Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2501006 - Brúarland (ÍB 15) og Brúarland efra svæði (L) (SL), breytingar á skilgreiningu í ASK
Fyrir fundinum liggur erindi dags. 7.janúar 2025, frá Ingólfi Fr. Guðmundssyni hjá Kollgátu ehf. f.h. eiganda að jörðinni Brúarland; Heiðin Fasteignir ehf. og Heiðin Fasteignir II ehf. þar sem óskað er eftir leyfi skipulagsyfirvalda til breytinga á skilgreiningu á landi Brúarlands í núgildandi aðalskipulagi. Annars vegar er um að ræða svæði sem eru í dag í byggingu (ÍB15) sem íbúðarhúsasvæði en þar er óskað er eftir breytingu yfir í VÞ.
Hins vegar er um að ræða efra svæðið sem er í dag skógræktar- og landbúnaðarsvæði en óskað er eftir breytingu yfir í íbúðarhúsasvæði.Deiliskipulag yrði síðan unnið fyrir efra svæðið í kjölfarið skv áður innsendum drögum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði heimilað að hefja skipulagsferli á breytingu hluta ÍB 15 í VÞ samkvæmt meðfylgjandi gögnum og leggja fyrir tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Skipulagshönnuði er bent á að efra svæðið sem er í dag skógræktar- og landbúnaðarsvæði og óskað er eftir breytingu yfir í íbúðarhúsasvæði er þegar í ferli í rammahluta aðalskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og heimilar landeiganda að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að aðalskipulagsbreytingu á hluta ÍB 15 í VÞ til samræmis við fram lögð gögn. Skipulagshönnuði er bent á að efra svæðið, sem er í dag skógræktar- og landbúnaðarsvæði og óskað er eftir breytingu yfir í íbúðarhúsasvæði, er þegar í skipulagsferli í rammahluta aðalskipulags.
2. 2411030 - Brúarland L152578 - umsókn um framkvæmdaleyfi til gerðar vegslóða og malarstæðis
Fyrir fundinum liggur erindi frá teiknistofunni Kollgátu fyrir hönd landeiganda, þar sem óskað er eftir leyfi til gerðar vegslóða og malarstæðis skv. meðfylgjandi uppdrætti. Vegslóðinn er í beinu framhaldi af nýrri íbúðargötu Brúnagerðis í landi Brúarlands. Geymslusvæðið er um 50m. langt og 11m. breitt. Vegslóðinn tengir saman tvö svæði í eignarhaldi sama aðila og liggur yfir læk sem skilur svæðin af.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða og geymslusvæðis samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að snyrtilega sé gengið um geymslusvæðið og um það sé búið þannig að ekki verði af því ónæði, varanlegt sjónlýti eða fokhætta.
3. 2411007 - Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús
Landeigandi, S&A eignir ehf. kt. 680918-1040 óska eftir breytingu á deiliskipulagi Leifsstaða 2, verslunar- og þjónustusvæðis sem tók gildi 10.01.2024. Óskað er eftir að fá að breyta deiliskipulaginu með fjölgun gistimöguleika og aukningu gistieininga, sbr. meðfylgjani erindi dags. 07.11.2024. Gildandi deiliskipulag Leifsstaða 2 fylgir með fundargögnum.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var fallist á að málsaðilar yrðu boðaðir á fund skipulagsnefndar til að kynna áformin frekar og eru þeir mættir í þeim tilgangi.
