Sveitarstjórn

223. fundur 11. desember 2006 kl. 23:13 - 23:13 Eldri-fundur

223. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 4. mars 2003, kl. 19:30

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dags. 27. febrúar 2003.
Var það samþykkt og verður 12. liður á dagskrá.

 


1. Erindi Kristjáns Hannessonar og Sveins Bjarnasonar dags. 20. feb. 2003
í erindinu er farið fram á að sveitarsjóður greiði þann kostnað, sem bréfritarar hafa haft af deiliskipulagsvinnu vegna íbúðarbyggðar í landi þeirra.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
?Bréfritarar hafa að eigin frumkvæði látið skipuleggja svæði fyrir íbúðarbyggð í löndum sínum. það lá fyrir við upphaf þeirrar skipulagsvinnu að sveitarfélagið myndi ekki greiða kostnað landeigenda af skipulagsvinnunni nema þann sem hlaust af auglýsingu og kynningu skipulagstillagnanna. Sveitarstjórn hafnar því erindinu.?

 

2. Erindi landbúnaðarráðuneytisins dags. 14. feb. 2003
þar er sveitarfélaginu boðin Saurbæjarjörðin til leigu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

"Sveitarstjórn er að svo komnu máli ekki tilbúin til að taka Saurbæjarjörðina á leigu eins og farið er fram á í bréfi landbúnaðaráðuneytis. Hins vegar tjáir sveitarstjórn sig reiðubúna til að taka aftur upp viðræður við ráðuneytið um þær hugmyndir að framtíð jarðarinnar, sem áður hafa verið kynntar, og um hugsanlegt eftirlit með jörðinni og fasteignum hennar meðan þær viðræður fara fram. Enda gerir hún ráð fyrir að viðræðum verði hraðað eins og frekast er kostur."


3. Erindi Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra dags. 24. feb. 2003
Beiðni um styrk vegna þýðingar á leiðbeiningarbæklingi um þarfir og aðhlynningu minnissjúkra.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 10.000.-


4. Fundargerð menningarmálanefndar, 89. fundur, 20. feb. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Fundargerð umhverfisnefndar, 51. fundur, 26. feb. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 36. ? 45. fundur, júní 2002 - feb. 2003
Lagðar fram til kynningar.


7. Ráðstefna fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga 7. mars 2003
Lagt fram til kynningar.

 

8. Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 14. - 15. mars 2003
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Vegna andláts Eiríks Hreiðarssonar var samþykkt samhljóða að fresta fundi kl. 20:30. Framhald 223. fundar verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 19:30

 


**************


 

Framhald 223. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 11. mars 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. Hólmgeir Karlsson, oddviti mætti síðar á fundinn.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Jón Jónsson, varaoddviti setti fundinn og stýrði honum.


9. Umhverfismál og merkingar í Reykárhverfi, minnisblað frá sveitarstjóra
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta vinna tillögu að skipulagi gróðurs, göngustíga og merkinga á svæðinu.

 

10. Staða framkvæmda, minnisblað frá sveitarstjóra, lagt fram til kynningar
Samþykkt að unnið verði að framkvæmdum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

á fundinn mætti Hólmgeir Karlsson, oddviti.

 

11. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994-2014
Fyrir fundinum lágu drög að stefnuskjali Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2003 - 2023 ásamt gögnum frá vinnufundi sveitarstjórnar um stefnumótun.
Samþykkt að vísa stefnuskjali Eyjafjarðarsveitar 2003 - 2023 til umsagnar hjá nefndum og óska eftir því að þær berist sveitarstjórn fyrir 28. mars 2003.

 

12. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dags. 27. febrúar 2003.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

"Sveitarstjórn fagnar áformum um fund með eigendum AFE til að ræða framtíð félagsins. Hún telur hins vegar ekki eðlilegt að á þeim fundi verði tekin endanleg afstaða til þeirra tillagna, sem kynntar hafa verið, enda eru þær um margt óljósar hvað framtíðarhlutverk félagsins varðar. Sveitarstjórn telur að þær þurfi meiri og ítarlegri umræðu og ítarlegri en vænta má að fram fari við eina umræðu."

þá var samþykkt að Bjarni Kristjánsson verði fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á fundi 14. mars 2003, um framtíðarverkefni og rekstrarform félagsins.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:55

Getum við bætt efni síðunnar?