Dagskrá:
Fundargerð
1. 2404000F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Fundargerð 410. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærður deiliskipulagsuppdráttur verði samþykktur skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi undir þessum fundarlið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
1.2 2402023 - Þormóðsstaðir L152844 - beiðni um skráningu landamerkja 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hnitsett landamerki Draflastaða og Þormóðsstaða sbr. undirritaðan uppdrátt dags. 27. september 2023 verði samþykkt skv. gr. 6 b í lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða hnitsett landamerki Draflastaða og Þormóðsstaða sbr. undirritaðan uppdrátt dags. 27. september 2023 skv. gr. 6 b í lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.
1.3 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Farið yfir deiliskipulagstillögu og skipulagshönnuði falið að uppfæra tillöguna, m.a. með tilliti til nýrrar legu Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2208016 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð aðal- og deiliskipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærð aðal- og deiliskipulagsgögn skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
1.5 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6 2403029 - Ytri-Varðgjá - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.7 2403026 - Hrafnatröð 1 - Skipulagsbreyting bílastæði
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin.
1.8 2403031 - Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd kallar eftir merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, sem gildi tók 7. febrúar 2024, vegna erindisins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.9 2403022 - Garðsá L152598 - fyrirspurn um varnir gegn landbroti og malarnám 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Erindinu var frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.10 2404017 - Espihóll - umsókn um stofnun lóðar 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd kallar eftir merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, sem gildi tók 7. febrúar 2024, vegna erindisins. SKipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Einnig áréttar nefndin að tryggja þurfi aðgengi að lóðinni frá Eyjafjarðarbraut með betri hætti en fram kemur á fyrirliggjandi lóðarblaði.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.11 2404016 - Ytri-Varðgjá - ósk um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.12 2401017 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið.
1.13 2404000 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-3030 vegna Blöndulínu 3 - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið.
1.14 2404011 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 - Austursíða AT7 - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið.
1.15 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 410
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 2404001F - Framkvæmdaráð - 145
Fundargerð 145. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2404005 - Leiga á Dalborg
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 145
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2311014 - Framkvæmdir ársins 2024
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 145
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda.
Lokið er við endurbætur á íbúð á efstu hæð í Skólatröð 11 og íbúð í Laugarborg.
Ákveðið er að fara í framkvæmdir við íbúð 4 við Skólatröð þar sem skipt verður um parket og málað, áætlaður kostnaður 2 milljónir króna. Þá verður haldið áfram með aðrar framkvæmdir sem á áætluninni eru.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2307007 - Hrafnagilsskóli - 2. áfangi, viðbygging - leikskóli
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 145
Framkvæmdaráð óskar eftir við sveitarstjóra að uppfæra tímaáætlun- og kostnaðaráætlun við næstu áfanga í ofanábyggingu Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tekið sé mið af því að framkvæmdir hefjist vorið 2025.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2404015 - Sala fasteigna - Laugalandsskóli
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 145
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að leita til fasteignasala varðandi mögulega sölu á Laugalandsskóla. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að halda upplýstum þeim aðilum sem hafa aðstöðu í húsinu.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
3. 2404001 - SSNE - Fundargerð 61. stjórnarfundar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 2404002 - Norðurorka - Fundargerð 296. fundar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 2404003 - Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar 25.03.2024
Sveitarstjórn beinir því til Markaðsstofu Norðurlands að leitað verði leiða til að auðvelda íbúum að fá upplýsingar um beint flug frá Akureyri.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
6. 2404008 - SSNE - Fundargerð 62. stjórnarfundar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7. 2404021 - Molta - Aðalfundur 3. mars 2024
Gefur ekki tilefni til ályktana.
8. 2404028 - Norðurorka - Fundargerð 297. fundar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
9. 2404004 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri
Erindinu er vísað til velferðarnefndar.
10. 2404006 - Smámunasafnið - Minjasafnið
Sveitarstjórn samþykkir viðauka til að styrkja rekstur Minjasafnsins á Akureyri vegna reksturs á Smámunasafni Sverris Hermannssonar á árinu 2023 um kr. 1.975.535.- og verður útgjöldum mætt með lækkun á handbæru fé.
11. 2404007 - SSNE - Ársþing 2024
Lagt fram til kynningar.
12. 2404010 - Velferðarsvið Akureyrarbæjar - Möguleg stækkun á barnaverndarþjonustu Eyjafjarðar
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun núverandi barnaverndarsvæðis til samræmis við erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10