226. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi 15. apríl 2003, kl. 20:15.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Birna Snorradóttir.
1. Um safnamál í Eyjafirði
Valtýr Sigurbjarnarson, framkv.st. Héraðsnefndar Eyjafjarðar, Guðrún Kristinsdóttir, forstöðum. Minjasafnsins á Akureyri og Gerður Jónsdóttir, formaður Héraðsráðs kynna málefnið.
Afgreiðslu frestað vegna forfalla.
2. Erindi AFE dags. 17. mars. 2003, afgreiðslu frestað á síðasta fundi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fellst á tillögu stjórnar AFE að breyttri starfsemi AFE og lýsir yfir áhuga á að taka þátt í því samstarfi áfram. Varðandi framtíð ferðamálaþáttarins styður sveitarstjórn leið 2 í erindinu. Jafnframt leggur sveitarstjórn ríka áherslu á að AFE verði rekið sem sjálfstæð stofnun og sem slík því ekki samfléttuð skyldri starfsemi innan Akureyrarbæjar.
3. Minnisblað sveitarstjóra um reiðvegamál
Sveitarstjórn samþykkir að flýta skipulagi reiðvega skv. áður samþykktri tillögu frá 5. mars 2002 með því að vinna málið sem sjálfstætt skipulagsmál óháð vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
4. Fundargerð skólanefndar, 24. mars 2003
Fundargerðin samþykkt.
5. Fundargerð skipulagsnefndar, 22. fundur, 8. apríl 2003.
Fundargerðin samþykkt.
6. Fundagerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, 56. og 57. fundur, 31. mars og 7. apríl 2003
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
Fundi slitið kl. 21:10