Dagskrá:
Fundargerð
1. 2409008F - Framkvæmdaráð - 150
Fundargerð 150. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 150
Til fundar mættu þeir Ragnar Bjarnason frá Verkís og Garðar Guðnason frá Arkitektastofunni.
Á fundinum var farið yfir útboðsgögn og tillögur að aðlögun þeirra. Þá var lagt upp með að útboðið verði auglýst þann 8.október næstkomandi.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. 2410001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Fundargerð 420. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2406004 - Syðri-Hóll 3 L221981 - hnitsetning núverandi landamerkja jarðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2.2 2406005 - Syðri-Hóll 2 L221980 og Syðri-Hóll 2 lóð L152797 - hnitsetning núverandi landamerkja
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2.3 2406006 - Syðri-Hóll L226119 og Syðri-Hóll 1 L152796 - hnitsetning á núverandi landamerkjum
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2.4 2406007 - Ytri-Hóll 1 L152833 - hnitsetning núverandi landamerkja
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2.5 2410001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Teigs
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi á 20.000 m3 efnistöku til 31. október 2026. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar á svæðinu yfir veiðitímabil ár hvert.
Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi á 20.000 m3 efnistöku úr sandeyrum Eyjafjarðarár við Teig til 31. október 2026. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar á svæðinu yfir veiðitímabil ár hvert.
2.6 2410007 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Bakkaflöt
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010
2.7 2408010 - Syðra-Laugaland 2 L236505 - umsókn um breytingu á byggingarreit
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
2.8 2409028 - Skólatröð 8 - breyting á deiliskipulagi - geymsluskúr, gróðurhús, bílastæði og sorpskýli
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
2.9 2409018 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegaskrá
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Dagný Linda Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegskrá.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegskrá. Þá gerir sveitarstjórn alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um kröfu til umsækjanda þess efnis að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
2.10 2409019 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegaskrá
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegskrá.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegskrá. Þá gerir sveitarstjórn alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um kröfu til umsækjanda þess efnis að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
2.11 2405028 - Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 420
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum nefndarinnar á fullnægjandi hátt og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
Almenn erindi
3. 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Umræður um vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2025 og 2026-2028
Fundur verður haldinn með öllum nefndum svo og forstöðumönnum stofnanna þann 2.nóvember kl.10:00 þar sem fjallað verður um fjárhag sveitarfélagsins og áætlanir næstu ára.
4. 2404010 - Velferðarsvið Akureyrarbæjar - Möguleg stækkun á barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.
5. 2408006 - Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2024
Sveitarstjórn samþykkir Jafnlaunastefnu Eyjafjarðarsveitar.
8. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn skipar Berglindi Kristinsdóttur sem formann öldungaráðs. Frestað er skipan varaformanns og kallað er eftir tilnefningu úr röðum félags eldri borgara í öldungaráð.
Fundargerðir til kynningar
6. 2410002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 952
Lögð fram til kynningar.
7. 2410004 - Norðurorka - Fundargerð 302. fundar
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00