Skipulagsnefnd bókaði: Undir fundarliðinn mættu þau Lilja Filipusdóttir, skipulagshönnuður, og Aðalsteinn Stefnisson landeigndi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði heimilað að fara í skipulagsferli. Nefndin bendir umsækjanda jafnframt á að samhliða þurfi að endurskoða heimildir í aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar og heimilar landeiganda að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Þar sem umfang verkefnisins rúmast ekki innan heimilda aðalskipulags þá bendir sveitarstjórn umsækjanda jafnframt á að nauðsynlegt sé að aðlaga aðalskipulagið að nýjum hugmyndum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila landeiganda að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breytingu á aðalskipulagi samhliða tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
4. 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Sjórnartíðinda og svarar þeim á eftirfarandi hátt: Deiliskipulagið uppfyllir ekki ákvæði d) liðar 5.3.2.5 gr. skipulagsreglugerðar um heimilaða fjarlægð íbúðahúsa frá vegi en nú liggur fyrir að innviðaráðuneytið hefur, þann 24. júní 2024, hafnað beiðni sveitarfélagsins um undanþágu vegna 7 lóða við Hlíðár- og Hólagjá. Svar: Skv. rammaskipulagi heiðarinnar sem nú er á leið í auglýsingu er m.a. gert ráð fyrir að hægt verði að hafa íbúðarhús 50 m frá Veigastaðavegi. Á ÍB12 er heimilað að reisa að hámarki 40 íbúðarhús samkvæmt aðalskipulagi. Í greinargerð kemur fram að byggt verði upp í þremur áföngum þar sem gert er ráð fyrir 15 húsum í hverjum áfanga, sem þá þýðir að fjöldi íbúðarhúsa væri komið umfram heimildir aðalskipulags. Í tillögunni og á uppdrætti kemur þó skýrt fram að gert sé ráð fyrir 35 húsum. Þetta þarf að samræma. Svar: Í kafla 3.1 um íbúðarsvæði kemur fram að ?skv. ákvörðun sveitarfélagsins um íbúðarbyggðir í Vaðlaheiði er gert er ráð fyrir að svæðið byggist upp í þremur áföngum og miðað er að hámarki verði 15 íbúðarlóðir í hverjum áfanga?. Þarna er verið að vísa í ákvörðum sveitarfélagsins um íbúðarbyggðir almennt í heiðinni en ekki að 15 íbúðarlóðir séu í hverjum áfanga í þessu deiliskipulagi. Í sama kafla segir hvað eru margar íbúðarlóðir í hverjum áfanga en þær eru 14, 12 og 9 eða alls 35. Skipulagshönnuði er falið að orða þetta á þann máta að heilmild sé til að byggja allt að 15 hús í hverjum áfanga. Stofnunin telur tilefni til að benda á að til þess að uppfylla ákvæði reglugerðar væri mögulegt að afmarka lóðir á því svæði innan íbúðarbyggðarinnar sem nú er merkt sem ,,skógræktarsvæði? og minnka það sem því nemur í stað afmörkunar á lóðum næst Veigastaðavegi, sem ekki uppfylla ofangreind ákvæði skipulagsreglugerðar. Svar: Svar: Skv. rammaskipulagi heiðarinnar sem nú er á leið í auglýsingu er m.a. gert ráð fyrir að hægt verði að hafa íbúðarhús 50 m frá Veigastaðavegi. Ítrekuð er ábending sem sett var fram um lýsingu um að gera þyrfti grein fyrir þeim mannvirkjum sem heimilað er að rífa bæði í greinargerð og á uppdrætti. Svar: Í kafla 2.1 um staðhætti og upplýsingar kemur skýrt fram að gert sé ráð fyrir að núverandi hús víki og heimild til niðurrifs liggi fyrir. Þetta ætti að vera fullnægjandi en skipulagshönnuði er þó falið að sýna hús á uppdrætti sem heimilt er að fjarlægja. Þrátt fyrir að ekki sé þekkt flóðahætta vegna ofanflóða á svæðinu þá telur stofnunin að í ljósi aukinna vatnavaxta almennt og hæðar lands á þessum slóðum sé æskilegt að skoða vel hvort tilefni sé til að setja ítarlegri skilmála um byggingar og/eða e.k. varnarmannvirki t.v. vegna mögulegra aur- og vatnsflóða. Svar: Eins og fram kemur í kafla 3.9 um ofanflóðahættu eru engar heimildir um snjóflóð og skriðuföll á svæðinu og því er ekki talin þörf á að setja ítarlegri skilmála. Í íbúðar- og frístundahverfum þarf skv. skipulagsreglugerð gr. nr. 5.3.2.16 að gera ráð fyrir grenndargámum, þ.e. gámum fyrir flokkaðan úrgang, svo sem pappír og plast. Svar: Skipulagshönnuði er falið að bæta við svæði fyrir grenndargáma innan svæðisins. Bent er á að á íbúðarsvæðum, svæðum fyrir frístundahús og öðrum svæðum þar sem gera má ráð fyrir mannfjölda og hætta getur verið á gróðureldum, sbr. afmörkun skógræktarsvæða innan íbúðarbyggðarinnar, skal gæta þess að fleiri en ein greið leið sé um og frá svæðinu. Tryggt þarf einnig að vera að nægt slökkvivatn sé til staðar. Svar: Ekki er mögulegt að gera ráð fyrir fleiri akstursleiðum frá skipulagssvæðinu en margar greiðar gönguleiðir eru frá skipulagssvæðinu. Þá má segja að flóttaleið sé um þjónustuveg Norðurorku til austurs að Vaðlaheiði. Þá er bent á að framsetning bæði hæðarlína og götuheita er óskýr á uppdrætti og mætti lagfæra. Svar: Skipuagshönnuði er falið að bæta úr þessu með því að gera framsetningu hæðarlína og götuheita skýrari.
