Sveitarstjórn

625. fundur 25. janúar 2024 kl. 08:00 - 09:05 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2401004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405
Fundargerð 405. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405
Skipulagsnefnd bendir á að staðsetning byggingarreits helgast af því að svæðið fjær þjóðvegi er talsvert bratt og hentar því illa til húsbygginga auk þess sem staðsetningin er í samræmi við byggðarmynstur sem fyrir er á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá þjóðvegi. Nefndin leggur ennfremur til að viðeigandi veitum verði bætt á skipulagsuppdrátt og að svo breyttar skipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi nefndarinnar við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og óskar eftir því að
skipulagsfulltrúi afli undanþágu ráðherra frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá þjóðvegi. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig samhljóða að viðeigandi veitum verði bætt á skipulagsuppdrátt og að svo breyttar skipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
1.2 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að bregðast við innkomnum athugasemdum á eftirfarandi hátt:
-tengingu íbúðarsvæðis við Veigastaðaveg verði fundinn staður í samræmi við tilsögn Vegagerðarinnar og með hliðsjón af vegtengingum við ný íbúðarsvæði sem fyrirhuguð eru í næsta nágrenni.
-gerð verði grein fyrir bundnu slitlagi á íbúðargötum.
-gerð verði grein fyrir rykbindingu vinnusvæðis á framkvæmdatíma ef mikillar rykmengunar verður vart.
-metið verði í skipulagsgreinargerð hvort unnt sé að samnýta hreinsistöð fráveitu með fyrirhugaðri byggð neðan vegar.
-ákvæði um lýsingu á íbúðarsvæði verði samræmd við ákvæði rammahluta aðalskipulags fyrir Heiðina sem í vinnslu er.
-gert verði ráð fyrir að uppbyggingin skiptist í u.þ.b. 15 íbúða áfanga í samræmi við ákvæði rammahluta aðalskipulags fyrir Heiðina sem í vinnslu er.
-að fjallað verði um ofanflóðahættu á svæðinu í greinargerð deiliskipulags.
-að bætt verði við gönguleið milli íbúðarsvæða til suðurs neðar en fram kemur í núverandi tillögu.
-hæðarlínur á deiliskipulagsuppdrætti verði merktar og gerð grein fyrir hæðarlegu efstu húsa með hliðsjón af athugasemd Norðurorku.
Auk þess verði skipulagshönnuði falið að hafa viðeigandi hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum og að skipulagshönnuði verði falið að bregðast við þeim. Sveitarstjórn bendir skipulagsnefnd á nauðsyn þess að hafa nærliggjandi íbúðarsvæði í huga við skipulag fráveitu og vegtenginga.
 
1.3 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar fyrirhugaðs hótels frá vatnsbakka sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar fyrirhugaðs hótels frá vatnsbakka sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.
 
1.4 2210043 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405
Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinnar og fer yfir fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags.
Sveitarstjórn ráðgerir að halda fund með skipulagsnefnd fljótlega um endurskoðun aðalskipulagsins.
 
 
Fundargerðir til kynningar
2. 2401005 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 13. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3. 2401010 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 941
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4. 2401014 - Norðurorka - Fundargerð 293. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
5. 2305013 - Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði
Afgreiðslu frestað.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:05
Getum við bætt efni síðunnar?