Dagskrá:
Fundargerð
1. 2407001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Fundargerð 415. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2308022 - Reiðleið um Brúnir
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Berglind Kristinsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.2 2406019 - Brúarland - beiðni um heimild til deiliskipulagningar íbúðarsvæðis á ÍB27 í Rammahluta aðalskipulags
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Nefndin bendir á að skipulagstillaga rammahluta aðalskipulags er enn í vinnslu hjá sveitarfélaginu og því er beðið með vinnu við gerð nýrra deiliskipulaga á skipulagssvæðinu þar til rammahluti aðalskipulags hefur öðlast gildi skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað.
Sveitarstjórn frestar erindinu þar sem beðið er með vinnu við gerð nýrra deiliskipulaga á skipulagssvæðinu þar til rammahluti aðalskipulags hefur öðlast gildi skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.3 2406030 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - baðstaður og hótel - beiðni um breytingu á deiliskipulagi 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að því tilskyldu að þessi stækkun samræmist samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið og fyrirliggjandi breytingaruppdrátt. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar að því tilskyldu að þessi stækkun samræmist samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
1.4 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Gögn lögð fram og kynnt. Erindi er frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.5 2403031 - Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið um stofnun landspildunnar úr upprunalandeigninni Kotru L226737 verði samþykkt. Þá er beiðninni um að spildan fái landnotkunina íbúðarsvæði í aðalskipulagi rammahlutans vísað til vinnuhóps um skipulagningu rammahlutans.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun landspildunnar úr upprunalandeigninni Kotru L226737. Þá er beiðninni um að spildan fái landnotkunina íbúðarsvæði í aðalskipulagi rammahlutans vísað til vinnuhóps um skipulagningu rammahlutans.
1.6 2401017 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.
1.7 2407012 - Holtahverfi ÍB18 Aðalskipulagsbreyting - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 415
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.
Almenn erindi
2. 2406032 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar, Vogar 8
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og tekur það fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 5. september. Sveitarstjóra falið að óska eftir fresti við Sýslumann.
3. 2408001 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Tækifærisleyfi, umsækjandi Holtsels Hnoss ehf.
Sveitarstjórn veitir Holtsels Hnoss ehf. jákvæða umsögn vegna umsóknar um skemmtun sem fyrirhugað er að fari fram þann 5. október næstkomandi.
4. 2408003 - Beiðnir um smölun - ferill ákvarðanatöku
Lagt er fyrir sveitarstjórn flæðirit sem sýnir ferli ákvarðanatöku þegar fram kemur beiðni um smölun á búfé í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn vísar málinu til umsagnar fjallskilanefndar.
5. 2311040 - Holt ehf. og Ljósaborg ehf. - Bótakrafa vegna deiliskipulags á svínabúi að Torfum
Holt ehf. og Ljósaborg ehf. óska niðurfellingar á dæmdum málskostnaði að upphæð 2,1 mkr auk dráttarvaxta í máli sem félögin höfðuðu gegn Eyjafjarðarsveit og fleirum, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 70/2003 og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021.
Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að víkja frá niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar um að félögin skuli greiða Eyjafjarðarsveit málskostnað vegna málarekstursins á báðum dómstigum. Sveitarstjórn hafnar því erindinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00