239. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 11. nóvember 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð vinnuhóps um "Smámunasafn Sverris Hermannssonar" 27. okt. 2003.
1. og 2. lið er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerð skólanefndar, 128. fundur, 23. okt. 2003.
1. liður, sveitarstjórn hafnar beiðni Björns Karlssonar um námsstyrk að fengnu áliti skólanefndar.
4. liður, sveitarstjórn telur mikilvægt að komið verði á innra eftirliti með leiktækjum sem unnið verði af starfsmönnum skólanna og beinir því til skólastjórnenda að þeir skoði með hvaða hætti best verði staðið að því.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð menningarmálanefndar, 95. fundur, 29. okt. 2003.
1. liður, geymsla. Sveitarstjóra falið að kanna málið.
Liður 3.b. Sveitarstjórn telur eðlilegt að framlag til íslensku óperunnar verði tekið af fjárveitingu á málaflokki 05 Menningarmál.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 60. fundur, 29. okt. 2003.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Umsókn um styrk við Snorraverkefnið 2004, dags. 31. okt. 2003.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Erindi verkefnisstjórnar átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga, dags. 28. okt. 2003.
Lagt fram til kynningar.
7. Erindi Norðurorku hf., dags. 29. okt. 2003, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar dreifilagnar hitaveitu austur yfir óshólmasvæðið.
Meðfylgjandi eru einnig yfirlýsingar um samþykki landeigenda.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda liggi fyrir staðfesting á samþykki óshólmanefndar.
8. Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014.
Engar athugasemdir hafa borist og staðfestir því sveitarstjórn skipulagstillöguna.
9. Staðfesting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi.
Engar athugasemdir hafa borist og staðfestir því sveitarstjórn skipulagstillöguna.
10. Staðfesting á deiliskipulagi athafnasvæðis meðfram landamerkjum Grísarár austan þjóðvegar 821.
Engar athugasemdir hafa borist og staðfestir því sveitarstjórn skipulagstillöguna.
11. Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vegna Reykárhverfis II verði veittur 25% afsláttur skv. 6. gr. fyrstu 6 mánuðina frá því að lóðirnar verða byggingarhæfar.
12. Fjárhagsáætlun 2004.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun fjárhagsramma til reksturs málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því að nefndir verði búnar að skila inn til sveitarstjórnar tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2004 fyrir 4. desember 2003.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:10