Sveitarstjórn

241. fundur 11. desember 2006 kl. 23:25 - 23:25 Eldri-fundur

241. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 9. desember 2003, kl. 19:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.1. Fundargerð skólanefndar, 129. fundur, 20. nóv. 2003
2. lið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerð byggingarnefndar, 19. fundur, 4. nóv. 2003
2. liður, umsókn frá Víði ágústssyni, Torfufelli um leyfi til að byggja bjálkakofa í landi Torfufells.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings, 146. fundur, 20. nóv. 2003
Lögð fram til kynningar.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 63. fundur, 10. nóv. 2003
Lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð umhverfisnefndar, 59. fundur, 1. des. 2003
Fundargerðinni er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 70. fundur, 26. nóv. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Fundargerð menningarmálanefndar, 97. fundur, 1. des. 2003
Fundargerðinni er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

8. Fundargerðir félagsmálanefndar, 93. 94. og 95. fundur, 17. nóv., 27. nóv. og 2. des. 2003
Fundargerðir 93. og 94. fundar gefa ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 95. fundar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. Fundargerðir stjórnar AFE., 51. 52. 53. 54. og 55. fundur, 18. júní, 13. ág., 29. sept., 20. okt. og 10. nóv.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

10. Endurskoðaðar reglur barnaverndarnefndar Eyjafjarðar samþ. 14. okt. 2003
Lagðar fram til kynningar.

11. Erindi Félags heyrnarlausra, dags. 21. nóv. 2003

Umsókn um styrk. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

12. Erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, dags. 24. nóv, 2003, um kaup á GPS-landmælingartæki
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

13. Erindi Landmælinga íslands, dags. 28. nóv. 2003, beiðni um aðstoð við endurmælingar á grunnstöðvanetinu
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

14. Minnisblað sveitarstjóra dags. 28. nóv., um samstarf við UMF Samherja
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt formanni íþrótta- og tómstundanefndar að taka upp viðræður við UMF Samherja um fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi.
J.J. sat hjá við afgreiðslu málsins.

15. Erindi Ingibjargar Eiríksdóttur og Hrólfs Eiríkssonar dags. 14. nóv., um lækkun eða niðurfellingu á fasteignaskatti
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

16. Erindi Rósu Maríu Tryggvadóttur dags. 27. nóv. 2003, þar sem hún af persónulegum ástæðum óskar eftir að verða leyst frá störfum í félagsmálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir að veita Maríu lausn frá störfum í félagsmálanefnd.
Sveitarstjóra falið að beina því til formanna nefnda að fundartími nefndanna sé valinn með tilliti til allra nefndarmanna og endurskoðun fari fram þegar mannabreytingar verða.
Frestað til næsta fundar að skipa nýjan aðalmann í nefndina.

17. Norræn sveitarstjórnarráðstefna í Rvk. 13. - 15. júní 2004
Lagt fram til kynningar.

18. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, fyrri umræða
Sveitarstjórn þakkar nefndum vel unnin störf við gerð fjárhags- og starfsáætlana sem eru ítarlegar og vel unnar og innan þess ramma sem þær fengu til ráðstöfunar.
Sveitarstjórn samþykkir að álagning útsvars á tekjur ársins 2004 verði 13,03%.
Fjárhagsáætlun ársins 2004 vísað til síðari umræðu.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?