Sveitarstjórn

642. fundur 31. október 2024 kl. 08:00 - 09:45 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2410005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 421
Fundargerð 421. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2410010 - Hríshóll - beiðni um efnistöku til eigin nota
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 421
Guðmundur Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.
Með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010.
 
1.2 2410019 - Steinhólar (L152772) - umsókn um afmörkun lóðarinnar Steinahlíðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 421
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Einnig skal tryggð kvöð um lagnir og fráveitu sem kunna að vera utan lóðarmarka.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Einnig skal tryggð kvöð um lagnir og fráveitu sem kunna að vera utan lóðarmarka.
 
 
2. 2410004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Fundargerð 13. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2409010 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2023-2024
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Lagt fram til kynningar, skýrsla verður kynnt nefndinni þegar hún liggur fyrir.
Gefur ekki tilefni til bókunar.
 
2.2 2410006 - Norðurá - Gjaldskrá 1.01.2025
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Lagt fram til kynningar og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun. Óskað er eftir að áhrif gjaldskrárhækkunar Norðurár sé skoðuð fyrir næsta fund.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Nefndin fer yfir magn og kostnað við rekstur gámasvæðis og frestar frekari umræðu til næsta fundar þegar nánari greining liggur fyrir.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í innleiðingu á þriggja tunnu kerfi við heimili sem fyrst svo að plast og pappi sé aðskilinn við húsvegg og lagaskilirði séu uppfyllt.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir grenndarstöð í Hrafnagilshverfi í fjárhagsáætlun ársins 2025.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í innleiðingu á þriggja tunnu kerfi við heimili sem fyrst svo að plast og pappi sé aðskilinn við húsvegg og lagaskilyrði séu uppfyllt. Einnig samþykkir sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir grenndarstöð í Hrafnagilshverfi.
 
2.4 2405022 - Umferðaröryggisáætlun 2024
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Nefndin fer yfir áherslur vegna endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar Eyjafjarðarsveitar. Nauðsynlegt er að endurskoða kaflann um Hrafnagilshverfi vegna þeirra umtalsverðu breytinga sem orðið hefur á umferð þar í kring með tilkomu nýrrar legu á Eyjafjarðarbraut vestri.
Nefndarmenn munu rýna í áætlunina fyrir næsta fund og skoða hvort tilefni sé til að endurskoða fleiri kafla í áætluninni í þessari yfirferð.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.5 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 13
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
3. 2410003F - Öldungaráð - 1
Fundargerð 1. fundar öldungaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2202017 - Erindisbréf öldungaráðs
 
Niðurstaða Öldungaráð - 1
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir erindisbréf öldungaráðs.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
3.2 2410012 - Hlutverk og verkefni öldungaráðs
 
Niðurstaða Öldungaráð - 1
Sigríður Stefánsdóttir hóf kynningu sína á að óska nýskipuðu öldungaráði velfernaðar í störfum sínum. Sigríður kynnti hlutverk, störf og verkefni öldungaráða um land allt og lagði áherslu á virkt samráð um málefni eldra fólks.
Öldungaráð þakkar Sigríði fyrir góða kynningu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
3.3 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
 
Niðurstaða Öldungaráð - 1
Vísað frá 641. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar:
Sveitarstjórn skipar Berglindi Kristinsdóttur sem formann öldungaráðs. Frestað er skipan varaformanns og kallað er eftir tilnefningu úr röðum félags eldri borgara í öldungaráð.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
3.4 2407008 - Póstbox í Hrafnagilshverfi
 
Niðurstaða Öldungaráð - 1
Finnur Yngvi sveitarstjóri sagði frá fyriráætlunum Íslandspóst um að setja upp póstbox í Hrafnagilshverfi.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
3.5 2410018 - Önnur mál öldungaráðs
 
Niðurstaða Öldungaráð - 1
Næsti fundur öldungaráðs verður 7. nóvember kl. 11:00.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Almenn erindi
4. 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Farið yfir stöðuna á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
 
Lagt fram til kynningar.
 
5. 2410023 - Starfsemi UMF Samherja
Sveitarstjóri og oddviti kynna stöðu UMF Samherja sem fram kom á fundi þeirra dags 23.september. Starfsemi félagsins blómstrar og hefur hún blásið út undanfarin þrjú ár. Fjöldi iðkenda hefur aukist umtalsvert og leitar stjórn leiða til að mögulegt sé að halda áfram með jafn metnaðarfullt starf á næstu árum.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að halda áfram samtali við stjórn Umf. Samherja.
 
