Sveitarstjórn

634. fundur 30. maí 2024 kl. 08:00 - 10:15 Fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri
 
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá eitt mál.
Skipan í öldungaráð Eyjafjarðarsveitar.
Var það samþykkt samhljóða og verður það 11. liður dagskrár.
 
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2405004F - Framkvæmdaráð - 146
Fundargerð 146. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 146
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið.
Framkvæmdaráð fer yfir fyrirhugað útboð á byggingu ofan á Hrafnagilsskóla sem hýsa mun meðal annars starfmannarými, tónmennt og líkamsrækt auk þeirra breytinga sem farið verður í á núverandi húsnæði.
Verkefnið verður boðið út haustið 2024 og leggur framkvæmdaráð áherslu á að útboðsgögn verði tilbúin í upphafi ágúst.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.2 2307007 - Hrafnagilsskóli - 2. áfangi, viðbygging - leikskóli
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 146
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið. Farið var yfir framgang verkefnis og helstu áskoranir.
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í renniglugga á útirýmum og að gólfflötur verði útfærður í samræmi við notkun rýmisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.3 2405013 - Leiguíbúðir
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 146
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að fasteignasali sé fenginn til að skoða sölu á Skólatröð 13.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að íbúðir sem losna til leigu séu auglýstar til útleigu áður en þeim er úthlutað til nýrra leigjenda og að íbúðir að Skólatröð 2, 4 og 6 séu ávalt auglýstar sérstaklega til leigu fyrir eldri borgara þegar þær losna.
Sveitarstjórn tekur undir bókun framkvæmdaráðs.
 
 
2. 2405005F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 273
Fundargerð 273. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 273
Gunnþór E. Gunnþórsson kynnti ferlið við gerð Menntastefnu Eyjafjarðar og fór í gegnum nýjustu drög stefnunnar. Nefndarfólk fær send nýjustu drög innan fárra daga og gefst þeim tækifæri til að koma ábendingum og athugasemdum til Gunnþórs.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.2 2404025 - Leikskólinn Krummakot - Umbótaáætlun í framhaldi af ytra mati árið 2023
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 273
Erna Káradóttir kynnti umbótaáætlun Krummakots. Spurningar vöknuðu um kannanir sem Ásgarður skólaþjónusta leggur fyrir, þ..e. hvort hægt sé að nýta gögnin til samanburðar við aðra skóla. Erna kannar það.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
3. 2404008F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 12
Fundargerð 12. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 12
Nefndin samþykkir tillögu að nýrri búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Umræðu vísað til 7. dagsskrárliðar.
 
3.2 2404027 - Þröm í Garðsárdal
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 12
Nefndin óskar eftir við sveitarstjóra að taka saman yfirlit yfir landeignir sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
3.3 2405011 - Gunnbjörn Rúnar Ketilsson - Ósk um að Bakkatröð verði vistgata
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 12
Atvinnu- og umhverfisnefnd vísar erindinu til endurskoðunar á Umferðaröryggisáætlun sem fram fer haustið 2024. Nefndin leggur þó áherslu á að hraðamerkingar séu settar upp og farið sé í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða með þrengingum þar sem við á.
Sveitarstjórn tekur undir áherslur nefndarinnar að hraðamerkingar séu settar upp og farið verði í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða með þrengingum þar sem við á.
 
3.4 2405022 - Umferðaröryggisáætlun 2024
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 12
Lagt fram til kynningar og nefndarmenn hefja undirbúning á endurskoðun áætlunarinnar. Óskað er eftir við sveitarstjóra að kalla eftir uppfærðum tölulegum gögnum fyrir vinnuna.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
4. 2405006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Fundargerð 413. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2405010 - Laugarengi L209832 - umsókn um stofnun lóðarinnar Laugasel
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en kvöð skuli vera á aðgengi að Laufási L222884 í gegnum Laugasel.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir að stofna 6 ha landspildu úr landi Laugarengis (L209832) sem fær staðfangið Laugasel, með þeirri kvöð að aðgengi að Laufási (L222884) skuli vera í gegnum Laugasel.
 
