla við útfærslu á auknum opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.2 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs
 
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar. Ungmennaráð óskar eftir því að sveitarstjórn láti útbúa handbók um starfsemi ungmennaráðs sambærilegri þeirri sem gerð hefur verið í Mýrdalshreppi.
Sveitarstjóra er falið að skoða málið hvað varðar handbók fyrir umgmennráð.
Annað gefur ekki til ályktana.
 
2.3 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023
 
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Umræður um þátttöku Eyjafjarðarsveitar í ungmennaþingi SSNE 21. og 22. nóvember. Allir aðalmenn munu sækja þingið auk Eyþórs Daða umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.4 2310033 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Viðbygging Hrafnagilsskóla - Félagsmiðstöð
 
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Teikningar af viðbyggingu Hrafngilsskóla lagðar fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.5 2310034 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Stefnumótun fyrir frístundastarf barna- og unglinga í Eyjafjarðarsveit
 
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7
Ungmennaráð samþykkir að fara í stefnumótunarvinnu varðandi starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og starfsemi henni tengdri. Óskað er eftir samstarfi við sveitarstjórn og Hrafnagilsskóla við gerð stefnunnar.
Sveitarstjórn tekur vel í beiðni um samstarf við stefnumótunarvinnu varðandi starfsemi félagsmiðstöðvar.
 
 
3. 2311003F - Framkvæmdaráð - 141
Fundargerð 141. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 141
Brynjólfur Árnason byggingarstjóri mætti til fundar framkvæmdaráðs og fór yfir stöðu verkefnisins.
Fram kom að staða verkefnis er í dag ágæt og er unnið í framkvæmdum við innfyllingu nýs bókasafns og stækkun á forstofu. Þá er unnið í tæknirými kjallara.
Farið var yfir hönnun á bílastæði við nýjan leikskóla og legu vegar vestan hans. Framkvæmdaráð óskar eftir að hleðslustæði séu staðsett í norðvestur horni bílastæða.
Byggingarstjóri gerði grein fyrir spurningum sem vaknað hafa í ferlinu og hvernig unnið hefur verið úr þeim í samráði við arkitekta, hönnuði og verktaka.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.2 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 141
Umræðu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.3 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 141
Framkvæmdaráð fer yfir lista forstöðumanna varðandi viðhald og fjárfestignar eigna. Áframhaldandi umræðum frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
4. 2311007F - Framkvæmdaráð - 142
Fundargerð 142. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 142
Framkævmdaráð fer yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árunum 2024-2027.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
5. 2311005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401
Fundargerð 401. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401
Nefndin leggur til við sveitarstjórn fjárveitingu skv. drögum sem fyrir fundinum liggja.
Afgreiðslu nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2024.
 
5.2 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína um að skipulag útiloki ekki að stofnvegir yfir hálendið séu hannaðir fyrir vöruflutninga á milli landshluta. Nefndin gerir að öðru leiti ekki athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
 
5.3 2311029 - Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2024-2044.
 
5.4 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum og í samstarfi við landeigendur með það fyrir augum að veita framkvæmdaleyfi sem nái til þurrasta hluta svæðisins.
Afgreiðslu erindis frestað.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við bókun nefndarinnar.
 
 
Fundargerðir til kynningar
6. 2308002 - Tún vottunarstofa - Aðalfundur 2023
Lagt fram til kynningar.
 
7. 2311036 - Norðurorka - fundargerð 292. fundar
Fundargerð 292. fundar er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
8. 2311035 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 937 fundar
Fundargerð 937.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
9. 2311033 - HNE - Fundargerð 232
Fundargerð 232. fundar HNE er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
10. 2311013 - UMF Samherjar - Árskort hjá Samherjum í samstarfi við Íþróttamiðstöð Esveitar
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að eiga samtal við UMF Samherja um málið.
 
11. 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
Fyrir fundinum liggja uppfærð drög að skipulagslýsingu vegna athafnasvæðis við Bakkaflöt dags. 18. október 2023.
 
Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu á skipulagslýsingu athafnasvæðis við Bakkaflöt á 620. fundi sveitarstjórnar.
Nú liggja fyrir uppfærð drög að skipulagslýsingu og samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi uppfærða skipulagslýsingu og vísar henni í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
12. 2310027 - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Samþykkt að skipa eftirtalda í vinnuhóp um skólastefnu Eyjafjarðarsveitar: Hermann Ingi Gunnarsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Guðmundur Óskarsson.
 
13. 2311019 - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks
Lagt fram til kynningar.
 
14. 2210013 - Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
 
15. 2311032 - Hlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku
Norðurorka hefur sent Eyjafjarðarsveit boð um að kaupa hlut Eyjafjarðarsveitar í félaginu.
Sveitarstjórn tekur fram að hlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku er ekki til sölu.
 
16. 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
Farið yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar 2024 og 2025 - 2027.
 
Almenn erindi til kynningar
17. 2301012 - Stjórnsýlsukæra Mennta- og barnamálaráðuneyti - vegna skólaaksturs að Þormóðsstöðum
Niðurstaða barna- og menntamálaráðuneytis lögð fram til kynningar.
 
18. 2311034 - Bókun SHÍ varðandi fyrirkomulag eftirlits
Lagt fram til kynningar
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Getum við bætt efni síðunnar?