6. 2410022 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 2 og 4
Lögð er fyrir umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna umsóknar um gistileyfi í Brúnagerði 2 og 4.
Aðilar hafa dregið til baka fyrri áform sín um rekstur á skammtímaleigu húsnæðis fyrir hverfið í heild sinni.
 
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga í tengslum við grenndaráhrif áður en afstaða verður tekin í umsögn sveitarfélagsins.
 
7. 2410014 - Markaðsstofa Norðurlands - Óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N árið 2025
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka stuðning sinn við Flugklasann svo hann verði 500 krónur á hvern íbúa á árinu 2025.
 
Þá hvetur sveitarstjórn önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama enda hafi verkefnið sannað mikilvægi sitt. Verkefnið hefur ekki bara leitt til þess að erlendir ferðamenn komist í beinu flugi á Norðurland heldur einnig leitt til aukinna lífsgæða fyrir íbúa nær og fjær sem geta nú notið fjölbreyttra áfangastaða í beinu flugi frá Akureyrarflugvelli.
 
8. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að skipun í ungmennaráð.
Fyrir liggur að auki tillaga að breytingu á aðalmönnum og varamönnum frá félagi eldri borgara í öldungaráð. Þá hefur öldungaráð ákveðið að skipa Kristínu Thorberg sem varaformann öldungaráðs.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða tillögu af skipun í ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar sem er eftirfarandi:
Aðalfulltrúar:
Sunna Bríet Jónsdóttir
Emelía Lind Brynjarsdóttir
Haukur Skúli Óttarsson
Kristín Harpa Friðriksdóttir
Halldór Ingi Guðmundsson
 
Varafulltrúar:
Berglind Eva Ágústsdóttir
Emma Karen Anna Helgadóttir
Katrín Björk Andradóttir
Teitur Nolsöe Baldursson
Björgvin Freyr Snorrason
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félags eldri borgara að breytingu á skipun öldungaráðs þar sem Kristín Thorberg tekur sæti Bergljótar Sigurðardóttur sem aðalmaður og Bergljót tekur sæti Kristínar sem varamaður fyrir hönd félags eldri borgara.
Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða tilnefningu félags eldriborgara um að Kristínar Thorberg taki sæti varaformanns öldungaráðs.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Susanne Lintermann sem varamann F-lista í öldungaráð.
 
9. 2410017 - Óshólmanefnd - fundargerð 16.10.2024
Lögð fram til kynningar fundargerð Óshólmanefndar frá 16.10.2024.
 
Í fundargerðinni ítrekar nefndin "ábendingu til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að fengið verði álit sérfræðinga um hvort æskilegt væri að gera ráðstafanir til að endurheimta vatnsrennsli í austustu kvísl Eyjafjarðarár, sbr. fundargerð nefndarinnar frá 5/6 2023 Þá óskar nefndin eftir upplýsingum frá Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbæ hvað líði samkomulagi sveitarfélaganna beggja og landeigenda í Hvammi um endurheimt vatnsstöðu á Hvamms- og Kjarnaflæðum sem raskaðist við lengingu flugbrautarinnar."
 
Sveitarstjóri kynnir stöðu mála fyrir sveitarstjórn.
Óskað hefur verið eftir áliti Umhverfisstofnunar á endurheimt vatnsrennslis í austustu kvísl Eyjafjarðarár.
Varðandi Hvamms-og Kjarnaflæðin þá er næsta skref að skipulagsfulltrúi fari vettvangsferð með landeigendum um svæðið.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgja málunum eftir og upplýsa sveitarstjórn og viðeigandi aðila um stöðuna eftir því sem fram vindur málum.
 
Almenn erindi til kynningar
10. 2410021 - Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 23.10.2024
Lagt fram til kynningar.
 
11. 2410015 - Vegagerðin - Tilkynning um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna
Lagt fram til kynningar.
 
Fundargerðir til kynningar
12. 2410016 - Almannavarnir 2024 -Fundargerð 16.10.24
Lögð er fram til kynningar fundargerð almannavarnanefndar frá því 16.10.2024.
Sveitarstjórn telur afar mikilvægt að sveitarfélögin, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðrir viðkomandi aðilar fái til umsagnar drög að heildarendurskoðun almannavarnarlaga sem nú er í vinnslu. Samkvæmt fundargerð almannavarnanefndar mun stjórnsýslan þyngjast, hlutverk og eftirlit ríkislögreglustjóra aukast og nýjar kröfur leggjast á sveitarfélögin.
Sveitarstjóra er falið að fylgjast með málinu.
 
13. 2410020 - HNE - Fundargerð 238
Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar HNE.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45
Getum við bætt efni síðunnar?