Sveitarstjórn

231. fundur 11. desember 2006 kl. 23:19 - 23:19 Eldri-fundur

231. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 24. júní 2003, kl. 19:30

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Drög að samningi við Akureyrarbæ um stofnanaþjónustu fyrir aldraða
það kom fram að fulltrúar frá aðildarsveitarfélögum samningsins hittust á fundi í dag þar sem ákveðið var að óska eftir úttekt endurskoðenda á forsendum samningsins.
Afgreiðslu frestað þar til sú niðurstaða liggur fyrir.

 

2. Erindi framkv.stj. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. ódags
í erindinu er óskað eftir föstum formlegum fundum með fulltrúa sveitarstjórnar.
Tekið er jákvætt í erindi AFE og óskað eftir tillögu frá atvinnumálanefnd um fyrirkomulag fundanna.

 

3. Stefnuskjal aðalskipulags
í stefnuskjalinu kemur fram stefna sveitarstjórnar í einstökum málaflokkum og verður hluti af greinargerð aðalskipulagsins.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi stefnuskjal með breytingum skólanefndar á stefnuskjali í menntamálum.
Skipulagsnefnd er falið að vinna að gerð aðalskipulags í samræmi við það.

 

4. Lögfræðiálit um niðurstöðu gerðardóms í máli um ráðstöfunarrétt á heitu vatni að Syðra-Laugalandi
Niðurstaða dómsins er sú að Prestssetrasjóður hafi haft heimild til að selja Norðurorku hf. það frívatn sem nýtt var til notkunar Húsmæðraskólans og sundlaugarinnar að Syðra-Laugalandi.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna frá lögfræðingi.

 

5. Sumarleyfi sveitarstjórnar
Samþykkt að tekið verði fundahlé vegna sumarleyfa og að næsti fundur sveitarstjórnar verði 19. ágúst.

 

6. Fundargerð skipulagsnefndar, 24. fundur 18. júní 2003
Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt.

 

7. Fundargerðir stjórnar búfjáreftirlits á svæði 18, 3. og 4. fundur, 3. og 7. júní 2003
Fundargerð 3. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 4. fundar. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og meðfylgjandi drög að samningi við BSE um búfjáreftirlit.

Jón Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis meðan 8. liður dagskrár var ræddur.

 

8. Fundargerðir vinnuhóps um ?Smámunasafn Sverris Hermannssonar? 9. og 16. júní 2003
Fundargerð 9. júní. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að Guðrún Steingrímsdóttir verði ráðin umsjónarmaður safnsins.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 16. júní gefur ekki tilefni til ályktana.

 

9. Fundargerðir stjórnar handverkssýningarinnar 27. maí og 9. júní 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

10. Fundargerð menningarmálanefndar, 93. fundur, 10. júní 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

11. Erindi frá Björgun ehf. dags. 18. júní 2003
Samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40

Getum við bætt efni síðunnar?