Sveitarstjórn

224. fundur 11. desember 2006 kl. 23:14 - 23:14 Eldri-fundur

224. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 18. mars 2003, kl. 19:30

Mættir voru: Arnar árnason, Jón Jónsson, Reynir Björgvinsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason, ívar Ragnarsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

Jón Jónsson setti fundinn og stýrði honum í forföllum oddvita.

 

 

1. Erindi landbúnaðarráðuneytisins, dags. 7. mars 2003, varðandi eftirlit og umsjón með Saurbæjarjörðinni
Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við ráðuneytið um eftirlit með jörðinni.

 

2. Erindi Reynis Björgvinssonar, dags. í mars 2003
þar er farið fram á að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að við væntanlega endurbyggingu vegarins frá Litla-Hamri að Rútsstöðum verði vegurinn færður upp á klappir ofan Stóra-Hamars og að vegurinn fari jafnframt ofan húsa á Bringu.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla upplýsinga frá Vegagerðinni um fyrirhugaða uppbyggingu vegarins.

 

3. Erindi Rögnvaldar Guðmundssonar, dags. 2. mars 2003
í erindinu er bent á atriði í umhverfi Reykárbyggðarinnar, sem bréfritari telur að betur mættu fara.
2. 3. og 5. liður eru á áætlun í ár.
Varðandi 1. lið tekur sveitarstjórn undir áhyggjur bréfritara og samþykkir að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um fyrirætlanir hennar til að auka öryggi vegfarenda á umræddu svæði.
4. lið er vísað til skipulagsnefndar.

 

4. úttekt á fjarskiptamálum, tilboð Elnet og eMax í mat á fjarskiptaskilyrðum í Eyjafjarðarsveit
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við Landssímann og Stöð2 og fá fram afstöðu þeirra til þessarar vinnu.

 

5. Bréf Norðurorku hf. til iðnaðarráðherra dags. 3. mars 2003 og minnisblað sveitarstjóra
áskorun til iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að styrkur, sem jafngildir niðurgreiðslum á raforku til húshitunar, gangi sem framkvæmdastyrkur til hitaveitna í 10 ár eftir að hitaveita hefur verið lögð á viðkomandi svæði í stað 5 eins og nú er.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á iðnaðarráðherra og aðra þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að lögum um niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði, nr. 78/2002, verði breytt. Breytingin verði sú að styrkir til hitaveitna, sem aukið hafa eða áforma að auka dreifikerfi sitt til að geta tengt íbúðarhúsnæði, sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun sbr. 11. gr. laganna, verði miðaðir við tíu ára niðurgreiðslu á rafmagni sbr. 12. gr. í stað fimm ára."

 

6. Fundargerðir vinnuhóps um orkumál, 3. og 4. fundur, 25. og 28. feb. 2003
Fundargerð 3. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Varðandi 1. lið, 4. fundar er sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um stöðu sveitarfélagsins og lagalega hlið málsins.
Varðandi 3. lið, 4. fundar samþykkir sveitarstjórn að láta endurmeta kostnaðaráætlun varðandi lagningu veitunnar. áætlaður kostnaður er kr. 200 - 250 þús.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Norðurl. eystra, 54. fundur, 11. feb. 2003.
Lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð byggingarnefndar, 9. fundur, 3. mars 2003
5. liður, Jón Björnsson leggur inn breyttar teikningar af íbúðarhúsi sem hann er að reisa að Fosslandi 5.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

6. liður, Fjóla Guðjónsdóttir óskar eftir bráðabirgðaleyfi til að breyta bílgeymslu í fönduraðstöðu og byggja millibyggingu á milli bílgeymslu og íbúðarhúss.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

7. liður, Aðalsteinn Svan Sigfússon sækir um leyfi fyrir hjólhýsi á lóð nr. 7 á jörðinni Hálsi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

8. liður, Jólagarðurinn ehf sækir um breytingar á áður gerðum teikningum af viðbyggingu.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

 

9. Fundargerð stjórnar Handverkssýningarinnar, 26. feb. 2003
Varðandi 1. lið samþykkir sveitarstjórn að veita handverkssýningarstjórn umbeðið umboð enda verði samningur lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

10. Erindi Einars Benediktssonar dags. 12. mars 2003
í erindinu er leitað eftir tímabundnum afnotum af landi og byggingum í Saurbæ.
Afgreiðslu frestað þar til gengið hefur verið frá samningum við ráðuneytið.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?