228. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 13. maí 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerðir starfshóps um Smámunasafn, dags. 7. og 12. maí 2003.
Var það samþykkt og verður 8. liður dagskrár.
1. Erindi Hrafnagilsskóla dags. 2. maí 2003, þar sem óskað er heimildar til að nýta skógarreit ofan Reykárhverfis til kennslu í tengslum við verkefnið "Grenndarskógar"
Sveitarstjórn samþykkir erindið og fagnar þessu jákvæða og góða framtaki.
2. Umsókn um leyfi til sandtöku fyrir landi Syðri-Varðgjár dags. 2. maí 2003. Umsækjendur eru Egill Jónsson og GV-gröfur
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar. Sveitarstjóra falin afgreiðsla erindisins samkvæmt gildandi vinnulagi og að fenginni umsögn nefndarinnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að ræða við landeigendur um framtíðarfyrirkomulag á sandtöku.
þá voru umræður um gjaldtöku fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa og sveitarstjóra falið að gera tillögu þar um.
3. Verkefnið "Vatnsauðlindir íslands," erindi dags. 5. maí 2003, umsókn um leyfi til snefilefnarannsókna í vatnsbólinu á Grísarárdal
Sveitarstjórn samþykkir erindið með 6 atkvæðum. A.á var á móti.
Kostnaður er kr. 45.000.-
4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 140. fundur, 14. apríl 2003
Varðandi 6. lið, ákvað sveitarstjórn að taka á dagskrá næsta fundar ályktun fulltrúaráðs Sambands ísl. sveitarfélaga um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga .
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 193. fundur, 3. fundur 2003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð byggingarnefndar, 11. fundur, 6. maí 2003
4. liður, Sigurgeir B. Hreinsson sækir um leyfi fyrir fjósbyggingu á jörðinni Hríshóli.
Ekki liggur fyrir leyfi Skipulagsstofnunar fyrir byggingunni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda berist jákvætt svar við erindinu frá Skipulagsstofnun.
5. liður, þórir Rafn Hólmgeirsson og Hólmgeir Valdimarsson, Hólshúsum sækja um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð B-5 á skipulögðu svæði í landi Hólshúsa.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
6. liður, Sigríður Rósa Sigurðardóttir sækir um leyfi fyrir geymsluskúr á íbúðarhúsalóð að Brekkutröð 7.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, Benedikt Hjaltason sækir um leyfi fyrir hjólhýsi og snyrtingu með áfastri geymslu á landsspildu sinni úr jörðinni Hrafnagili.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 66. og 67. fundur, 10. apríl og 8. maí
Fundargerð 66. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 67. fundar:
2.liður, sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir nefndarinnar og felur sveitarstjóra að aðstoða nefndina við frekari útfærslu tillögunnar.
5. liður, afgreiðslu frestað og óskað eftir upplýsingum um þær kröfur sem gerðar eru til íþróttasvæða annarsvegar fyrir meistaramót og hinsvegar landsmót.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerðir starfshóps um Smámunasafn dags. 7. og 12. maí 2003
Sveitarstjórn samþykkir tillögur starfshópsins að fyrirkomulagi Smámunasafns í Sólgarði. Jafnframt skipar sveitarstjórn fulltrúa vinnuhópsins ásamt sveitarstjóra í starfshóp sem hafi umsjón með framkvæmdum við breytingar á húsinu og uppsetningu safnsins.
Stefnt skal að verklokum fyrir lok júní 2003.
Varðandi kostnað við breytingar á húsi og uppsetningu safnsins vísast til 9. liðar dagskrár.
9. Tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar, fyrri umræða
Fyrir lá minnisblað frá oddvita og sveitarstjóra varðandi drög að þriggja ára áætlun 2004 - 2006.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:35