Sveitarstjórn

243. fundur 11. desember 2006 kl. 23:26 - 23:26 Eldri-fundur

243. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 20. janúar 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Fundargerð byggingarnefndar, 20. fundur og 2. jólafundur, 16. des. 2003
4. liður, erindi frá Benjamín Baldurssyni, Ytri-Tjörnum, varðandi breytingar á hlöðu og fjósi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerð 20. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð jólafundar gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 61. fundur, 17. des. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 16. fundur, 17. des. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 64. fundur, 8. des. 2003
Lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð stjórnar Eyþings, 147. fundur, 19. des. 2003
Lögð fram til kynningar.

6. Bréf Menningar- og viðurkenningarsjóðs KEA dags. 30. des. 2003
Lagt fram til kynningar.

7. Erindi stjórnar Sambands ísl. sparisjóða dags. 8. jan. 2004
Lagt fram til kynningar.

8. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 5. jan. 2004
Lagt fram til kynningar.

9. Starfslýsing dýraeftirlitsmanns
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfslýsingu.

10. Skýrsla vinnuhóps um ,,Smámunasafn Sverris Hermannssonar.''
Lögð fram til kynningar.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

11. Minnisblað sveitarstjóra um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fasteignaskatta
á minnisblaðinu kemur fram að framlag jöfnunarsjóðs hefur orðið mun minna en breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var 29. nóvember 2000 á Alþingi gerði ráð fyrir. Samkvæmt breytingunni áttu sveitarfélögin að verða jafnsett og áður. Sveitarstjórn getur ekki sætt sig við þessa niðurstöðu og felur sveitarstjóra að senda erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ásamt fyrirliggjandi minnisblaði og óska eftir leiðréttingu á framlagi til sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda.

12. Drög að samþykkt um hunda- og kattahald
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar að vinna nánari drög að samþykkt um hunda- og kattahald.

13.Minnisblað KPMG-endurskoðunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við KPMG og óska eftir upplýsingum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um útreikning á framlögum sjóðsins til sveitarfélagsins.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?