Sveitarstjórn

237. fundur 11. desember 2006 kl. 23:23 - 23:23 Eldri-fundur

237. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 14. október 2003, kl. 19:30.


Mættir voru: Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

 


1. Fundargerð skipulagsnefndar, 27. fundur, 7. okt. 2003
Fundargerðin er samþykkt.


2. Fundargerð menningarmálanefndar, 94. fundur, 25. sept. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð félagsmálanefndar, 91. fundur, 8. okt. 2003
1. liður, sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá kaupum á íbúðinni og auglýsa hana til leigu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð umsjónarnefndar óshólma Eyjafjarðarár, 7. okt. 2003
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar í 1. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Skipan fulltrúa í umsjónarnefnd óshólma Eyjafjarðarár
Samþykkt að skipa eftirtalda sem aðalmenn í umsjónarnefnd óshólma Eyjafjarðarár:
Einar Grétar Jóhannsson, Eyrarlandi, Hörður Kristinsson, Arnarhóli.
Samþykkt að óska eftir við umhverfisnefnd að hún skipi varamann í nefndina.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Erindi náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar, dags. 26. sept. 2003, um Djúpadalsárvirkjun
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara. Sveitarstjórn hyggst fara á svæðið og skoða framkvæmdina.


7. Erindi Jósefs Kristjánssonar, Möðruvöllum, dags. 6. okt. 2003, um að þjóðvegurinn, sem liggur um hlaðið á Möðruvöllum, verði fluttur
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu umferðarnefndar samkv. 6. lið 236. fundar sveitarstjórnar.


8. Tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Eyjafjarðarsveit, síðari umræða
Tillagan samþykkt.


9. Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda
Afgreiðslu frestað.


10. Beiðni sveitarstjóra um heimild til að láta vinna mæliblöð og hanna hluta gatnakerfisins vegna nýs skipulags í Reykárhverfi
Samþykkt.


11. Tillaga að nafni á nýrri götu sunnan Reykár
Nafnið verði Skógartröð.
Samþykkt.


12. Tillaga að verklagsreglum við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur með 6 atkvæðum.
E. G. sat hjá.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?