221. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 4. febrúar 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Jón Jónsson, Arnar árnason, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason, Björk Sigurðardóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Varaoddviti Jón Jónsson setti fund og stjórnaði honum í forföllum oddvita.
1. Kynning á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
á fundinn mætti Jón Birgir Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Akureyrarbæ. Hann gerði grein fyrir vinnu starfshóps sem vann tillögu að endurskoðun á aðild Akureyrarbæjar að Atvinnuþróunarfélaginu.
Einnig mættu á fundinn Hólmar Svansson og Magnús þór ásgeirsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem kynntu starfsemi félagsins.
2. Erindi frá ólafi Tryggvasyni, Ytra-Hóli
Erindi frá ólafi Tryggvasyni, Ytra-Hóli, dags. 29. jan. 2003, þar sem hann óskar eftir niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts af ónotuðum og vannýttum útihúsum með vísan í 5. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.
Fjárhagsáætlun Eyjarfjarðarsveitar fyrir árið 2003 hefur verið samþykkt og gerir ekki ráð fyrir að þessi heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélag sé nýtt.
Sveitarstjórn hafnar því erindinu.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, 53. fundur, 13. jan. 2003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 63. og 64. fundur, 23. og 30. jan. 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 54. og 55. fundur, 22. jan. 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð atvinnumálanefndar, 7. fundur, 20. jan. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Skipan fulltrúa í handverkssýningarstjórn
Samþykkt að skipa Valdimar Gunnarsson sem formann sýningarstjórnar í stað Birgis þórðarsonar. Aðrir í stjórn eru Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir.
8. Stofnun vinnuhóps um markaðssetningu á Tónlistarhúsinu Laugarborg
Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að vinna að skipulagðri markaðssetningu á Tónlistarhúsinu Laugarborg til að efla starfsemi þess. í þeim tilgangi verði skipaður vinnuhópur, sem fái það verkefni að leggja fram tillögur að kynningu á húsinu og samstarfi við tónlistarfólk og áhugafólk um tónlistarflutning til að afla húsinu fjölbreytilegra og stöðugra verkefna. Hópurinn kanni jafnframt möguleika á föstum dagskráratriðum í húsinu og leggi fram tillögur að slíkri dagskrárgerð, áskriftartónleikum o. fl. þá hafi hópurinn það verkefni að afla styrkja til starfseminnar og frekari endurbóta á húsnæði Laugarborgar svo það þjóni sem best tilgangi sínum sem tónlistarhús. Sveitarstjórn samþykkir að fara þess á leit við Eirík Stephensen, skólastjóra, þórarinn Stefánsson, formann Tónlistarfélags Akureyrar, og Jóhann ólaf Halldórsson, framkv.st. að þeir myndi umræddan vinnuhóp. Hópurinn vinni í samstarfi við stjórn félagsheimilanna og skili tillögum til hennar fyrir 1. maí 2003."
9. Sorpáætlun fyrir sveitarfélög á Norðurl. eystra
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfisnefndar og óska eftir umsögn hennar.
10. Erindi Eyþings dags. 16. janúar 2003 um stofnun undirbúningsfélags um gerð Vaðlaheiðarganga og hlutafjárframlag
Samþykkt að leggja fram kr. 75.000.- sem hlutafé í undirbúningsfélag um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði.
Bjarni Kristjánsson var skipaður fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á stofnfund undirbúningsfélagsins.
11. Drög að erindisbréfum nefnda:
Félagsheimilanefnd.
Félagsmálanefnd.
íþrótta- og tómstundanefnd.
Menningarmálanefnd.
Umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:30