Sveitarstjórn

212. fundur 07. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

212. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 1. október 2002, kl. 19:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Eiríkur Hreiðarsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 


1. Fundargerð skipulagsnefndar, 19. fundur, 24. sept. 2002, ásamt drögum að verklagsreglum um deiliskipulag á vegum einkaaðila
Fundargerðin er samþykkt.

 

2. Fundargerð skólanefndar, 118. fundur 19. september 2002
Varðandi 2. lið, óskar sveitarstjórn eftir áætlun um kostnað við tilraunina.
í framhaldi af tilrauninni verður skólanefnd falið að gera áætlun um framtíðarfyrirkomulag og umfang skólavistunar
Varðandi lið 3b, sveitarstjórn staðfestir tilnefningu Tryggva Heimissonar í undirbúningsnefnd fyrir sundlaugarbyggingu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 48. fundur, 9. sept. 2002
Lögð fram til kynningar.

 

4. Fundargerð byggingarnefndar, 3. fundur, 17. sept. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Fundagerðir handverkssýningarstjórnar 6. og 7. fundur, 15. júlí og 6. ágúst 2002
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

6. Erindi Karls Karlssonar dags. 24. sept. 2002, þar sem hann óskar eftir leyfi sveitarstjórnar til að nefna íbúðarhús sitt á lóð nr. 30 í landi Leifsstaða, Karlsberg
Erindið er samþykkt en bent er á að til þess kunni að koma að á svæðinu verði tekin upp götunöfn og húsanúmer.

 

7. Umsóknir til fjárlaganefndar Alþingis
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá erindum til fjárlaganefndar Alþingis á grundvelli þeirra gagna, sem kynnt voru nefndinni á fundi hennar og sveitarstjórnar 18. sept. 2002. Að auki verði nefndinni send beiðni um styrkveitingu vegna aksturs framhaldsskólanema."

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

8. Skipulag Reykárhverfis II
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun:

"Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við höfunda deiliskipulagstillögu að íbúðabyggð í Reykárhverfi II, að þeir endurskoði gildandi skipulags- og byggingarskilmála fyrir byggðina. Sveitarstjóra er falið að taka saman greinargerð með rökstuðningi fyrir þeim breytingum.
Greinargerðin verði lögð fyrir skipulagsnefnd og sveitarstjórn."

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

9. Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun:
?Sveitarstjórn samþykkir að þiggja að gjöf ?Smámunasafn Sverris Hermannssonar? sbr. erindi hans dags. 30. ág. 2002, enda semjist við gefandann um staðsetningu safnsins, frágang þess og uppsetningu.?
Tillagan samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita falið að ræða við Sverri á grundvelli tillögunnar.

 

10. óshólmanefnd, beiðni um fjárveitingu vegna vinnu við deiliskipulag
Kostnaðaráætlun vegna vinnu Halldórs Péturssonar, jarðfræðings, er kr. 453.180.- sem skiptist jafnt milli Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar.
Erindið er samþykkt en jafnframt bendir sveitarstjórn á hvort ekki sé nauðsynlegt að skoða hvaða áhrif efnistaka framan óshólmasvæðis hafi á svæðið.

 

11. Erindi Ingvars þóroddssonar, dags. 16. sept. 2002, um merkingu gönguleiðar á Vaðlaheiði Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara og hlutaðeigandi aðila. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að samráð verði haft við minjavörð um endurbætur á vörðum.

 

12. Erindi Birgis þórðarsonar dags. 17. sept. 2002, um að hann verði leystur frá setu í handverkssýningarstjórn
Sveitarstjórn samþykkir erindið og þakkar Birgi vel unnin störf.

 

13. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar dags. 11. sept. 2002
Sveitarstjórn tekur vel í erindið þó háð því að önnur sveitarfélög á svæðinu komi að verkinu og að um tímbundna aðkomu sé að ræða meðan á uppbyggingu starfstöðvar stendur.

 

14. Greinargerð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 26. ágúst 2002, lögð fram til kynningar
Lögð fram til kynningar.

 

15. Samþykktir Héraðsnefndar Eyjafjarðar
Lagðar fram til kynningar.

 

16. Minnisblað frá fundi um skipulag ?óshólmasvæðisins?

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:30


Getum við bætt efni síðunnar?