4.2 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kafla 3.3 í annarri málsgrein um byggingarreiti verði breytt á þann máta að áhersla skuli lögð "á að samræma heildarmynd innan byggingarreitar". Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur skipulagsnefndar um að kafla 3.3 í annarri málsgrein um byggingarreiti verði breytt á þann máta að áhersla skuli lögð "á að samræma heildarmynd innan byggingarreitar" og vísar uppfærðri deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði á Ytri-Varðgjá til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4.3 2402028 - Húsnæðisáætlun 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög af húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024.
 
4.4 2405024 - Brekka L152576 - stofnun lóðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd óskar eftir að stærð lóðarinnar verði endurskoðuð og stækkuð. Óskar skipulagsnefnd jafnframt rökstuðnings fyrir staðsetningu lóðar og aðkomu að henni vegna skerðingar á landbúnaðarlandi.
Hákon Bjarki Harðarson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.5 2403026 - Hrafnatröð 1 - Skipulagsbreyting bílastæði
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á þeim forsendum að það dragi úr þeim gæðum sem haft var að leiðarljósi við vinnslu skipulagsins.
Sveitarstjórn hafnar erindinu á þeim forsendum að það dregur úr þeim gæðum sem haft var að leiðarljósi við vinnslu skipulagsins.
 
4.6 2405026 - Laugafell (Fjöllin, austur), stofnun þjóðlendu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Erindi frestað og nánari upplýsinga verður aflað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.7 2405025 - Háaborg 2 L174046 - stækkun á byggingarreit v.viðbyggingar á vélaskemmu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
 
4.8 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Erindi lagt fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.9 2405028 - Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd kallar eftir uppfærðum skipulagsgögnum og frestar erindinu til næsta fundar.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktunar. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
 
4.10 2405029 - Aðalskipulag Skagafjarðar endurskoðun - umsagnarbeiðni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar.
 
4.11 2405027 - Reykhús - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 413
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar á tveimur árum, um 7.500 rúmmetrar hvort ár, enda hafi verið teknir alls um 30.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 24 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með efnistökumagni að 15.000 rúmmetrum á tveimur árum, um 7.500 rúmmetrar hvort ár.
 
 
5. 2405001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 47
Fundargerð 47. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2405000 - Fjallskil 2024
 
Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 47
Fjallskilanefnd óskar eftir við sveitarstjóra að sleppingar séu auglýstar líkt og árlega en að sleppingardegi sé seinkað til 15.júní vegna aðstæðna svo sem snjóalaga og gróðurs, þá séu fjáreigendur beðnir um að taka mið af aðstæðnum á sinni afrétt eftir þann dag.
Landeigendur eru jafnframt minntir á að huga að girðingum.
 
Þá er óskað eftir að auglýst verði að "Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigin búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár, sbr. 8. gr. laga nr. 6/1986, sbr. einnig ákvæði í 7. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011."
 
Göngur verða eftirfarandi:
1. göngur fara fram 5. september - 8. september.
2. göngur fara fram 20. - 22. september.
 
Hrossasmölun verður 4.október og stóðréttir 5.október.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
5.2 2405001 - Afréttaskrá
 
Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 47
Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfestar verði fyrirliggjandi afréttaskrár frá árinu 1999 en engar breytingar hafa orðið á þeim frá þeim tíma. Nefndin óskar jafnframt eftir að afréttaskrárnar verði unnar upp á rafrænt form og gerðar betur aðgengilegar.
Sveitarstjórn óskar eftir að sveitarstjóri uppfæri afréttarskrá í tölvutækt form.
 
5.3 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 47
Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi grein sé bætt við búfjársamþykktina:
 
"Sveitarstjórn getur veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi í íbúðarbyggð, en hanar eru þar með öllu bannaðir. Sá sem vill stunda hænsnahald í íbúðarbyggð skal senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókninni skal gera grein fyrir fjölda hænsna sem halda skal, tegund hænsnfugla, hvaða húsnæði er til umráða og öðru sem máli kann að skipta fyrir öryggi þeirra og vörslu. Sveitarstjóri tekur við og afgreiðir umsóknir um leyfi til hænsnahalds í íbúðarbyggð. Forstöðumaður eignasjóðs hefur umboð til að taka á brotum, kanna aðstöðu og krefjast úrbóta ef þörf þykir. Verði leyfishafi ekki við þeim kröfum má afturkalla leyfið án fyrirvara."
 
