Sveitarstjórn

639. fundur 19. september 2024 kl. 08:00 - 10:05 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Guðmundsdóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2409002F - Framkvæmdaráð - 148
Fundargerð 148. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2311014 - Framkvæmdir ársins 2024
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 148
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 148
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið.
Framkvæmdaráð fór yfir stöðu bygginga við leik- og grunnskóla en framkvæmdir ganga vel. Framkvæmdaráð ætlar að funda eftir hálfan mánuð til að fara yfir útboðsgögn 3. áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
2. 2409003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Fundargerð 417. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Skipulagsnefnd frestar málinu og ákveður að fara betur yfir málið á fundi mánudaginn 23. september 2024.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.2 2403031 - Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Skipulagsnefnd bendir á að erfitt yrði að skipuleggja íbúðarbyggð á spildunni vegna aðstæðna á svæðinu. Nefndin bendir einnig á að erfitt yrði að hanna aðkomu að spildunni m.t.t. veghönnunarreglna Vegagerðarinnar um fjarlægð milli vegtenginga og landslags. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu, um að landspildu í landi Kotru verði breytt í íbúðarsvæði í rammahluta Aðalskipulags um þróun byggðar í Vaðlaheiði, verði synjað.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og synjar erindinu um að landspilda í landi Kotru verði breytt í íbúðarsvæði í rammahluta Aðalskipulags um þróun byggðar í Vaðlaheiði.
 
2.3 2409001 - Þéttbýli eða drefibýli - munur á skildum sveitarfélags
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.4 2408010 - Syðra-Laugarland L236505 - umsókn um breytingu á byggingarreit
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.5 2405037 - Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Skipulagsnefnd bendir á að samræma þurfi legu hjóla- og göngustígs við ÍB14 og ÍB40 við rammahluta aðalskipulags. Nefndin leggur áherslu á að unnið sé út frá því markmiði að hjóla- og göngustígur verði alltaf sem fjærst vegum skv. valkostagreiningu í gögnum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram.
 
2.6 2409006 - Melaskjól 2 L219084 - umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.
Sveitarstjórn samþykkir erindið með þeim fyrirvara að samþykki nágranna liggi fyrir.
 
2.7 2407003 - Skráning fasteigna í Eyjafjarðarsveit
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Lagt fyrir og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.8 2409003 - PlanNord - áskoranir í umhverfis- og skipulagsmálum
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.9 2405028 - Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 417
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi við þennan lið.
 
1. Erindi, sendandi RARIK:
Athugasemd a): Sendandi óskar eftir að haft verði samráð vegna uppbyggingar og vegna núverandi lagna á svæðinu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til ályktunar
 
Athugaemd b) Sendandi bendir á að gera þarf áætlun um fjölda spennistöðva og legu strengja
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa samráð við RARIK um fjölda spennistöðva og legu strengja innan hverfisins.
 
Athugaemd c) Sendandi óskar eftir að fá teikningagrunn af skipulaginu svo hægt sé að hanna lagnakerfi á svæðinu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
 
2. Erindi, sendandi Minjastofnun Íslands:
Athugaemd: Sendandi bendir á að öskuhaugurinn (Ey-314:015) er í vegstæðinu en þar er að finna minjar frá (líklega ) 18-19 öld. Sendandi bendir á að þar nálægt sé örugglega eldri öskuhaugur og því þurfi að fara mjög varlega þegar grafið verður þar í gegn til að raska ekki meira svæði en nauðsynlegt er við vegagerðina.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bætt verði við ákvæði í kafla 3.3.7 í greinargerð um að gætt verði sérstaklega að raski við vegagerð við fornleif EY-314:015 á skipulagssvæðinu.
 
3. Erindi, sendendur Linda Margrét Sigurðardóttir og Andri Rafn Kristjánsson:
 
Athugasemd a): Sendendur óska eftir því að aðkoman að Kroppi verði sú sama og er í dag. Aðkoman yrði þá í framhaldi af því sem heitir akfær stígur í skipulaginu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulaghönnuði verði falið að færa aðkomu að Kroppi suður fyrir hús í framhaldi af því sem heitir akfær stígur í skipulaginu.
 
