244. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 3. febrúar 2004, kl. 20:00.
Mættir voru: Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Jón Jónsson, varaoddviti setti fund og stjórnaði í fjarveru oddvita.
1. Fundargerð skipulagsnefndar, 29. fundur, 29. jan. 2004
Fundargerð skipulagsnefndar er samþykkt.
2. Fundargerð byggingarnefndar, 21. fundur, 22. jan. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 17. fundur, 22. jan. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð héraðsnefndar, 35. fundur, 26. nóv. 2003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð héraðsráðs, 200. fundur, 21. jan. 2004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins, 17. des. 2003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. þjónustusamningur Eyjafjarðarsveitar við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi ehf
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
8. Skýrsla starfshóps um Smámunasafn Sverris Hermannssonar, umfjöllun frestað á síðasta fundi
Samþykkt að fresta umfjöllun þar til í lok fundar.
9. Nöfn á nýjum götum í Reykárhverfi
Samþykkt var fyrirliggjandi tillaga á meðfylgjandi uppdrætti með nöfnunum, Skógartröð, Laugartröð, Meltröð, Hjallatröð, Sunnutröð og Bakkatröð
10. Djúpadalsvirkjun 2, erindi Skipulagsstofnunar dags. 27. jan. 2004
það kom fram að leitað hefur verið eftir umsögn Náttúruverndarnefndar og Minjavarðar á Norðurlandi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu.
Hólmgeir Karlsson og Valdimar Gunnarsson mættu á fundinn.
11. Skipan fulltrúa í félagsmálanefnd
Samþykkt að skipa ástu Pétursdóttur, Hranastöðum, sem aðalmann í nefndina og Elínu Stefánsdóttur, Fellshlíð sem varamann.
8. Skýrsla starfshóps um Smámunasafn Sverris Hermannssonar, umfjöllun frestað á síðasta fundi
Sveitarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.
Samþykkt tillaga um að skipuð verði þriggja manna stjórn fyrir safnið.
Sveitarstjóra og oddvita falið að undirbúa skipun í nefndina fyrir næsta fund og gera tillögu að erindisbréfi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40