Sveitarstjórn þakkar skipulagsnefnd afgreiðslutillögur við deiliskipulag íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá sem samþykkt hafði verið að auglýsa í B-deild Sjórnartíðinda. Eftirfarandi athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og svarar sveitarstjórn þeim samhljóða á eftirfarandi hátt:
Deiliskipulagið uppfyllir ekki ákvæði d) liðar 5.3.2.5 gr. skipulagsreglugerðar um heimilaða fjarlægð íbúðahúsa frá vegi en nú liggur fyrir að innviðaráðuneytið hefur, þann 24. júní 2024, hafnað beiðni sveitarfélagsins um undanþágu vegna 7 lóða við Hlíðár- og Hólagjá.
Svar: Skv. rammaskipulagi aðalskipulags heiðarinnar sem nú er á leið í auglýsingu er m.a. gert ráð fyrir að hægt verði að hafa íbúðarhús 50 m frá Veigastaðavegi.
Á ÍB12 er heimilað að reisa að hámarki 40 íbúðarhús samkvæmt aðalskipulagi. Í greinargerð kemur fram að byggt verði upp í þremur áföngum þar sem gert er ráð fyrir 15 húsum í hverjum áfanga, sem þá þýðir að fjöldi íbúðarhúsa væri komið umfram heimildir aðalskipulags. Í tillögunni og á uppdrætti kemur þó skýrt fram að gert sé ráð fyrir 35 húsum. Þetta þarf að samræma.
Svar: Í kafla 3.1 um íbúðarsvæði kemur fram að skv. ákvörðun sveitarfélagsins um íbúðarbyggðir í Vaðlaheiði er gert er ráð fyrir að svæðið byggist upp í þremur áföngum og miðað er að hámarki verði 15 íbúðarlóðir í hverjum áfanga. Þarna er verið að vísa í ákvörðum sveitarfélagsins um íbúðarbyggðir almennt í heiðinni en ekki að 15 íbúðarlóðir séu í hverjum áfanga í þessu deiliskipulagi. Í sama kafla segir hvað eru margar íbúðarlóðir í hverjum áfanga en þær eru 14, 12 og 9 eða alls 35. Skipulagshönnuði er falið að orða þetta á þann máta að heilmild sé til að byggja allt að 15 hús í hverjum áfanga.
Stofnunin telur tilefni til að benda á að til þess að uppfylla ákvæði reglugerðar væri mögulegt að afmarka lóðir á því svæði innan íbúðarbyggðarinnar sem nú er merkt sem skógræktarsvæði og minnka það sem því nemur í stað afmörkunar á lóðum næst Veigastaðavegi, sem ekki uppfylla ofangreind ákvæði skipulagsreglugerðar.
Svar: Skv. rammaskipulagi heiðarinnar sem nú er á leið í auglýsingu er m.a. gert ráð fyrir að hægt verði að hafa íbúðarhús 50 m frá Veigastaðavegi. Jafnframt bendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun á að illa sé farið með dýrmætt land ef verða ætti við slíkri ábendingu. Óhagræði fylgi því í gatnagerð, byggð sé færð ofar í fjallið þar sem veður eru verri og snjóþyngra sé á vetur og fram eftir vori. Þá sé með slíkri framkvæmd einnig gengið á skógræktarland án þess að unnt sé að færa fyrir því ríkuleg rök af hverju byggðinni sé betur borgið fjær veginum heldur en önnur byggð á sama svæði sem þróast hefur og byggst upp með þessu móti til tugi ára.
Ítrekuð er ábending sem sett var fram um lýsingu um að gera þyrfti grein fyrir þeim mannvirkjum sem heimilað er að rífa bæði í greinargerð og á uppdrætti.
Svar: Í kafla 2.1 um staðhætti og upplýsingar kemur skýrt fram að gert sé ráð fyrir að núverandi hús víki og heimild til niðurrifs liggi fyrir. Þetta ætti að vera fullnægjandi en skipulagshönnuði er þó falið að sýna hús á uppdrætti sem heimilt er að fjarlægja.
Þrátt fyrir að ekki sé þekkt flóðahætta vegna ofanflóða á svæðinu þá telur stofnunin að í ljósi aukinna vatnavaxta almennt og hæðar lands á þessum slóðum sé æskilegt að skoða vel hvort tilefni sé til að setja ítarlegri skilmála um byggingar og/eða e.k. varnarmannvirki t.v. vegna mögulegra aur- og vatnsflóða.