Athugasemd b): Sendendur óska eftir því að hugað verði að hljóðvist frá Bogöldu, t.d. með hljóðmön eða gróðri, þar sem sú gata mun færast nær húsinu þeirra.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bætt verði við ákvæði í greinargerð skipulags um að koma skuli upp hljóðmön eða gróðri norðan íbúðarhússins á Kroppi til að bæta hljóðvist.
 
 
Athugasemd c): Sendendur benda á að huga þarf að rotþró Kropps sem liggur við aðkomu að Ölduhverfi. Spyrja hvort Kroppur verði tengdur fráveitukerfi Ölduhverfis eða hvort rotþróin eigi að halda sér.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðilar Ölduhverfis þurfi að tengja íbúðarhúsið á Kroppi við fráveitukerfi Ölduhverfis ef núverandi rotþró þarf að víkja.
 
4. Erindi, sendandi Norðurorka:
Athugasemd a) Sendandi bendir á að núverandi dreifikerfi ræður ekki við nýja hverfið að óbreyttu. Leggja þarf sveran stofn að hverfinu, trúlega frá gatnamótum miðbrautar og Eyjafjarðarbrautar vestri og líklega væri best að leggja hann meðfram núverandi vegi fyrir allt hverfið.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði í samráði við Norðurorku að skipulagningu vatnsveitna í hverfinu.
 
Athugasemd b) Sendandi segir að gera þurfi ráð fyrir skipulagðri lóð undir dælustöð/dælukassa fyrir hverfið.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að finna hentuga lóð undir dælustöð fyrir hverfið í samráði við Norðurorku.
 
Athugasemd c) Sendandi bendir á að núverandi vatnstankur Hrafnagilshverfis er í 70 m hæð en efstu húsin í Ölduhverfi eru í um 60 m hæð. Vatnsþrýstingur verði því lítill í efstu húsum skipulagssvæðisins og skoða þurfi vatnsveituna betur með þetta í huga.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Norðurorku og leggur áherslu á að Norðurorka hugi að hönnun kerfisins í tíma.
 
Athugasemd d) Sendandi óskar eftir að hönnuðir verði í góðu sambandi við Norðurorku vegna útfærslu á vatnsveitu þar sem um nokkra möguleika er að ræða á úrlausn þess máls.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuður verði í samráði við Norðurorku vegna útfærslu vatnsveitu á svæðinu.
 
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindum sem bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra og Vegagerðinni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 3. a og b og 4. b og að svo breytt skipulagstillaga verði tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar að afgreiðslu innsendra athugasemda og felur sveitarstjóra að svara erindum orðrétt samkvæmt tillögu nefndarinnar. Þá samþykkir sveitarstjórn breytingartillögur nefndarinnar eins og fram kemur í afgreiðslu hennar á athugasemdum 3 a og b og 4 b og að svo breytt tillaga verði aftur lögð fyrir skipulagsnefnd.
 
Almenn erindi
3. 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
Með bréfi dags. 7. júní 2024 ritaði LOGOS bréf f.h. Heiðarinnar fasteignar ehf í tengslum við umsókn félagsins til sýslumanns um rekstrarleyfi fyrir útleigu tveggja húsa við Brúnagerði í Brúarlandi og kynningu á frekari áformum með uppbyggingu á svæðinu.
 
Í erindinu lýsir Heiðin fasteignir ehf. að félagið hyggist sækja um rekstrarleyfi fyrir útleigu sex íbúðarhúsa til viðbótar sem byggð hafa verið við götuna og fyrir fjögur hús að auki sem fyrirhugað er að rísi með haustinu. Í bréfinu er verkefninu lýst og sjónarmiðum komið á framfæri m.a. um réttarstöðu aðila. Formleg umsókn vegna íbúðarhúsa umfram tvö hefur ekki borist.
 
Sveitarfélagið þakkar Heiðinni fasteignum fyrir erindið og kynninguna. Sveitarstjórn hefur haft það til meðferðar og kynnt sér sjónarmið sem þar eru reifuð. Sveitarstjórn hefur jafnframt fundað með fyrirsvarsmönnum og lögmanni Heiðarinnar og efnt til íbúafunda.
 
