Sveitarstjórn

225. fundur 11. desember 2006 kl. 23:15 - 23:15 Eldri-fundur

225. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 1. apríl 2003, kl. 19:30

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá þingeyjarsveit, dags. 26. mars 2003.
Var það samþykkt og verður 13. liður dagskrár.


1. "Smámunasafn Sverris Hermannssonar," tillögur að fyrirkomulagi safnsins í Sólgarði.
Fyrir lágu tvær tillögur, annars vegar sameiginleg tillaga frá Finni Arnari og þórarni Blöndal, og hins vegar frá Jóni þórissyni
Sveitarstjórn samþykkir að velja tillögu þórarins Blöndals og Finns Arnars til nánari útfærslu.
Samþykkt að skipa 3ja manna vinnuhóp til að vinna með þórarni og Finni að frekari útfærslu á tillögu þeirra.
í vinnuhópinn voru skipaðir:
Jón Jónsson
Valdimar Gunnarsson
Einar Gíslason

Vinna vinnuhópsins felur jafnframt í sér að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. þá er vinnuhópnum jafnframt falið að kynna framkomnar tillögur fyrir íbúum sveitarinnar.

 

2. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. dags. 17. mars 2003
í erindinu er óskað eftir formlegri afstöðu sveitarstjórnar til tillagna að framtíðarfyrirkomulagi á starfsemi félagsins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

3. Erindi Svövu K. Egilson, dags. 20. feb. 2003, þar sem hún færir sveitarfélaginu að gjöf málverk sem hún nefnir "Eyjafjörður."
Sveitarstjóra falið að færa Svövu bestu þakkir fyrir gjöfina.

 

4. Erindi Einars Jóhannssonar, dags. 27. mars 2003, umsókn um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará
Sveitarstjóra falið að óska eftir afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaðan efnistökustað.
Erindinu vísað til umhverfisnefndar til umsagnar og sveitarstjóra falin afgreiðsla á erindinu samkvæmt gildandi vinnulagi og að fenginni umsögn nefndarinnar.


5. Fundargerð stjórnar Eyþings, 139. fundur, 28. feb. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 55. fundur, 10. mars 2003
Lögð fram til kynningar.


7. Fundagerðir umhverfisnefndar, 52. og 53. fundur, 19. og 25. mars 2003
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.


8. Fundargerð umferðarnefndar, 19. mars 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

9. Fundagerðir menningarmálanefndar, 90. og 91. fundur, 19. og 27. mars 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

10. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 65. fundur, 24. mars 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

11. Fundargerð félagsmálanefndar, 89. fundur, 26. mars. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

12. Fundagerðir atvinnumálanefndar , 8. og 9. fundur, 25. febrúar og 26. mars 2003
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

13. Erindi frá þingeyjarsveit, dags. 26. mars 2003, varðandi breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:35

Getum við bætt efni síðunnar?