Veðurstofan vinnur nú að hættumati vegna ofanflóða fyrir Eyjafjarðarsveit og var yfirferð svæða forgangsraðað út frá tillögum Veðurstofunnar, skipulagssvæðið var ekki meðal forgangssvæða Veðurstofunnar. Eins og fram kemur í kafla 3.9 um ofanflóðahættu er ekki heldur að finna heimildir um snjóflóð og skriðuföll á svæðinu og því er ekki talin þörf á að setja ítarlegri skilmála að svo stöddu. Í ljósi umfangs skipulagsins mun sveitarstjórn hinsvegar óska eftir við Veðurstofuna að leggja áherslu á að klára hættumat þessa svæðis sem fyrst. Sveitarstjórn vill í þessu tilefni benda landeigendum á að þeir megi vænta þess að niðurstaða hættumats Veðurstofunnar geti haft áhrif á framkvæmdar- og byggingarheimildir á svæðinu eða að skilmálar skipulags verði endurskoðaðir ef niðurstaða hættumats gefur tilefni til. Þannig geti landeigandi ekki gert sér væntingar til þess að niðurstaða hættumats hafi engin áhrif á þau verðmæti sem skipulaginu fylgja eða kostnaði við uppbyggingu þess.
Í íbúðar- og frístundahverfum þarf skv. skipulagsreglugerð gr. nr. 5.3.2.16 að gera ráð fyrir grenndargámum, þ.e. gámum fyrir flokkaðan úrgang, svo sem pappír og plast.
Svar: Skipulagshönnuði er falið að bæta við svæði fyrir grenndargáma innan svæðisins.
Bent er á að á íbúðarsvæðum, svæðum fyrir frístundahús og öðrum svæðum þar sem gera má ráð fyrir mannfjölda og hætta getur verið á gróðureldum, sbr. afmörkun skógræktarsvæða innan íbúðarbyggðarinnar, skal gæta þess að fleiri en ein greið leið sé um og frá svæðinu. Tryggt þarf einnig að vera að nægt slökkvivatn sé til staðar.
Svar: Ekki er mögulegt að gera ráð fyrir fleiri akstursleiðum frá skipulagssvæðinu en margar greiðar gönguleiðir eru frá skipulagssvæðinu. Þá má segja að flóttaleið sé um þjónustuveg Norðurorku til austurs að Vaðlaheiði.
Þá er bent á að framsetning bæði hæðarlína og götuheita er óskýr á uppdrætti og mætti lagfæra. Svar: Skipuagshönnuði er falið að bæta úr þessu með því að gera framsetningu hæðarlína og götuheita skýrari.
5. 2408010 - Syðra-Laugaland 2 L236505 - umsókn um breytingu á byggingarreit
Á fundi sveitarstjórnar þann 17. október sl. var samþykkt að vísa erindi í grenndarkynningu, þar sem sótt er um að endurbyggja íbúðarhúsið (mhl 01) að Syðra-Laugalandi 2 að innan. Jafnframt er sótt um að endurbyggja bílskúr (mhl. 03) á lóðinni og stækka bygginguna. Umsækjandi hefur uppi áform um að leigja húsnæðið út fyrir ferðamenn. Erindið var sent í grenndarkynningu og er grenndarkynningartímabili nú lokið. Þrjár athugasemdir/umsagnir bárust og eru þær nú til umfjöllunar nefndarinnar.
Skipulagsnefnd hefur skilning á sjónarmiðum nágranna varðandi umferð um akstursleið til norðurs (og austurs) frá húsinu. Nefndin bendir á að sú leið liggur frá fleiri aðliggjandi húsum og engin kvöð liggur á lóðum þar varðandi hvaða akstursleið skuli notuð, en vinsamlegri ábendingu um að nýta frekar akstursleið til suðurs er komið til skila til umsækjenda. Varðandi athugasemd um "skemmtanahald", þá er það skilningur nefndarinnar að aðallega verði um útleigu til hópa, þar sem aðstaða er til hóflegra veisluhalda. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt, en áréttað að leiðbeiningum Húsafriðunarnefndar varðandi smíði glugga og hurða verði fylgt auk þess að Minjastofnun Íslands verði gert viðvart, komi í ljós fornminjar undir yfirborði jarðar í tengslum við framkvæmdirnar og verkið stöðvað sbr. 24.gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi byggingaráform en áréttar að leiðbeiningum Húsafriðunarnefndar varðandi smíði glugga og hurða verði fylgt auk þess að Minjastofnun Íslands verði gert viðvart, komi í ljós fornminjar undir yfirborði jarðar í tengslum við framkvæmdirnar og verkið stöðvað sbr. 24.gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
6. 2411037 - Melgerðirmelar - L219983 Deiliskipulag - Flugslóð
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigtryggi Sigtryggssyni formanni svifflugfélags Akureyrar sem hafði samband vegna mikils áhuga meðlima félagsins til að fá úthlutaða lóð undir flugskýli á Melgerðismelum. Hann telur þetta vera mikilvægt fyrir starfsemi félagsins og meðlimi þess þar sem skortur er á flugskýlum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að kanna betur grundvöll og áhuga aðila á uppbyggingunni.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa vinnu að deiluskipulagi fyrir svæðið.