Eins og málið hefur verið kynnt fyrir sveitarstjórn fyrirhugar Heiðin fasteignir ehf. að reisa alls 12 hús við götuna og sækja um leyfi hjá sýslumanni til að hafa í þeim öllum skammtímaleigu í atvinnuskyni.
 
Sveitarfélagið hefur reifað sjónarmið um að gildandi skipulagsskilmálar á svæðinu geri ekki ráð fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er.
 
Sveitarstjórn áréttar að svæðið er skipulagt sem íbúðabyggð, en fyrirhuguð áform sem lýst hefur verið fela í sér að svæðið verði nærfellt að öllu leyti lagt undir rekstur skammtímaleigu í atvinnuskyni.
 
Sveitarstjórn telur að þau áform sem lýst er í bréfinu dags. 7. júní 2024 séu ekki í samræmi við gildandi skipulag og óhjákvæmilegt er að vekja athygli Heiðarinnar fasteigna á þessari stöðu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfi LOGOS frá 7. júní 2024 og vekja athygli á umræðum á þessum fundi sveitarstjórnar.
 
4. 2406009 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 3
Fyrir er tekin umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Heiðarinnar fasteigna ehf. um rekstrarleyfi fyrir skammtímaleigu íbúðarhússins nr. 3 við götuna Brúnagerði í Brúarlandi.
 
Umsækjandi hefur sótt um tvö samskonar rekstrarleyfi fyrir tvö íbúðarhús við götuna og óskar sýslumaður umsagnar vegna beggja umsókna.
 
Jafnframt hefur umsækjandi í öðru máli lýst áformum um gistirekstur í fleiri húsum við sömu götu. Þau áform eru ekki til umfjöllunar í máli þessu.
 
Heiðin fasteignir ehf. hefur lýst því m.a í bréfi LOGOS dags. 7. júní 2024 að fyrirhuguð starfsemi um útleigu tveggja húsa tengist áformum félagsins um að skipulagssvæðið við götuna Brúnagerði verði nærfellt að öllu leyti lagt undir rekstur skammtímaleigu í atvinnuskyni og að félagið muni auk þeirra leyfa sem sótt hefur verið um jafnframt sækja um rekstrarleyfi fyrir útleigu hinna sex húsanna sem byggð hafa verið við götuna, sem og þeirra fjögurra sem fyrirhugað er að rísi.
 
Að mati meirihluta sveitarstjórnar hefur umsækjandi lýst því afdráttarlaust að umsókn um rekstrarleyfi tveggja húsa nú sé þannig liður í uppbyggingu svæðisins fyrir atvinnustarfsemi í formi skammtímaleigu. Um leið felst í áformunum að nærfelld engin íbúðabyggð verði á svæðinu, þar sem einstaklingar og fjölskyldur muni hafa varanlega búsetu. Þessi áform fara gegn gildandi skipulagi. Sveitarstjórn hefur áður lagst gegn því að svæðið verði skipulagt sem frístundabyggð, en telja verður að jafna megi fyrirhugaðri starfsemi við það og hún sé að minnsta kosti ekki íbúðabyggð. Það er mat meirihlutar sveitarstjórnar að starfsemin sé ekki í samræmi við gildandi skipulag. Er því óhjákvæmilegt að leggjast gegn útgáfu ótímabundinna starfsleyfa fyrir skammtímaleigu í húsunum nr. 3 og 5 við götuna Brúnagerði.
 
Meirihluti sveitarstjórnar leggst gegn því að veitt verði ótímabundið rekstrarleyfi fyrir hús nr. 3 og felur sveitastjóra að koma umsögn um það til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, með þeim rökum sem reifuð eru á fundinum.
 
Fulltrúar K-listans telja, með hliðsjón af meðalhófi, að rekstur skammtímaleigu sem sótt er um í Brúnagerði 3, fari ekki gegn gildandi skipulagi þannig að efni sé til að leggjast gegn útgáfu starfsleyfis sem sótt er um og leggst því ekki gegn útgáfu leyfisins. Fulltrúar K-listans árétta að í afstöðu gagnvart fyrirliggjandi umsagnarbeiðni sýslumannsins núna felist ekki fyrirheit eða áform um afstöðu þeirra ef sótt yrði um rekstrarleyfi fyrir fleiri fasteignir eða annars konar rekstur á sama skipulagssvæði.
 
