Sveitarstjórn

626. fundur 08. febrúar 2024 kl. 08:00 - 10:45 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2402001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 406
Fundargerð 406. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2401017 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 406
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstilögu.
 
1.2 2402001 - Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 406
Skipulagsnefnd telur að byggingaráformin sem lýst er í erindinu samræmist gildandi aðalskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir lóð sína skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða heimild til málshefjanda að vinna deiliskipulagstillögu fyrir lóð sína skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir á nauðsyn þess að hafa hliðsjón af annarri skipulagsvinnu sem er í vinnslu á svæðinu.
 
1.3 2401019 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - fyrirspurn
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 406
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.4 2208016 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 406
Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegri upplýsingum um breytingu á skipulagsskilmálum varðandi byggingarmagn. Skipulagsnefnd kallar ennfremur eftir skipulagstillögum sem uppfærðar hafa verið í samræmi við tillögu skipulagshönnuðar dags. 31. janúar 2024. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmálum um notkun lendingarstaðar verði bætt við deiliskipulagstillögu.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
 
 
 
2. 2402002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Fundargerð 269. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2402002 - Skólanefnd - Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Skólanefnd fer yfir minnisblað sveitarstjóra varðandi starfsaðstæður í leikskóla. Skólanefnd tekur saman minnisblað með hugmyndum um atriði sem mögulegt er að horfa til í skipulagi starfseminnar til skemmri og lengri tíma.
Sjá afgreiðslu á 9.lið dagskrár.
 
2.2 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Erindi frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.3 2402003 - Hrafnagilsskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2022-2023
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Erindi frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.4 2311020 - Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Erindi frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.5 2401011 - Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 269
Erindi frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
Fundargerðir til kynningar
3. 2401008 - SSNE - Fundargerð 59. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4. 2401020 - Norðurorka - Fundargerð 294. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
5. 2402004 - Skipan í Öldungaráð Eyjafjarðarsveitar
Samþykkt að skipa Aðalmenn: Hermann Inga Gunnarsson (F-lista), Berglind Kristinsdóttir (F-lista) og Helga Sigfúsdóttir (K-lista).
Varamenn: Linda Margrét Sigurðardóttir (F-lista) og Aðalsteinn Hallgrímsson (K-lista).
 
Ekki hafa borist tilnefningar frá Félagi aldraðra í Eyjafjarðarsveit og HSN.
 
6. 2402006 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - drög til umsagnar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
 
7. 2312005 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Ósk um endurnýjun samnings og staða mála
Sveitarstjóra er falið vinna að samningunum í samræmi við umræður á fundinum. Samningsdrög verða síðan lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn.
 
8. 2310027 - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Ásgarð um vinnu við skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
 
9. 2402002 - Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að innleiða skráningardaga í leikskólanum Krummakoti.
 
Sveitarstjórn biðlar til foreldra, sem tök hafa á, að hafa börn sín heima eftir kl. 13 á föstudögum út febrúar og verður tekið tillit til þess í leikskólagjöldum því til samræmis.
 
Einnig heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að grípa til lokunar kl. 13 á föstudögum frá og með 1. mars nk. ef engar breytingar verða á þeim mönnunarvanda sem leikskólinn stendur frammi fyrir.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skoða hvernig koma megi til móts við starfsfólk á leikskóla vegna þess mikla álags sem verið hefur í starfseminni.
 
Sveitarstjóra falið að kynna aðgerðir og möguleg skref vel fyrir starfsmönnum leikskólans og foreldrum.
 
Sveitarstjórn fjallar aftur um málið þann 22.febrúar og óskar eftir að vera upplýst um áhrif aðgerða milli funda.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45
Getum við bætt efni síðunnar?