Fjallskilanefnd bendir einnig á að mikilvægt er að taka tillit bæði til hags landeigenda og eigenda hrossa varðandi lok beitartímabils.
Umræðu vísað til 7. dagsskrárliðar.
 
 
6. 2405007F - Velferðar- og menningarnefnd - 12
Fundargerð 12. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2404042 - UMF Samherjar - Sumarnámskeið og árskort
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 12
Sara María Davíðsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Svanhildur Ósk Ketilsdóttir mættu til fundar fyrir hönd UMF Samherjar ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Karli Jónssyni.
 
1. Tímar í íþróttahúsi. Stjórn Umf. Samherja óskar eftir fjölgun gjaldfrjálsra tíma í forgangi í tímatöflu Íþróttamiðstöðvar fyrir félagið. Þá óskar stjórn félagsins eftir því að taka upp ákvæði í samningi um leigu fyrir notkun á íþróttasal við mótahald. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram miðað við umræður á fundinum og skoði m.a. nýtingu á opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar um helgar.
 
2. Umræða um árskort Umf. Samherja og Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Nefndin ræddi hugmynd stjórnar Umf. Samherja. Sveitarstjóri og forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar taka að sér að setja upp sviðsmyndir í samstarfi við stjórn Samherja.
 
3. Sumarstarf fyrir grunnskólabörn. Eftir umræður á fundinum óskar nefndin eftir því við sveitarstjóra að haft verði samband við sveitarfélagið Húnaþing vestra eftir sumarið 2024, í því skyni að fá upplýsingar um gengi sams konar verkefnis á þeirra vegum sem hefst í sumar. Eftir það verði málið tekið upp á ný og framhaldið rætt. Einnig að kannaður verði áhugi foreldra á sumarnámskeiðum fyrir börn í Eyjafjarðarsveit.
 
Málinu frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
6.2 2405006 - Þjóðann Baltasar Guðmundsson - Styrkumsókn vegna sumarskóla
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 12
Nefndin samþykkir að styrkja umsækjanda um kostnað við leigu á Laugarborg fyrir tónleikana.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fundargerðir til kynningar
12. 2405016 - SSNE - Fundargerð 63. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
13. 2405014 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 14. fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela svæðisskipulagsnefnd að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar. Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
7. 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir nýja búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
 
8. 2104002 - Hættumatsnefnd Eyjafjarðarsveitar
Lagt fram til kynningar.
 
11. 2402004 - Skipan í Öldungaráð Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa sem aðalmenn í öldungaráð Eyjafjarðarsveitar:
 
Hermann Inga Gunnarsson F-lista
Berglind Kristinsdóttir F-lista
Helga Sigfúsdóttir K-lista
Hulda M. Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Bergljót Sigurðardóttir frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Kristín Helga Jónasdóttur frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands
 
Varamenn þeirra verða:
Linda Margrét Sigurðardóttir F-lista
Aðalsteinn Hallgrímsson K-lista
Ísleifur Ingimarsson frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Kristín Thorberg frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Valdemar Gunnarsson frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
 
Öldungaráð er samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan Eyjafjarðarsveitar. Á vettvangi öldungaráðs fer fram samráð um almenna stefnumótun og áætlanagerð í málum sem varða íbúa sem eru 67 ára og eldri skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
 
Almenn erindi til kynningar
9. 2405021 - SSNE - Samningur um Áfangastaðastofu og Markaðsstofu Norðurlands 2024
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning milli Eyjafjarðarsveitar og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, varðandi Áfangastaðastofu Norðurlands.
 
10. 2405015 - SBE - Ársreikningur 2023
Ársreikningur Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Eyjafjarðar bs. fyrir árið 2023 lagður fram til kynningar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15
 
Getum við bætt efni síðunnar?