5. 2406010 - Sýslum. á Norðurl. eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 5
Fyrir er tekin umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Heiðarinnar fasteigna ehf. um rekstrarleyfi fyrir skammtímaleigu íbúðarhússins nr. 5 við götuna Brúnagerði í Brúarlandi.
 
Umsækjandi hefur sótt um tvö samskonar rekstrarleyfi fyrir tvö íbúðarhús við götuna og óskar sýslumaður umsagnar vegna beggja umsókna.
 
Jafnframt hefur umsækjandi í öðru máli lýst áformum um gistirekstur í fleiri húsum við sömu götu. Þau áform eru ekki til umfjöllunar í máli þessu.
 
Heiðin fasteignir ehf. hefur lýst því m.a í bréfi LOGOS dags. 7. júní 2024 að fyrirhuguð starfsemi um útleigu tveggja húsa tengist áformum félagsins um að skipulagssvæðið við götuna Brúnagerði verði nærfellt að öllu leyti lagt undir rekstur skammtímaleigu í atvinnuskyni og að félagið muni auk þeirra leyfa sem sótt hefur verið um jafnframt sækja um rekstrarleyfi fyrir útleigu hinna sex húsanna sem byggð hafa verið við götuna, sem og þeirra fjögurra sem fyrirhugað er að rísi.
 
Að mati meirihluta sveitarstjórnar hefur umsækjandi lýst því afdráttarlaust að umsókn um rekstrarleyfi tveggja húsa nú sé þannig liður í uppbyggingu svæðisins fyrir atvinnustarfsemi í formi skammtímaleigu. Um leið felst í áformunum að nærfelld engin íbúðabyggð verði á svæðinu, þar sem einstaklingar og fjölskyldur muni hafa varanlega búsetu. Þessi áform fara gegn gildandi skipulagi. Sveitarstjórn hefur áður lagst gegn því að svæðið verði skipulagt sem frístundabyggð, en telja verður að jafna megi fyrirhugaðri starfsemi við það og hún sé að minnsta kosti ekki íbúðabyggð. Það er mat meirihlutar sveitarstjórnar að starfsemin sé ekki í samræmi við gildandi skipulag. Er því óhjákvæmilegt að leggjast gegn útgáfu ótímabundinna starfsleyfa fyrir skammtímaleigu í húsunum nr. 3 og 5 við götuna Brúnagerði.
 
Meirihluti sveitarstjórnar leggst gegn því að veitt verði ótímabundið rekstrarleyfi fyrir hús nr. 5 og felur sveitastjóra að koma umsögn um það til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, með þeim rökum sem reifuð eru á fundinum.
 
Fulltrúar K-listans telja, með hliðsjón af meðalhófi, að rekstur skammtímaleigu sem sótt er um í Brúnagerði 5, fari ekki gegn gildandi skipulagi þannig að efni sé til að leggjast gegn útgáfu starfsleyfis sem sótt er um og leggst því ekki gegn útgáfu leyfisins. Fulltrúar K-listans árétta að í afstöðu gagnvart fyrirliggjandi umsagnarbeiðni sýslumannsins núna felist ekki fyrirheit eða áform um afstöðu þeirra ef sótt yrði um rekstrarleyfi fyrir fleiri fasteignir eða annars konar rekstur á sama skipulagssvæði.
 
6. 2406032 - Sýslum. á Norðurl. eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar, Vogar 8
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga í tengslum við grenndaráhrif áður en afstaða verður tekin í umsögn sveitarfélagsins.
 
7. 2409007 - Ósk um vilyrði Eyjafjarðarsveitar vegna landsmót UMFÍ 50+
Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir að halda Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit árið 2026 og gefur vilyrði sitt fyrir verkefninu.
 
8. 2409008 - SSNE - Ósk um samstarf sveitarfélaga vegna RECET verkefnisins
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga vegna verkefnisins.
 
11. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn frestar erindinu.
 
Fundargerðir til kynningar
9. 2409013 - SSNE - Fundargerð 65. stjórnarfundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
10. 2409015 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 951
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05
 
Getum við bætt efni síðunnar?