7. 2411041 - Hjarðarhagi L152628 - landamerkjalýsing
Fyrir fundinum liggur fyrir til staðfestingar, merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 08.11.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Hjarðarhaga L152628.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
8. 2412006 - Samningur um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Erindi var samþykkt í fyrri umræðu á 641. fundi sveitarstjórnar þann 17.október 2024 undir málsnúmeri 2404010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra ásamt viðauka, sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
9. 2412014 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu efri hæðar
Framkvæmdaráð hefur farið yfir tilboð í verkið. Fundað hefur verið sértaklega vegna frávikstilboðs B. Hreiðarsson ehf. í verkið en fyrir liggur tillaga að tímalínu frá B. Hreiðarssyni þar sem gert er ráð fyrir að verkið hefjist í apríl 2025 og ljúki í janúar 2027.
Frávikstilboð B. Hreiðarssonar hljóðar upp á 769.945.102 kr.- eða 116% af kostnaðaráætlun.
Tilboð barst frá einum öðrum aðila sem hljóðaði upp á 999.326.019 kr.- eða 151% af kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjón að gengið verði að frávisktilboði B. Hreiðarsson ehf. og leggur áherslu á að verkið verði unnið í nánu samstarfi við stjórnendur í þeirri starfsemi sem framkvæmdin snertir mest.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði að frávikstilboði B. Hreiðarsson ehf.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að gott samráð verði við stjórnendur í þeirri starfsemi sem framkvæmdin snertir mest og unnið verði að því að finna lausnir sem lágmarka ónæði starfseminnar án þess þó að það leiði til aukins kostnaðar eða lengri verktíma.
10. 2408011 - Ósk um endurnýjun samnings við UMSE
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að styrkja Ungmennasamband Eyjafjarðar um 500.000 kr. vegna ársins 2024. Sveitarstjórn felur einnig formanni velferðar- og menningarnefndar og sveitarstjóra að funda með stjórn UMSE um endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélagsins og UMSE.
11. 2501008 - Afstaða ráðuneytisins í máli nr. IRN22050047
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
12. 2412020 - SBE - Tillaga að breytingum á gjaldskrá
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrá Skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar.
29. 2501007 - Hólmatröð 10 - breyting á byggingarreit
Erindi liggur fyrir fundi frá Dýra B.Hreiðarssyni sem sækir um f.h. lóðarhafa breytingu á byggingarreit ásamt stakstæðu tæknirými á lóðinni Hólmatröð 10. Meðfylgjandi eru teikningar á vinnslustigi dags 03.01.2025
Skipulagsnefnd telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi.
Sveitarstjórn telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og samþykkir erindið því samhljóða sem frávik frá deiliskipulagi.
Fundargerðir til kynningar
13. 2412002 - Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Stjórnarfundur 28.11.2024
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
14. 2412018 - HNE - Fundargerð 239
Lagt fram til kynningar.
15. 2412004 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 147. fundar skólanefndar
Lagt fram til kynningar.
16. 2412003 - Norðurorka - Fundargerð 304. fundar
17. 2412019 - Norðurorka - Fundargerð 305. fundar
Lagt fram til kynningar.
18. 2411046 - SSNE - Fundargerð 66. stjórnarfundar
Lagt fram til kynningar.
19. 2411044 - SSNE - Fundargerð 67. stjórnarfundar
Lagt fram til kynningar.
20. 2411045 - SSNE - Fundargerð 68. stjórnarfundar
Lagt fram til kynningar.
21. 2412024 - SSNE - Fundargerð 69. stjórnarfundar
Lagt fram til kynningar.
22. 2411032 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 956
Lagt fram til kynningar.
23. 2411033 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 957
Lagt fram til kynningar.
24. 2411043 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 958
Lagt fram til kynningar.
25. 2412015 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 959
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð
26. 2412004F - Framkvæmdaráð - 155
Lagt fram til kynningar.
27. 2412005F - Framkvæmdaráð - 156
Lagt fram til kynningar.
28. 2412002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 423
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30