Sveitarstjórn

227. fundur 11. desember 2006 kl. 23:15 - 23:15 Eldri-fundur

227. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 29. apríl 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


áður en gengið var til auglýstrar dagskrár bauð oddviti velkomna til fundar við sveitarstjórn, Valtý Sigurbjarnason og Gerði Jónsdóttur frá Héraðsráði Eyjafjarðar og Guðrúnu Kristinsdóttur frá Minjasafninu á Akureyri til ræða safnamál í Eyjafirði.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá Framkvæmdarleyfi vegna Djúpadalsárvirkjunar.
Samþykkt og verður 12. liður dagskrár.

 

 

1. Erindi Kristnesspítala, dags. 15. apríl 2003
í erindinu er spurst fyrir um það hvort sækja þurfi um sérstakt leyfi til að gera 400 ferm. púttvöll á lóð spítalans.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

 

2. Erindi Sorpeyðingar Eyjafjarðar b. s., dags. 8. apríl 2003, þar sem leitað er álits sveitarstjórnar á ýmsum þáttum sem snerta framtíð og fyrirkomulag sorphirðu og sorpförgunar
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfisnefnd.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gera frekara átak í heimajarðgerð og felur sveitarstjóra að koma á námskeiði fyrir þá sem hana stunda.

 

3. Umsögn við frumvarp til laga um ábúðarlög og frumvarp til jarðalaga
Frumvörp til þessara laga liggja fyrir Alþingi og í þeim er gert ráð fyrir verulegum breytingum frá gildandi lögum.
Sveitarstjórn hafði áður óskað eftir umsögn Búnaðarsambands Eyjafjarðar um fyrirliggjandi frumvörp og lá hún fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2003.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsögn Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

 

4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 15. apríl 2003
í erindinu er leitað umsagnar sveitarstjórnar um drög að samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði eftirlitsins. Drögin byggja í meginatriðum á gildandi samþykkt Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn er sammála meginatriðum samþykktarinnar en gerir þó athugasemd við tíðni tæminga samkv. 4. gr..

 

5. Alnæmissamtökin á íslandi, erindi dags. 15. apríl 2003
í erindinu er farið fram á fjárstyrk til að standa undir fræðslustarfi á vegum samtakanna.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

 

6. Erindi frá Héraðssetri Landgræðslu ríkisins á Húsavík, dags. 10. apríl, þar sem er óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn um breytta tilhögun á nýtingu afrétta í sveitarfélaginu hvað varðar sleppingu hrossa eftir hrossasmölun að hausti
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur undanfarin ár fylgst með ástandi afrétta í sveitarfélaginu og sér ekki ástæðu til að funda um málið af því tilefni. Atvinnumálanefnd fer með þennan málaflokk í umboði sveitarstjórnar og er erindinu vísað til hennar og henni falin afgreiðsla þess.

 

7. Fundargerð menningarmálanefndar, 92. fundur, 15. apríl 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 56. fundur, dags. 7. apríl 2003
Lögð fram til kynningar.

 

9. Fundargerð byggingarnefndar, 10. fundur, 15. apríl 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

10. Fundargerðir starfshóps um "Smámunasafnið í Sólgarði" 1. 2. og 3. fundur, 4. 7. og 15. apríl 2003
Ræddar voru tillögur starfshópsins og ákveðið að stefna að kynningarfundi í Sólgarði miðvikudaginn 7. maí. Starfshópnum falið að undirbúa kynninguna.

 

11. Skýrsla nefndar um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla
Skýrslan er lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn þakkar nefndarmönnum fyrir vel unnin störf.

 

12. Framkvæmdarleyfi vegna Djúpadalsárvirkjunar
Fyrir liggur afstöðumynd af fyrirhuguðu virkjunarsvæði sem árituð hefur verið af landeigendum samkvæmt ákvæðum síðustu málsgreinar 43. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um heimild til Skipulagsstofnunar til að gefa út framkvæmdaleyfi sbr. 3 tl. ákvæða til bráðabirgða í Skipulags- og byggingarlögum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:35

Getum við bætt efni síðunnar?